Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 31

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 31
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉ LAGA Tillögur um jöfnunaraðgerðir í tengsl- um við yfirfærslu grunnskólans Garðar Jónsson, viðskiptajrœðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram um framkvæmd jöfnunaraðgerða í tengslum við flutning grunnskólans alfarið frá ríki til sveitarfélaga, ef af honum verður, en Ijóst var allt frá upphafi þeirrar umræðu að grípa þyrfti til slíkra aðgerða. Sú aðferð sem ég mun lýsa hér við skiptingu jöfnunarfjárins er afrakstur nefndar sem skipuð var af fé- lagsmálaráðherra til þess að endurskoða ákvæði reglugerðar Jöfnunarsjóðs sveitar- félga um jöfnunarframlög og hefur áður verið kynnt. Á 15. landsþingi Sambands íslenskra sveit- arfélaga á Akureyri sl. sumar fór nokkuð ítarleg umræða fram um þetta málefni að mínu mati. Sérstakt erindi var flutt um þetta efni ásamt því að mikil umræða um þetta spannst í þeirri nefnd þingsins er fjallaði um jöfnunar- framlög. Ennfremur skilaði nefndin af sér tillögum og greinargerð varðandi endurskoðun á jöfnunarframlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem dreift var á fjármálaráð- stefnu sambandsins í nóvember síðastliðnum en sérstak- ur kafli var þar um þetta afmarkaða efni. Mat á jöfnunarþörf Þegar metin er jöfnunarþörf sveitarfélaga í tengslum við flutning grunnskólans alfarið frá ríki til sveitarfélaga verður annars vegar að líta á þann kostnaðarauka sem sveitarfélögin verða fyrir í heild sinni og hins vegar þá tekjustofna sem sveitarfélögin fá í tengslum við það. Þrátt fyrir að hvorugt liggi endanlega ljóst fyrir hafa lín- ur smám saman verið að skýrast, m.a. með útkomu skýrslu grunnskólanefndar frá því sl. haust og þeirri vinnu sem fram hefur farið nú á undanfömum mánuð- um. Miðað við nýjustu tölur má áætla að kostnaður ríkis- ins vegna þeirrar starfsemi grunnskólans og tengdra stofnana, sem ætlað er að flytjist frá ríki til sveitarfélaga, geti verið í kringum 6,3 milljarðar króna þegar ákvæði nýrra grunnskólalaga, sem samþykkt voru á Alþingi í mars sl., verða að fullu komin til framkvæmda. Hér er langt frá því um endanlega fjárhæð að ræða þar sem ekki er búið að meta allan kostnað vegna yfirfærslunnar, svo sem vegna kjara- samnings kennara o.fl. Þessi fjárhæð er því meira sett hér fram til að auðvelda frekari lýsingu á jöfnunaraðgerðunum. Gert hefur verið ráð fyrir því að útsvar sveitarfélaga hækki og þau fái þar með aukna hlutdeild í staðgreiðslunni til að mæta kostnaðaraukanum vegna flutnings- ins. Gengið er út frá því að um innbyrðis skiptingu verði að ræða þannig að ríkissjóð- ur lækki tekjuskattsprósentu sína að sama skapi. Ef mæta á öllum kostnaðaraukanum með útsvari þyrfti það að hækka um 2,72 prósentustig ef miðað er við 6,3 milljarða króna kostnað. Hins vegar er ljóst vegna þess hvað skólaeiningar eru misjafnlega hagkvæmar og þar með misdýrar að útsvarshækkunin sem sveitarfélögin fá beint til sín verður eitthvað lægri. Til þess að finna út þá hækkun er gert er ráð fyrir að horfa fyrst á það sveitarfé- lag þar sem rekstrarkostnaður grunnskólans, þ.e. sá kostnaður sem flyst frá ríki til sveitarfélaga, er hlutfalls- lega minnstur. Útreikningar hafa sýnt að rekstrarkostn- aður grunnskóla í Reykjavík er einna minnstur á hvem nemanda og þyrfti sveitarfélagið ekki nema 2,12 pró- sentustiga hækkun útsvars til að standa undir auknum kostnaði vegna flutningsins. Eðlilegast er því að há- marksútsvar hækki hjá öllum sveitarfélögum um 2,12 prósentustig eða sem nemur 4.910 millj. kr. en mismun- urinn, kr. 1.390 millj., fari til jöfnunaraðgerða og renni því í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til frekari úthlutunar. Hér er því gert ráð fyrir að 22% af þeim tekjustofni sem sveitarfélögin fá þurfí að fara til jöfnunaraðgerða. Útreikningur á jöfnunarframlögum vegna grunnskóla Samkvæmt tillögum nefndarinnar eru markmið með jöfnunaraðgerðum vegna yfirtöku sveitarfélaga á kennslukostnaði grunnskólans eftirfarandi: - að jöfnunaraðgerðir hvetji til hagkvæmni í rekstri. 1 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.