Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 41

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 41
MALEFNI ALDRAÐRA Úr fundarsal á ráöstefnunni um öldrunarþjónustu - rekstur og gæöl á Hótel Loftleiöum 17. mars sl. ekki vera án opinberrar velferðarþjónustu. í lögum um málefni aldraðra er ekki skilgrein- ing á hvenær einstaklingur telst aldraður. Almennt er þó miðað við 67 ára aldur, þ.e.a.s. þann aldur er ein- staklingur öðlast rétt til ellilífeyris frá almanna- tryggingum. Þessi viðmið- un fer þó ekki endilega saman við starfslok. Þannig miðast starfslok opinberra starfsmanna við 70 ára aldur eða fyrr ef hann hefur öðlast rétt til eftirlauna og/eða lífeyris. Líf hins aldraða breytist í sjálfu sér ekkert við það að verða 67 ára. Heilsan breytist ekki á einni nóttu og fjölskyldan og hið fé- lagslega umhverfi tekur ekki stakkaskiptum á þessum tímamótum. Af- staða hins opinbera til hans gjörbreytist hins vegar, hann er settur í aðra hillu hjá Hagstofunni, hjá Tryggingastofnun rikisins, hjá fé- lagsmálastofnunum og víðar. Hann er orðinn löggilt gamalmenni. Við þessi tímamót hættir okkur, sem yngri erum, einnig til að breyta um afstöðu til hins aldraða, sjálfrátt eða ósjálfrátt. Þetta lýsir sér í tilhneigingu til að ráðskast með einstaklingana: Taka ákvarðanir fyrir þá, draga ályktanir án þess að spyrja þá og gera áætlanir án samráðs við þá, þrátt fyrir að hinn aldraði sé við ágæta heilsu bæði líkamlega og andlega. Meiri hluti aldraðra býr ekki við skerta fæmi og ætti því auðveldlega að geta búið í heimahúsum og ráðið ráðum sínum sjálfur. Eðli- lega eykst þó hlutfall þeirra sem þurfa á aðstoð að halda af einhverju tagi með hækkandi aldri. Það er mikilvægt að við alla stefnumótun í málefnum aldraðra séu þeir sjálfir hafðir með í ráðum. Það er vandi að bjóða fólki aðstoð þannig að það geti þegið hana með reisn. A þetta við um aldraða sem og aðra þegna samfé- lagsins. Hjálpina þarf að miða við þarfir einstaklingsins og það getur verið erfitt að binda í lög. Sú stefnumörkun er bundin í lög „að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf en að jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar gerist þörf‘. Við vitum að aldraðir óska almennt eftir því að búa sem lengst í heimahúsum. Ennfremur er vitað að fólk vill eyða ævikvöldinu á sömu slóðum og það bjó lengst af ævinnar, í grennd við afkomendur, ættingja, vini og aðra sem þeim eru nákomnir. Til þess að aldraðir geti búið heima sem lengst er nauðsynlegt að þeim standi til boða bæði félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun svo og heimsending matar. Hlutfall aldraðra íbúa sem dvelja á stofnunum er áber- andi hærra hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. í Svíþjóð eru einungis 5% aldraðra sem dvelja á stofnun- um fyrir aldraða, í Finnlandi er hlutfallið 5,6 en í Dan- mörku og Noregi 6,5%. A íslandi dvelja hins vegar um 12,6% á stofnunum. Hér er um verulegan mun að ræða. Af hverju búa hlutfallslega mun fleiri aldraðir á stofn- unum hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum? Er heilsa okkar svo frábrugðin heilsu nágranna okkar þar að við þurfum að öllu jöfnu frekar á stofnanadvöl að halda meðan þeir geta búið í heimahúsum? Ég held að svarið liggi annars staðar. Sú skýring hefur verið sett fram að íslenskt veðurfar, kuldi og vosbúð, hafi valdið því að einhver hluti elstu kynslóðarinnar sé verr haldinn líkamlega en nágrannaþjóðimar. Nærtækari skýring hlýtur þó að liggja í því að við veit- um hlutfallslega mun færri öldruðum félagslega heima- þjónustu en hinar þjóðimar á Norðurlöndum. Ennfremur njóta að öllu jöfnu mun færri heimahjúkrunar hér á landi en hjá þeim. Og síðast en ekki síst er ekki hægt að úti- loka að á vissum svæðum hafi hátt hlutfall vistrýma dregið úr uppbyggingu félagslegrar og hjúkrunarlegrar heimaþjónustu. Sveitarstjómarskipunin í landinu hefur torveldað uppbyggingu félagslegrar þjónustu. Afleiðing 1 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.