Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Side 43

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Side 43
í P R ÓTTI R O G ÚTIVIST Samtök forstöðumanna sundstaða Föstudaginn 24. mars sl. voru stofnuð í Kópavogi „Samtök for- stöðumanna sundstaða á íslandi". Á stofnfundinn komu um 30 manns frá 24 sundlaugum víðs vegar af landinu. Með auknum kröfum, sem gerðar eru til sundstaða, samfara aukinni tjölbreytni í uppbyggingu og gerð þeirra, eru meiri kröfur gerðar til starfsmanna og stjórnenda sund- staða en áður. Störf starfsmanna sundstaða og stjórnenda þeirra krefjast meiri sérþekkingar og fag- mennsku vegna breyttra aðstæðna og krafna frá almenningi. Þetta á við um öll þau mál er varða rekstur sundlauga, hvort sem um er að ræða öryggismál, tækni og hreinlætismál eða þjónustu við sundgesti. Öryggismál hafa verið mikið rædd á undanfömum misser- um vegna endurskoðunar á reglu- gerð um öryggi á sundstöðum og er forstöðumönnum ofarlega í huga. Forstöðumenn hafa því stofnað með sér samtök, sem munu standa fyrir ýmsum framfaramálum í rekstri sundstaða. Þetta hyggjast samtökin gera með því að auka þekkingu og samstarf félagsmanna. Samtökin munu standa fyrir fræðslufundum, námskeiðum, út- gáfustarfsemi og samskiptum við sambærileg erlend félög. Annars staðar á Norðurlöndum og í Þýskalandi hafa sambærileg sam- tök verið starfandi í mörg ár. For- ráðamenn hinna nýju samtaka hafa átt viðræður við forystumenn nokk- urra þeirra og munu kappkosta að ná sem bestu sambandi við frændur okkar annars staðar á Norður- löndum og þar með að fá að- gang að fræðslu- efni, rannsóknar- niðurstöðum og reynslu þeirra á ýmsum sviðum reksturs sund- lauga. Samtök for- stöðumanna sundstaða á Is- Iandi eru ekki launahagsmuna- félag, heldur ein- göngu félag sem mun einbeita sér að faglegum málefnum er varðar starfsemi sundlauga. Lög hinna nýju samtaka eru Fjórir af fimm stjórnarmönnum í Samtökum forstööumanna sundstaöa á íslandi. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Daníel Pét- ursson, forstööumaöur Suöurbæjarlaugar í Hafnarflröl, Slg- mundur Stefánsson, forstööumaöur Sundhallar Selfossbæjar, Kristján Ögmundsson, forstööumaöur Sundlauganna í Laugar- dal i Reykjavík, og Guömundur Þ. Haröarson, forstööumaöur Sundlaugar Kópavogs og formaöur samtakanna. Á myndina vantar Svein Rúnar Arason, forstööumann Sundlaugar Húsavik- ur. Myndina tók Gunnar G. Vigfússon fyrir Sveitarstjórnarmál. fáanleg hjá nýkjörnum formanni þeirra, Guðmundi Þ. Harðarsyni, Sundlaug Kópavogs. Hann hefur í samtali við Sveitarstjómarmál látið í Ijósi þá von að gott samstarf megi verða milli Samtaka forstöðumanna sundstaða á Islandi og sveitarstjóma í landinu. I stjórn samtakana voru kosnir Guðmundur Þ. Harðarson, Sund- laug Kópavogs, sem er formaður, eins og áður segir, Daníel Péturs- son, Suðurbæjarlaug, Hafnarfirði, gjaldkeri, Sigmundur Stefánsson, Sundhöll Selfoss, ritari, Kristján Ögmundsson, Laugardalslaug, Reykjavík, varaformaður, og Sveinn Rúnar Arason, Sundlaug Húsavíkur, meðstjómandi. FRÁ STJÓRN SAMBANPSINS S Uthlutunarnefndir atvinnuleysisbóta opinberra starfsmanna Stjóm sambandsins hefur tilnefnt Jón G. Kristjánsson, starfsmanna- stjóra Reykjavíkurborgar, sem aðal- mann og Lúðvík Hjalta Jónsson, viðskipafræðing á skrifstofu sam- bandsins, sem varamann hans í út- hlutunarnefndir atvinnuleysisbóta opinberra starfsmanna. Nefndirnar eru þrjár, ein fyrir Bandalag háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, önnur fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og sú þriðja fyrir Kennarasamband Is- lands. Hver nefndanna er skipuð fimm fulltrúum. í þeim sitja þrír fulltrúar frá hlutaðeigandi stéttarfélögum og einn frá fjármálaráðuneytinu auk fulltrúa sambandsins. Fundi nefndanna situr einnig Margrét Tómasdóttir, framkvæmda- stjóri Atvinnuleysistryggingasjóðs 1 69

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.