Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 45

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 45
FÉLAGSMÁL Bærum sveitarfélaginu í Noregi (90 þús. íbúar), segja frá reynslunni af víðtækum skipulagsbreytingum í sam- bandi við að byggja upp þjónustu við fatlaða. Meðal þess sem þar er fjallað um er hvemig hægt er að koma á samvinnu milli mismunandi stjómunaraðila (þversviða) til að tryggja betri árangur og skilvirkni. Frá Danmörku skrifar Gunnar Eggert Jörgensen um þróunarverkefni sem fólst í að koma á fót skipulegri samvinnu milli Árósaamts og átta sveitarfélaga í amtinu varðandi stuðningsaðgerðir fyrir fatlaða sem snertu bæði búsetu og vinnu. Markmiðið var aukin lífsgæði fyrir fatlaða og samvinna á öllum sviðum. Hér hefur einungis verið drepið á örfáar greinar til kynningar. Til frekari fróðleiks skal þess getið að Nor- ræna ráðherranefndin gefur bækumar út og dreifingarað- ili á íslandi er Mál og menning, Laugavegi 18, Reykja- vík. Ennfremur er hægt að panta bækumar beint frá skrif- stofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. ÝMISLEGT Þakkarávarp frá borgarafundi í Súðavík íbúar Súðavíkur komust að raun um það sl. vetur, eftir að hörmungamar höfðu dunið hér yfir, að það er gott að vera íslendingur. Strax eftir að snjóflóðið féll hófst undirbúningur að björgunarstarfmu um allt land. Menn voru rifnir úr störf- um sínum víða um land og kallaðir til starfa hér á Súða- vík. Það voru ákveðnir og yfirvegaðir menn, karlar og konur, á sjó og landi, sem gengu hér að björgunarstörf- um við hin erfiðustu skilyrði. Allt þetta fólk vann þrek- virki hér við björgunarstörfin. Ekki má gleyma hlutverki leitarhunda og mikilvægu starfi þjálfara þeirra. Á sama tíma hófu Rauði kross íslands og Hjálpar- stofnun kirkjunnar skipulagningu og undirbúning hjálp- arstarfs. Framkvæmd þess verður lengi í minnum höfð og er þessum aðilum til mikils sóma. Yfirstjórnandi almannavarna hér á svæðinu, sýslu- maðurinn á ísafirði, almannavamanefnd Isafjarðar, bæj- arstjórinn á ísafirði, bæjarstjóm og starfsmenn Isafjarð- arbæjar komu strax að málum svo eftir verður munað. Sama verður sagt um starfsmenn Fjórðungssjúkrahúss- ins á ísafirði og íbúa bæjarins. Eftir að björgunarstarfinu lauk kom yfirlýsing frá rík- isstjóminni um að yfirvöld myndu styðja Súðvíkinga í uppbyggingu staðarins. Hún ákvað að nefnd ráðuneytis- stjóra skyldi fylgjast með framkvæmd uppbyggingarinn- ar og samræma aðgerðir opinberra aðila til þess að hraða og greiða fyrir uppbyggingunni. Það hafa þeir gert með miklum sóma. Stofnanir ríkisins hafa hraðað afgreiðslu erinda héðan eins og hægt er. Stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt sveitar- félögunum í landinu lagði fram fjármuni til styrktar sveitarsjóði og ómetanlega aðstoð. Forseti íslands hefur sýnt velferð Súðvíkinga áhuga og styrkt þá í trúnni á framtíðina með umhyggju sinni og hlýhug. Fjölmiðlar í landinu og Póstur og sími tóku saman höndum og stóðu fyrir söfnun til stuðnings íbúum Súða- víkur. Það er þessum aðilum til mikils sóma hve mynd- arlega var staðið að undirbúningi og framkvæmd söfn- unarinnar. Söfnunin Samhugur í verki sannar svo um munar að íslendingar standa saman sem einn maður þegar á þarf að halda. Örlæti, velvild og hlýhugur eru eiginleikar sem búa í hverjum manni. I söfnuninni sýndu menn og konur að þeim er ekki sama. Aldrei fyrr hefur safnast eins mik- ið af fjármunum í einni söfnun og þessari. Norrænir frændur okkar létu heldur ekki sitt eftir liggja. Það sannaðist með mjög rausnarlegu framlagi frá vinum okkar í Færeyjum og framlagi Lionsmanna á Norðurlöndum sem söfnuðu miklum fjármunum til upp- byggingarinnar. Síðast en ekki síst ber að nefna óeigingjamt starf þeir- ra einstaklinga sem völdust til þeirra erfiðu trúnaðar- starfa að úthluta söfnunarfé landsmanna. Öllum má vera ljóst að það er ekki einfalt að setja reglur um ráðstöfun á svo miklu fjármagni. Lánið var að til þessara starfa völd- ust einstaklingar með þekkingu og reynslu sem reyndist ómetanleg í störfum þeirra. Framangreind upptalning er ekki tæmandi. Fjölmargir aðilar innanlands og utan buðu fram aðstoð sína. Fyrir það og allt framangreint þakka Súðvíkingar heilum huga um leið og þeir biðja góðan Guð að blessa alla þá er að málum komu og störf þeirra um ókomna tíð. 1 7 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.