Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 46

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 46
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SSV 1994 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi (SSV) var haldinn í félagsheimilinu Klifi í Olafsvík dagana 22.-23. ágúst 1994. Fundinn sátu um 40 fulltrúar auk fjölda gesta. Eyjólfur Torfi Geirsson, fráfar- andi formaður samtakanna, setti fundinn en fundarstjórar voru kosnir Páll Ingólfsson, forseti bæjarstjóm- ar, og Gunnar Már Kristófersson, bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ, en fund- arritarar Jenni Olason, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, og Sigrún Olafsdótt- ir, oddviti Kolbeinsstaðahrepps. Sturla Böðvarsson flutti ávarp fyrir hönd alþingismanna Vestur- landskjördæmis og þá barst fundin- um kveðja ásamt myndarlegri blómakörfu frá Gallerí Hönd með þökk fyrir stuðning við stofnun þess og þróun. Síðan fluttu skýrslur þeir Eyjólfur Torfi Geirsson, Guðjón Ingvi Stef- ánsson framkvæmdastjóri, Olafur Sveinsson atvinnuráðgjafi, Þórir Jónsson, oddviti Reykholtsdals- hrepps og formaður fræðsluráðs, og Ingvar Ingvarsson, fulltrúi Vestur- lands í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillaga aö vegaáætlun til 2006 Davíð Pétursson, formaður sam- göngunefndar SSV, flutti skýrslu nefndarinnar og Birgir Guðmunds- son umdæmisverkfræðingur flutti erindi um vegamál á Vesturlandi. A fundinum var lögð fram tillaga nefndarinnar um forgangsröðun framkvæmda í stofnbrautum og þjóðbrautum til ársins 2006. Eftir miklar umræður var tillagan fyrir tímabilið til 1998 samþykkt en ákveðið að vinna áfram að tillögum fyrir árin 1999-2006. Fundurinn samþykkti að eðlilegt væri að gera ráð fyrir að innansveitarvegir í sam- einuðum sveitarfélögum yrðu greiddir með sérstökum fjárveiting- Björn Arnaldsson, formaöur samtakanna. um af hálfu ríkisvalds svo sem fyrir- heit var gefið um í stefnumörkun ríkisstjómar í tilefni af átaki til sam- einingar sveitarfélaga. Þjónusta Ríkisútvarps Heimir Steinsson útvarpsstjóri og Eyjólfur Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri tæknisviðs RÚV, fluttu erindi á fundinum um þjón- ustu Ríkisútvarpsins á Vesturlandi og svöruðu síðan mörgum fyrir- spurnum um málið. Gagnrýni heimamanna beindist aðallega að slælegri fréttaþjónustu og lélegum hlustunar- og sjónvarpsskilyrðum víða í kjördæminu. Eftirfarandi ályktun var samþykkt um málið: Aðalfundur SSV, haldinn 22.-23. ágúst 1994 í Snœfellsbœ, telur að efla þwfi stórlega þjónustu Ríkisút- varps á Vesturlandi, þannig að Vestlendingar sitji þar við sama borð og aðrir landsmenn. Þá leggur fundurinn ríka áherslu á að svœðisútvarp á Vesturlandi verði að vendeika og beinir því til stjórnar SSV að beita sér fyrir því, sbr. ályktanir aðalfunda 1989,1990 og 1991. Þá lýsir fundurinn stuðningi við þá hugmynd útvarpsstjóra að ráð- inn verði strax frétta- og dagskrár- gerðarmaður fyrir Vesturland þar til svœðisútvarp Vesturlands tekur tii staifa. Atvinnumál Atvinnumál í kjördæminu vom ít- arlega rædd og í ályktun fundarins er m.a. eftirfarandi: Aðalfundur SSV1994 ítrekarfyrri ályktanir sínar um atvinnumál. Fundurinn bendir ennfremur á að kvótasamdráttur á norðanverðu Snœfellsnesi er meiri en á Vestfjörð- um; atvinnuleysi á Akranesi er hvað mest á landinu og framleiðsluréttur í landbúnaði hefur dregist meira saman á Vesturlandi en landsmeð- altal. Allt kallar þetta á sértœkar aðgerðir í atvinnumálum. Atvinnumálanefnd bendir á að Hvalfjarðargöng verða líklega að veruleika. Biýn nauðsyn er á að út- tekt verði gerð á áhrifum Hvalfjarð- arganga á atvinnulíf og byggðar- þróun í landshlutanum. Aðalfundur SSV 1994 mótmœlir harðlega því ák\}œði nýsettra lyfja- laga sem sviptir dýralœkna leyfi til sölu á dýralyfjum. Fundurinn skor- ar á þingmenn Vesturlandskjör- dœmis að beita sérfyrir því að þetta ákvœði verði fellt niður. Sveitarstjórnir kjörnar í apríl Fundurinn gerði margar aðrar samþykktir, m.a. um flutning gmnn- skóla frá ríki til sveitarfélaga, um vinnu við tillögugerð um framtíðar- rekstur fræðsluskrifstofu, um skipan starfshóps til að leita lausnar á fyrir-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.