Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 50

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 50
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM Fertugasta þing Fjórðungssambands Vestfirðinga 1995: Málefni grunnskólans og atvinnumál - aðalmál þingsins Fertugasta fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið í Stjómsýsluhúsinu á ísafirði 31. mars og 1. apríl sl. For- maður sambandsins, Pétur H. R. Sigurðsson, setti þing- ið. Hóf hann mál sitt á því að minnast náttúruhamfar- anna í Súðavík og á Grund í Reykhólasveit í janúar sl. Risu þingfulltrúar og gestir úr sætum til að minnast þeir- ra sem létust í hamförunum. Þingforseti var kosinn Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Isafirði, og Steindór Ögmundsson, hreppsnefnd- arfulltrúi á Tálknafirði, til vara. Unnur Sigfúsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Þingeyrarhreppi, og Magnús Bjömsson, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð, vom kosin ritar- ar þingsins. Rétt til þingsetu áttu 32 fulltrúar sveitarfélaga en sveitarfélögin í Vestfjarðakjördæmi eru 17 frá sl. ára- mótum. Þinghald var með hefðbundnu sniði. Formaður flutti skýrslu stjómar og Jóhann T. Bjamason framkvæmda- stjóri flutti einnig skýrslu, lagði fram ársreikninga og fjárhagsáætlun sambandsins. Avörp fluttu Bjöm Hafþór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi, og Einar Kristinn Guð- finnsson alþingismaður. Skeyti og kveðjur bárust frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, stjóm Eyþings, Sam- bandi sveitarfélaga á Suðumesjum, Stefáni Magnússyni, oddvita Reykhólahrepps, og Ríkharði Mássyni sýslu- manni. A fjórðungsþingum eru ætíð kosnar þrjár fastanefndir, allsherjamefnd, fjórðungsmálanefnd og fjármálanefnd. Að þessu sinni var ekki kosið í fleiri nefndir. Er málum vísað til umræðu og afgreiðslu í þingnefndum að lokinni fyrri umræðu á þinginu sjálfu. Að lokinni umræðu í nefndum eru þingmál tekin til síðari umræðu og af- greiðslu. Tvö aðalmál voru tekin fyrir með sérstökum framsögum, en þau voru flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna haustið 1996 og atvinnumál í fjórð- ungnum. Flutningur grunnskólans Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjómar ísafjarð- ar, og Stefán Gíslason, sveitarstjóri í Hólmavíkurhreppi, fluttu framsöguerindi um fyrra aðalmál þingsins, „Gmnnskólaskipan í umdæminu eftir yfirtöku sveitarfé- laganna. Þörfin fyrir fræðsluskrifstofu/skólaskrifstofu“. Að loknum framsöguerindum var almenn umræða um málið og var augljóst að sveitarstjórnarmenn leggja mikla áherslu á þetta mál. Var málinu vísað til nefndar til afgreiðslu. Atvinnumál Agúst Gíslason, húsasmíðameistari á Isafirði, flutti framsöguerindi, um efnið „ Æskileg þróun í atvinnumál- um í umdæminu". Kvaddi hann sér einnig til aðstoðar og frekari framsögu um málið Eirík Valsson markaðsráð- gjafa sem flutti yfirlit um málefni iðnaðarins. Um þenn- an lið urðu eins og um grunnskólamálin talsverðar um- ræður áður en málinu var vísað til nefndar. Nátengt at- vinnumálaumræðunni voru einnig fluttar stuttar skýrslur. Þær fluttu Anna Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafull- trúi, sem ræddi um verkefni Ferðamálasamtaka Vest- fjarða, og Elsa Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri „Átaks- verkefnis í atvinnumálum kvenna", sem gengið hefur undir heitinu „Snerpa“. Önnur mál Að lokinni framsögu um aðalmál þings hverju sinni eru ýmis mál lögð fram af stjóm, aðildarsveitarfélögum og/eða einstökum þingfulltrúum. Að lokinni framlagn- ingu fer fram fyrri umræða áður en málum er vísað til þingnefnda til afgreiðslu fyrir síðari umræðu þingsins og endanlegrar afgreiðslu. Fjöldi mála var lagður fram að þessu sinni og það jafnvel þótt aðeins hafi verið liðnir röskir sjö mánuðir frá síðasta þingi sambandsins. Að lokinni meðferð þingnefnda voru þingmál tekin til umræðu og afgreiðslu síðari þingdaginn, 1. apríl. Þau mál voru m.a. Vestfjarðagöng, veiði smáhvala, ferða- þjónusta, Djúpvegur, símakostnaður, síma- og útvarps- nrál á Vestfjarðamiðum, gerð Sveinseyrarflugvallar, framleiðsla sauðfjárafurða, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og væntanleg rannsóknarstöð snjóflóða. Þingið sam- þykkti ennfremur að kosið yrði í fimm manna milli- 1 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.