Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 60
UMHVERFISMÁL Mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda Þóroddur F Þóroddsson, sérfrœðingur í mati á umhverfis- áhrifum, Skipulagi ríkisins Athygli er vakin á því að sam- kvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 63/1993, er skylt að meta umhverfisáhrif tiltekinna framkvæmda. Nú eru að koma út hjá Skipulagi ríkisins leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum og hvemig að því skuli standa og fást þær á skrifstofu Skipulagsins. Matsskyldar framkvæmdir þarf að tilkynna til embættis skipulags- stjóra ríkisins til athugunar ásamt matsskýrslu og óska úrskurðar skipulagsstjóra áður en fram- kvæmdaleyfi er veitt. í matsskýrslu er gefið yfirlit yfir framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar metin. Að undanförnu hafa margar fram- kvæmdir verið tilkynntar til embætt- is skipulagsstjóra en jafnframt er kunnugt um ýmsar framkvæmdir þar sem mat á umhverfisáhrifum er í vinnslu. A það bæði við um fram- kvæmdir sem ljúka á á þessu ári en einnig 1996 eða síðar. Þegar unnið er mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdar er í mörgum tilfellum nauðsynlegt að nota sum- arið til þess að afla gagna, svo sem um námur, náttúrufar, fomleifar og fleira. Því er mikilvægt að huga að mati í tíma. Þess skal og gætt að framkvæmdaraðilar kunna að þurfa á aðstoð ýmissa sérfræðinga að halda við undirbúning matsins, svo sem við framangreinda upplýsinga- söfnun. Hvatt er til þess að farið sé tímanlega af stað því ýmsar kannan- ir eru árstíðabundnar og krefjast vinnu sérfræðinga sem framkvæmd- araðilinn verður að tryggja sér í tíma. Eftirfarandi framkvæmdir eru ávallt matsskyldar samkvæmt 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum: 1. Vatnsorkuvirkjanir með uppsett afl 10 MW eða meira eða vatns- miðlanir þar sem meira en 3 km2 lands fara undir vatn vegna stíflu- mannvirkja og/eða breytinga á ár- farvegi. 2. Jarðvarmavirkjanir með varma- afl 25 MW eða meira að hráorku eða 10 MW uppsett afl eða meira og önnur varmaorkuver með 10 MW uppsett afl eða meira. 3. Lagning háspennulínu með 33 kV spennu eða hærri. 4. Éfnistökustaðir (malarnám) á landi 50.000 m2 eða stærri að flatar- máli eða þar sem fyrirhuguð efn- istaka er meiri en 150.000 m3. 5. Þjónustumiðstöðvar fyrir ferða- menn utan byggða. 6. Förgunarstöðvar fyrir eitraðan og hættulegan úrgang og almennar sorpeyðingarstöðvar þar sem skipu- leg förgun eða urðun á sorpi og úr- gangi fer fram. 7. Verksmiðjur þar sem fram fer frum- eða endurbræðsla á steypu- jámi, stáli og áli. 8. Efnaverksmiðjur. 9. Lagning nýrra vega, jámbrauta og flugvalla. 10. Hafnir sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um. Þá getur umhverfisráðherra ákveðið að tiltekin framkvæmd eða framkvæmdir, sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á um- hverfi, náttúruauðlindir og samfé- lag, en ekki er getið hér að framan, verði háðar mati samkvæmt lögun- um. Aður en slík ákvörðun er tekin skal ráðherra leita álits skipulags- stjóra og umsagnar framkvæmdar- aðila, leyfisveitanda og hlutaðeig- andi sveitarstjóma. Hver sem er get- ur vísað fyrirhugaðri framkvæmd til umhverfisráðherra og óskað úr- skurðar hans. Embætti skipulagsstjóra veitir all- ar nánari upplýsingar um mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda og hvetur til að þjónusta þess sé nýtt. UMFERÐARMÁL Fræðslufundir fyrir skólabílstjóra Umferðarráð hefur tekið höndum saman við Samband sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra (SSNV) og EYÞING Samband sveitarfélaga í Norðurlandskjör- dæmi eystra um fræðslufundi fyrir skólabflstjóra. Fundimir em haldnir í samstarfi við fræðsluskrifstofur kjördæmanna. Hinn fyrri verður haldinn á Hótel Blönduósi laugar- daginn 26. ágúst og hinn síðari í Stórutjarnaskóla laugardaginn 2. september. A báðum fræðslufundunum verða flutt erindi meðal annars um skóla- akstur, reglur um hann og um sam- skipti skólastjóra og skólabflstjóra, um hlutverk og ábyrgð skólabíl- stjórans, um upphaf skólaaksturs að hausti, um viðhorf skólabílstjóra, viðhorf og skoðanir foreldra, um búnað, viðhald og tryggingar bif- reiða, ökuréttindi og skyldur skóla- bflstjóra. Loks verður kynnt skyndi- hjálp og viðbrögð við slysum. Þátttökugjald er 3.000 krónur. Þátttöku skal tilkynna skrifstofu SSNV í síma 451 2830 og EY- ÞINGS í síma 461 2733. 1 86

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.