Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 61

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 61
LAUNAMAL Kjarasamningar Launanefndar sveitarfélaga Lúðvík Hjalti Jónsson, viðskiptafrœðingur á skrifstoju Sambands isl. sveitarfélaga Stjóm Launanefndar sveitarfélaga hefur átt í kjara- samningsviðræðum við viðsemjendur sína frá síðustu áramótum. I apríl síðastliðnum var undirritaður fyrsti samningur launanefndar í þeirri samningalotu sem stað- ið hefur yfir á þessu ári og var sá samningur gerður við Verkamannasambandið vegna starfsfólks skólamötu- neyta. Síðan hafa samningar verið gerðir einn af öðmm og hefur launanefnd nú lokið gerð flestra þeirra samn- inga sem nefndin gerir. Helstu samningar sem launanefnd hefur lokið við að sveitarfélaganna í stærri einingum en áður hefur tíðkast og er gert ráð fyrir að endurskoðun starfsmatsins verði lokið í október nk. Þrjú bæjarstarfsmannafélög eru utan SAMFLOTS bæjarstarfsmannafélaganna og verður því launanefnd að semja sérstaklega við þau félög en þau em Starfsmanna- félag Keflavíkur, Starfsmannafélag Suðumesjabyggða og Starfsmannafélag Garðabæjar. Lokið er samnings- gerð við þessi félög og eru þeir samningar hliðstæðir samningnum við SAMFLOTIÐ. Frá lokafundi fyrir undirskrift kjarasamningsins viö starfs- mannafélög sveitarfélaganna 13. maí á Háaleitisbraut 11 í Reykjavfk. gera eru eftirfarandi: Kjarasamningur við SAMFLOT bæjarstarfsmannafé- laga var undirritaður 13. maí sl. Undir samninginn rita 20 bæjarstarfsmannafélög og lætur nærri að samningur- inn gildi fyrir um 2.000 starfsmenn. Samningurinn er á svipuðu róli og aðrir kjarasamningar sem gerðir hafa verið í þjóðfélaginu á síðustu mánuðum. En meðal ann- ars var samið um að fækka verulega starfsmatsnefndum sveitarfélaganna og endurskoða starfsmat, sem stjóm launanefndar telur að eigi eftir að leiða til enn frekari samræmingar launakjara bæjarstarfsmanna en þegar er orðin. Á næstu mánuðum verður unnið að starfsmati Elín Björg Jónsdóttir, starfsmaöur á skrifstofu Ölfushrepps og formaöur SAMFLOTS bæjarstarfsmannafélaga og Félags opin- berra starfsmanna á Suöurlandi (FOSS), talar máli starfsmanna- félaganna á lokafundinum fyrir undirritun kjarasamningsins 13. maí sl. Aörir á myndinni eru, taliö frá vinstri, Ingvar Kristinsson, formaöur Starfsmannafélags Dalvíkur, Guöbjörn Arngrimsson, formaöur Starfsmannafélags Ólafsfjaröar (STÓL), viö hliö Elín- ar, Ólafur Pór Ólafsson, formaöur Starfsmannafélags Siglufjarö- ar (fjær) og lengst til hægri sést hluti af andliti Jóns Júlíusson- ar, formanns Starfsmannafélags Kópavogsbæjar. 1 87

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.