Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Side 66

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Side 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA Björg Ágústsdóttir sveit- arstjóri í Grundarfirði Björg Ágústs- ingur hefur verið ráðin sveitar- stjóri í Eyrarsveit (Grundarfirði) ur hún við starf- inu af Magnúsi Stefánssyni sem kosinn var á þing hinn 8. apríl sl. Björg er fædd 24. mars 1968 í Grundarfirði. Foreldrar hennar eru Dagbjört Guðmundsdóttir og Ágúst Sigurjónsson sem er látinn. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1988 0« embættisprófi í lögum frá Háskóla Islands 1994. Hún starfaði hjá Húsnæðisstofnun ríkisins 1988-1989 en hefur verið fulltrúi sýslumannsins í Stykkis- hólmi frá því í mars 1994. Björg átti sæti í stjóm Orators, fé- lags laganema 1992-1993 og var ritstjóri Ulfljóts, tímarits laganema, árið 1993. Sambýlismaður hennar er Her- mann Gíslason, bifreiðasmiður og sjómaður. H-Laun TÖLVUIiliÐLUn Heildarlausn sem einfaldar Launabókhald Og það máttu bóka! Tölvumiðlun hf, | Grensásvegi 8, t Simi: 568 8882 % Nýtt embætti félags- málastjóra á Húsavík Soffía Gísla- dóttir hefur verið ráðin félagsmála- stjóri Húsavíkur frá 1. maí sl., en þar hefur ekki verið félagsmála- stjóri áður. Soffía er fædd 7. desember 1965, dóttir hjónanna Katrínar Eymunds- dóttur, bæjarfulltrúa á Húsavík, og Gísla G. Auðunssonar læknis. Soff- ía ólst upp á Húsavík en haustið 1981 lagði hún land undir fót til þess að nema við Verzlunarskóla Is- lands. Soffía útskrifaðist sem stúd- ent frá VÍ árið 1986. Á árunurn 1986 til 1991 vann Soffía við starfsmannastjórnun og verðbréfaráðgjöf hjá Kaupþingi hf. Um áramót 1991 hóf Soffía nám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Islands þaðan sem hún út- skrifaðist sem uppeldisfræðingur 1994. Hluta af námi sínu í uppeldis- og menntunarfræði stundaði Soffía við Universitá degli studi di Firenze á Italíu sem styrkþegi á vegum ERASMUS. Hún var í námi í kennslufræði til kennsluréttinda við HI þegar hún var ráðin til starfa á Húsavík. Soffía er þriggja bama móðir, en böm hennar em Iris, 8 ára, Gísli, 6 ára og Sigrún Ösp, 5 mánaða. Eig- inmaður Soffíu er Aðalgeir Sigurðs- son stjómmálafræðingur. Ingvar Yiktorsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði Ingvar Viktorsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur verið ráðinn bæj- arstjóri þar frá 4. júlí. Ingvar var kynntur í 3. tbl. Sveit- arstjómarmála 1993. 1 92

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.