Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Side 73

Frjáls verslun - 01.08.2007, Side 73
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 73 Umhverfi trúnaðar Virðing fyrir sjálfum sér og öðrum er kjölfesta í umhverfi trúnaðar. Ef starfsmanninum er treyst er hann líklegur til að gera sitt besta. Umhverfi trúnaðar byggir á aðgát, trausti og virðingu fyrir einstak- lingnum. Og það má gera að gamni sínu. Starfsmennirnir leggja sig alla fram og þeir vaxa í starfi og þroskast. Þekking og sköpunargáfa hvers og eins nýtist til fulls enda reynir á alla hæfileika og reynslu starfsmannsins. Fimm ranghugmyndir um árangursríka stjórnun: • Þétt dagskrá – þú ert talinn atkvæðamikill. • Þátttaka á mörgum fundum – þú verður markviss. • Lítill eða enginn tími fyrir starfsfólkið – skapar virðingu. • Flökt milli staða og viðhorfa – skapar frið og sjálfsvitund. • Fyrirmæli um hvað á að gera og hvernig – eykur sjálfstæði starfsfólksins. Fimm svið þar sem stjórnandinn getur bætt sig og náð stöðugleika í sinni: • Stuðlaðu að því að hver einstaklingur geti lifað hamingjusömu lífi. • Spurðu sjálfan þig tíu sinnum á dag hvernig þér líði. Staldraðu við og hlustaðu eftir svarinu. • Gefðu viðmælanda þínum alla athygli þína oftar en einu sinni á dag. • Einbeittu þér að einu verki í senn og veittu því athygli þegar þú sinnir fleiri verkum samtímis. • Hrósaðu. Eitt áhrifamesta tækið til umskipta Ég nýt þeirra forréttinda að vinna með og þjálfa tilfinningagreind stjórnenda. Ég vinn við markþjálfun sem einkaþjálfari fyrir forstjóra; markþjálfi stjórnenda og þjálfari annarra markþjálfa. Stjórnendurnir ná stöðugleika í stjórn sinni og þeir sprengja af sér rammann, sem þeir höfðu sett um eigin sjálfsvitund. Markþjálfun er áhrifamesta tækið sem ég þekki til vitundarvakningar og til að byggja upp sjálfs- traust og virðingu. Rauði þráðurinn í þessu ferli, og undirstaða mark- þjálfunar, er að opna augu einstaklingsins fyrir því hver hann eða hún er og halda svo áfram frá þeim stað. Rannsóknir hafa einnig sýnt að stjórnendur, sem verja hluta af starfsdegi sínum við markþjálfun, finna síður fyrir streitu og vanlíðan vegna þess að þeir leggja áherslu á nærveru og alúð við þjálfunina. Hvers ber að gæta við val á markþjálfa? Sá sem velur sér markþjálfa þarf að vita hvaða menntun og reynslu hann hefur. Markþjálfar geta lært fag sitt hér á Íslandi eða erlendis. Á hvað hefur markþjálfinn lagt áherslu í námi sínu? Einnig skiptir máli hvaða starfsreynslu markþjálfinn hefur. Ég hef unnið við mark- þjálfun í 1200 klukkustundir og ég var fyrsti markþjálfinn á Íslandi sem fékk alþjóðlega viðurkenningu sem löggiltur markþjálfi, ACC (Associated Certified Coach) hjá Alþjóðasamtökum markþjálfa.(The International Coachfederation). Ég er núna að sækja um vottun PCC (Professional Certified Coach). Samtökin eru fjölmennustu sjálf- stæðu samtök markþjálfa í heiminum. Félagar eru um 13.000 um heim allan í meira en 80 löndum. Innan samtakanna er kröfum til þessarar ungu starfsgreinar haldið á lofti. Þau veita starfsviðurkenn- ingar á þremur stigum: ACC Associated Certified Coach, 60 stunda sérhæfð þjálfun, 100 stunda starfsreynsla við markþjálfun. PCC, Professional Certified Coach, 125 stund sérhæfð þjálfun, 750 stunda starfsreynsla við markþjálfun. MCC, Master Certified Coach, 200 stunda sérhæfð þjálfun, 2500 starfsreynsla við markþjálfun. Gildi markþjálfunar Það er mjög gefandi að taka þátt í markþjálfun. Trúnaðartraust er grundvallaratriði og það verður að skapast strax á fyrsta fundi og vera fyrir hendi allt þjálfunartímabilið. Algengt er að markþjálfunin standi í 3-12 mánuði með vikulegum samtölum, annaðhvort augliti til aug- litis eða í síma í 30-60 mínútur. Markþjálfinn hefur hlotið æfingu í að stýra ferlinu og að leyfa þátttakandanum um leið að þroskast og skapa. Þátttakandinn leggur til það sem hann er sérfræðingur í – það er eigið líf. Viðskiptavinurinn velur viðfangsefnið hverju sinni og samtölunum lýkur á tillögum um markmið milli samtala. Markmið eru sett og þeim náð eða þau nást ekki. Leitast er við að byggja upp heilsteypta persónu sem á sér markmið og hugsjónir um eigið líf. Ég upplifi daglega hve gefandi þetta er. Í markþjálfun eru hindranir skil- greindar og fjarlægðar til að stytta og auðvelda leiðina að settu marki. Við þjálfunina verður viðskiptavinurinn að gera upp við sig hvað skiptir í raun og veru máli og til hvers hann ætlast. Þetta laðar fram heitar tilfinningar og sköpunarkraft. Ég nýt þess að vinna með fólki þar sem tilfinningarnar verða heitari með hverjum fundi. Dæmi um ummæli einstaklinga í markþjálfun: • Ég er nú búinn að ná þeim markmiðum sem ég setti fyrir næstu tíu árin (það var eftir 6 mánaða markþjálfun). • Þegar ég veit hver ég er, verður allt léttara. • Núna veit ég hvað ég vil. • Ég verð að setja mér ný markmið. • Mjög gagnlegt. Fimm spurningar fyrir þann sem íhugar að sækja markþjálfun: • Ef hægt væri að stytta sér leið að markinu, myndir þú þá nota þér hana? • Ef hægt væri að auka tilfinningagreindina á skjótan og markvissan hátt, myndir þú þora að reyna það? • Hvað á ég við með árangri? • Hvernig næ ég árangri? • Langar mig að kynnast fleiri hliðum á sjálfum mér? Höfundurinn, Matilda Gregersdotter, varð fyrst á Íslandi til að fá ACC-við- urkenningu (Associated Certified Coach) frá Alþjóðasamtökum markþjálfa. Hún þjálfar stjórnendur til forystu í framtíðinni. Um markþjálfun á Íslandi: www.leidtogi.is Alþjóðasamtök markþjálfa, ICF: www.coachfederation.org TEXTI: MATILDA GREGERSDOTTER MYND: PÁLL KJARTANSSON M A R K Þ J Á L F U N
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.