Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2007, Page 76

Frjáls verslun - 01.08.2007, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 7 Nanus er einna þekktastur fyrir uppstillinguna á 7 mikilvægustu hæfileikunum sem forystumenn þurfa að henda reiður á. Þeir eru í fyrsta lagi „farsightedness“: Forystumaðurinn hefur yfirsýn og hann einblínir á sjóndeildarhringinn um leið og starfsemin er leidd áfram í smærri skrefum. Í öðru lagi „mastery of change“: Forystumaðurinn er í hlutverki hljómsveitarstjórans og ræður ferðinni, hraðanum og taktinum í þróun fyrirtækisins svo það sé í sem bestri samstillingu við breytingar í umhverfinu. Í þriðja lagi „organization design“: Fyrir- tækið er til vitnis um forystumanninn sem byggði það upp. Fyrir- tækið verður að vera fært um að ná árangri og skila ætlunarverkinu. Í fjórða lagi „anticipatory learning“: Forystumaðurinn lærir svo lengi sem hann lifir og hann ýtir undir lærdóm í fyrirtækinu. Í fimmta lagi „initiative“: Forystumaðurinn er frumkvöðull og athafnamaður sem lætur hlutina gerast. Í sjötta lagi „mastery of interdependence“: Forystumaðurinn miðlar til annarra í fyrirtækinu og hvetur sam- starfsmenn til að gefa af sér, treysta hver öðrum og vinna saman. Loks í sjöunda lagi „high standards of integrity“: Forystumaðurinn er sanngjarn, heiðarlegur, áreiðanlegur, umhyggjusamur, opinn, trúr og staðfastur í athöfnum sínum. Hann vinnur í takti við grunngildi bæði fyrirtækisins og samfélagsins. Í verkum Burts Nanus er lögð áhersla á framtíðarsýn fyrirtækja og mikilvægi framtíðarsýnar þegar kemur að því að hvetja starfsfólk áfram og beina kröftum þess rétta leið. Það má bæði finna hjá honum skilgreiningu á framtíðarsýn og hvernig megi standa að því að móta og endurmóta framtíðarsýnina. Hann stillir þessu upp sem ferli í fjórum skrefum, þar sem tekið er á átta grundvallaratriðum og leitað svara við a.m.k. 36 spurningum. Upplýsingar um verk Burts Nanus má finna á vefsíðunni http:// www.amazon.com og upplýsingar um stöðu hans í Háskólanum í Suður-Kaliforníu eru á síðunni: http://www.usc.edu/cgi-bin/ipc/ uscweb/directory-2.pl?STAF+4632 Laurence J. Peter Nafn Laurence J. Peters (1919-1990) er minna þekkt en margra annarra sem fjallað hefur verið um í þessum greinaflokki um kenningakónga. Það er bæði vegna þess að mjög langt er um liðið síðan bók hans var efst á metsölu- lista og það er inntakið í verkinu sem er heimsþekkt en ekki maðurinn. Laurence J. Peter skrifaði ásamt Raymond Hull bókina „The Pet- ers Principle: Why things always go wrong“ (1969). Í stuttu máli er „Pét- ursprinsippið“ þannig að einstaklingar hljóta starfsframa þangað til þeir eru komnir í starf sem þeir ráða ekki við. Í upphafi bókarinnar er greint frá því að höfundurinn hafi að loknu framhaldsnámi tekið eftir því að mjög víða í fyrirtækjum og stofnunum samfélagsins hafi athygli og áherslur stjórnenda verið bundnar við þætti sem ekki hafi með tilgang og megin- verkefni þessara fyrirtækja og stofnana að gera. Að áhersl- urnar hafi sannanlega verið takmarkandi á starfið og niðurdrepandi fyrir viðskipta- vininn. L.J. Peter fór að velta þessu fyrir sér, hann sá þetta sem almennt vandamál og setti fram tilgátuna um það að kjarna vandans væri að finna í mönnun starfanna í viðkomandi fyrirtækjum og stofnunum. Hann skrifar: „Occupat- ional incompetence is everywhere. Have you noticed it? Probably we all have noticed it“ (1969:20). Þetta varð til þess að L.J. Peter hóf að rannsaka það sem nefnt er „hierarchiology“, þ.e. stigveldi starfa og hlutverka í fyrirtækjum og stofnunum. Athygli L.J. Peters var einkum bundin við þróun fólks og frama þess í starfi, þ.e. upp framastigann í fyrirtækinu. Hann safnaði hundruðum dæma og gat sýnt fram á að það væri víða sterk tilhneiging til þess að ráða góðan starfsmann sem stjórnanda. Þetta væri gert án þess að gengið væri úr skugga um það að viðkomandi hefði getu til stjórnunarstarfsins. Með öðrum orðum: Reynslan sem var lögð til grundvallar við ákvörðun um starfsframa einstaklingsins var jafnan bundin við mat á getu hans til að sinna því starfi sem hann var þá stundina að sinna, jafnvel þótt hið nýja starf kallaði á allt ann- ars konar færni og þekkingu. Stíllinn í bókinni um „Pétursprinsippið“ er léttur og grípandi. Sagt er að hann og innihaldið minni um margt á teiknimyndaseríuna Dil- bert sem oft hittir naglann á höfuðið um birtingarmyndir veruleikans í starfi fyrirtækja og stofnana, m.a. með „Dilberts prinsippinu“. Upplýsingar um helstu verk L.J. Peters er að finna á www.amazon. com og einnig er fjallað um „Pétursprinsippið“ í grein Edvards P. Lazear sem finna má á http://www.nber.org/papers/w8094. C. Northcote Parkinson Cyril Northcote Parkinson (1909-1993) er maðurinn á bak við „Parkinsonslög- málið“ svokallaða. Hann var sagnfræð- ingur að mennt og starfaði lengi sem háskólakennari og fræðimaður. Hann sinnti kennslu og fræðistörfum í Eng- landi, Malasíu og Bandaríkjunum. Um það bil fimm árum eftir að metsölubók hans „Parkinson’s Law: or the pursuit of progress“ (1955) kom út ákvað hann að helga sig alfarið ritstörfum og skáldskap. Ritverk hans eru yfir 50 talsins. S T J Ó R N U N C. Northcote Parkinson. Laurence J. Peter. Hann safnaði hundruðum dæma og gat sýnt fram á að það væri víða sterk tilhneiging til þess að ráða góðan starfsmann sem stjórnanda. Þetta væri gert án þess að gengið væri úr skugga um það að viðkomandi hefði getu til stjórnunarstarfsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.