Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 16
FORSÍÐUGREIN 16 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 Eyðslan éti ekki hagnaðinn „Ég hef verið svo lánsamur í lífinu að hafa notið þess að eiga góða vini sem hafa lagt mér lífsreglur sem hafa komið sér vel. Það yrði allt of langt að rekja það allt hér en ég skal nefna tvö dæmi. Eitt heil- ræði sem ég hef ætíð farið eftir er frá vini mínum Björgvini heitnum Vilmundarsyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans, sem sagði eitt sinn þegar fyrirtækið var í tímabundnum rekstrarvanda og hann hafði greitt götu mína: „Jón minn, passaðu þig alltaf á að fara ekki fram af bjargbrún- inni.“ Ég hef gætt þess síðan. Eitt sinn spurði ég Þorvald á Hótel Holti, sem líka er látinn, hvernig hægt væri að reka veitingahús með hagnaði. Hann svaraði: „Að vera ætíð hálfur ofan í ruslatunnunni.“ Mér þótti svarið vont og hváði. Þorvaldur sagði: „Þú verður að passa nýtinguna á hráefninu, annars fer hagnaðurinn á haugana.“ Ég hef ætíð gætt þess að óþarfa eyðsla éti ekki hagnaðinn.“ Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Kynningar og markaðs. „Passaðu þig alltaf á að fara ekki fram af bjargbrúninni.“ Komdu hreint fram „Ég man ekki eftir því að hafa fengið nein ráð frá öðrum í mínum rekstri, önnur en þau að vera heiðarleg og koma hreint fram í öllum samskiptum. Slíkt er gott ráð fyrir alla og það hef ég ein- dregið lagt mig fram um í mínu starfi sem kaupkona í 35 ár. Áhugi og vinnusemi, ásamt þekkingu á starfinu, skiptir öllu máli til þess að ná árangri í viðskiptum. Ég er svo lánsöm að hlakka nánast alltaf til þess að fara í vinnuna á morgnana og að sjálf- sögðu hlýtur slíkt að skila sér á móti til viðskiptavinanna. Ef þú brosir framan í veröldina færðu bros á móti. Það skiptir líka máli að mæta til vinnu og sýna ákveðna ögun, skilja vandamálin eftir heima og bera ekki allar byrðar heimsins á bakinu. Í starfinu hér í versluninni kemur margt upp í dagsins önn sem þarf að taka á og þá hefur maður á langri reynslu að byggja - sem einhvers staðar segir að sé á stundum dýrmætasti skólinn.“ Erla Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Tékk-kristals. „Áhugi og vinnusemi, ásamt þekkingu á starfinu, skiptir öllu máli.“ JÓN HÁKON MAGNÚSSON ERLA VILHJÁLMSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.