Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 51 Sæmundur E. Þorsteinsson hjá rannsóknardeild Símans: Maki telur lífsgæði sín skerðast Maki einstaklings, sem sinnir vinnu sinni að einhverju leyti heima hjá sér í fjarvinnu, telur lífsgæði sín skerðast af þeim sökum. Starfsánægja þess sem stundar vinnu sína heima vex aftur á móti í samræmi við þann sveigjanleika sem hann skynjar af hálfu vinnu- veitanda. Þetta kemur meðal annars fram í viðamikilli könnun sem fjar- skiptafyrirtæki í fimm Evrópulöndum, þar á meðal Síminn, gerðu fyrir fimm árum. Tekin voru viðtöl við fjarvinnufólk, á Íslandi, í Noregi, Bretlandi, Portúgal og Ítalíu. Könnuð voru lífsgæði þess fólks og fjölskyldna þeirra, afstaða fyrirtækjanna og ýmsir félags- og umhverfislegir þættir. Rétt eins og ánægja í starfi eykst ef starfsmaður hefur ákveðið frelsi, minnkar öll streita með auknu frelsi. Sama gildir um fram- leiðni, hún eykst með þeirri einbeitingu sem næst í ró og næði heima. Vissar niðurstöður þessarar könnunar segja að sá sem sinnir starfi sínu heima skynji betri tengsl við sína nánustu en áður var, en maki telur fjarvinnuna aftur á móti skerða lífsgæði sín. Þó að starfs- maður telji sig í betri tengslum við vinnufélaga og stjórnendur með meiri sveigjanleika, eru yfirmenn ekki sömu skoðunar. Þeir skynja minni nálægð og jafnvel að afköstin séu ekki hin sömu og ef vinn- unni væri sinnt með gamla laginu. Í niðurstöðum könnunarinnar segir að hin sterku neikvæðu áhrif fjarvinnu á lífsgæði makans séu athyglisverð – og eigi sér vísast nokkrar skýringar. „Hugsanlegt er að makinn telji aðstæður fjarvinnumannsins ákjósanlegar og heimfæri þar upp á sjálfan sig. Þar sem hann nýtur ekki svo góðra aðstæðna telur hann lífsgæði sín verri en ella,“ segir í þessari könnun sem þau Sæmundur E. Þorsteinsson og Sigrún Gunnarsdóttir hjá rannsóknardeild Símans unnu í samstarfi við Gallup og fjögur evrópsk fjarskiptafyrirtæki. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, starfsmannastjóri Eimskips . Reynt að mæta aðstæðum Að vafra um á Netinu er lúmskur tímaþjófur, hvað þá þegar fólk er með spjallrásir eins og MSN. Á mörgum vinnustöðum er notkun þeirra bönnuð, ellegar til þess mælst að fólk noti þær ekki í einka- erindum. „MSN er ekki hluti af skrifstofukerfi okkar, en æ háværari krafa er um að það sé sett upp svo starfsmenn geti átt betri sam- skipti milli deilda og við viðskiptavini. Við erum að skoða sam- bærilegar lausnir og MSN fyrir slík samskipti,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, starfsmannastjóri Eimskips. Hjá Eimskip er leitast við að samræma vinnu og einkalíf með gagnkvæmum sveigjanleika, í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Fyrir fáum árum bauð fyrir- tækið öllum sínum starfsmönnum að kaupa tölvur á góðum kjörum. Segir Ingunn að fólk geti þá meðal annars fylgst með fréttum úr starfsemi félagsins á innra netinu, sem hafi raunar vakið upp þörf meðal starfsmanna fyrir menntun og fræðslu. „Hér áður fyrr var meira um að starfsmenn ynnu fram eftir, meðal annars vegna þess að þeir höfðu ekki aðgang að tölvu heima. Mér finnst viðhorfin til þessa hafa breyst talsvert á þeim sjö árum sem eru liðin síðan ég hóf störf hjá Eimskip. Hér kann margt að valda, meðal annars aukin tölvunotkun og eins hafa orðið ákveðin kynslóðaskipti í félaginu. Hjá Eimskip starfar stór hópur fólks um og yfir þrítugt, sem gjarnan er með ung börn. Þetta fólk vill vera laust frá vinnu þegar skóladegi barnanna sleppir, en geta svo lokið verkefnum dagsins á kvöldin þegar börnin eru komin í ró. Þessum aðstæðum er reynt að mæta og felum við þá yfirmanni hverrar deildar frekari útfærslu í samræmi við óskir og þarfir starfsmanns- ins,“ segir Ingunn Björk. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, starfsmannastjóri Eimskips. Sæmundur E. Þorsteinsson hjá rannsóknardeild Símans. Framleiðni starfsmanna eykst með frelsi í fjarvinnu, segja niðurstöður könnunar. „Barnafólk um þrítugt vill vera laust frá vinnu þegar skóladegi barnanna sleppir, en geta lokið verkefnum dagsins á kvöldin þegar börnin eru komin í ró.“ „Starfsánægja þess sem stundar vinnu sína heima vex í samræmi við þann sveigjanleika sem hann skynjar af hálfu vinnuveitanda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.