Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 FARSÍMAR O g Vodafone ætlar í sumar að hefja sölu á Mobile Connect Card, sem gerir fartölvu- notendum kleift að tengjast þráðlaust um Netið án tillits til staðsetningar. Með kortinu er hægt að tengjast um Netið með GPRS eða GSM ef þráðlaus nettenging er ekki fyrir hendi. Kortið hefur slegið í gegn hjá notendum Vodafone erlendis og er búist við því að notkun þess nái ein- nig miklum vinsældum hér á landi. Mobile Connect Card er nokkurs konar síma kort sem er komið fyrir í fartölvum. Harald Pétursson, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Og Vodafone, segir að Mobile Connect Card sé því í raun bylting fyrir tölvunotendur því þeir komast á Netið hvar sem er. „Notendur eru öruggir um að komast á Netið hvort sem það er þráðlaust á „heitum reitum“ (Hot Spot) með GPRS- eða GSM-símatækni. Það veitir notendum því besta kostinn í hverju tilviki án þess að nota farsíma. Með Mobile Connect Card geta þeir skoðað tölvupóst eða vafrað á Netinu án vandkvæða.“ Hentar á ferðalögum í sumar Mobile Connect Card nýtist einkum þeim sem eru á ferðalagi eða í viðskiptaferðum. Kortið hentar þeim líka sem vilja vera stöðugt í netsambandi. Enginn kostnaður hlýst af notkun kortsins í formi mínútu- gjalda heldur eingöngu þegar póstur eða gögn eru sótt. „Þessi tækni á eftir að koma í góðar þarfir hjá þeim sem eru í sumarbústöðum eða á ferð um landið í sumar. Sambandið nær víða og því engin fyrirstaða fyrir notendur að komast á Netið.“ Mobile Connect Card kemur frá Vodafone-sam- stæðunni í Bretlandi en önnur Vodafone-félög víðs vegar um heiminn hafa einnig tekið það í notkun með góðum árangri. „Tæknin sem slík er ekki ný af nálinni og margir hafa gert tilraunir til þess að yfirfæra hana yfir í farsíma. Það hefur gengið misvel því þessi tækni hefur reynst hægvirk í slíkum tækjum. Nú hefur lausn fundist á þessum vanda með Mobile Connect Card,“ segir Harald. Kortið slegið í gegn erlendis Hann segist því binda miklar vonir við Mobile Connect Card enda svari kortið þörfum fjölmargra. „Við teljum að tæknin eigi eftir að verða mjög almenn. Kortið sló eft- irminnilega í gegn í Bretlandi þegar það kom á markað. Það hefur einnig náð miklum vinsældum hjá viðskipta- vinum Vodafone-fyrirtækja í Evrópu. Það er nú svo að þegar einn er með einhverja nýjung í sinni tölvu sem dugar vel þá eru aðrir fljótir að grípa tæknina.“ Harald vonast til þess að kortið verði komið í not- kun hjá Og Vodafone í sumar. Um er að ræða sumarvöru sem við ætlum að leggja mikla áherslu á. Við hyggjumst stilla verði á Mobile Connect Card í hóf. Það ætti því að vera lítill kostnaðarauki fyrir not endur. Jafnframt ætlum við að aðstoða viðskiptavini við upp- setningu á kortinu til þess að fyrirbyggja að þeir lendi í vandræðum,“ segir Harald. OG VODAFONE „Þessi tækni á eftir að koma í góðar þarfir hjá þeim sem eru í sumarbú- stöðum eða á ferð um landið í sumar.“ Harald Pétursson, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Og Vodafone. Netið allt umlykjandi með Mobile Connect Card
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.