Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 20
FORSÍÐUGREIN 20 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 Enginn er heilagur „Rauði þráðurinn í starfi mínu sem kennari, skólastjóri og nú síðustu ár sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ eru samskipti við fólk. Samskipti sem oftar en ekki byggjast á orðræðunni, að ná sátt um hlutina og að fólk geti komist bærilega af hvert við annað. Fljótlega eftir að ég byrjaði að kenna, þá ráðlagði mér ágæt vinkona mín, Helga Kristín Möller, sem nú er látin, að ég skyldi hafa í huga að auðveldara væri að biðjast afsökunar en burðast með sektarkennd. Mér hefur reynst þetta heillaráð Helgu Kristínar afskaplega vel. Ég á afar auðvelt með að biðjast afsökunar ef ég tel, eða mér er bent á, að ég hafi ekki sýnt sanngirni eða brotið á einhverjum á einhvern hátt. Þá skiptir ekki máli hvort það er í einkalífi eða starfinu. Vitaskuld er allur gangur á því hvernig fólk tekur því þegar beðist er afsökunar, en hvernig svo sem viðmótið verður, þá líður mér sjálfri betur að hafa stigið skrefið og það skiptir mig máli. Í mannlegum samskiptum verður öllum á en hvernig við tökum á því skiptir meginmáli. Enginn er heilagur.“ „Auðveldara að biðjast afsökunar en burðast með sektarkennd.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Heillaráð að hætta á vorin „Ég hef ekki á hraðbergi neitt eitt ráð sem mér hefur reynst sérstaklega vel í viðskiptalífinu. Þau eru mörg. Ég get hins vegar nefnt ágætt ráð til manna þegar kemur að starfslokum, nú þegar ég hef nýlega látið af starfi for- stjóra TM. Hörður bróðir minn, sem einnig starfaði hjá TM og hætti fyrir sex árum eftir fjörutíu ára starf, hefur á undanförnum misserum verið að hvetja mig til þess að fara að hætta en lét alltaf fylgja: „Hættu að vori.“ Sagði að þá væru bjartir dagar, sumarið framundan og góður tími til að skipta um lífsstíl. Ég fylgdi þessum ráðum Harðar – enda tel ég að sannleikskorn felist í þessu. En vitaskuld er þetta ekki algilt heilræði, hvernig við vinnum úr hlutunum ræðst af hverjum einstaklingi fyrir sig – hver er sinnar gæfu smiður í þessu jafnt sem öðru.“ „Sumarið framundan og góður tími til að skipta um lífsstíl“ Gunnar Felixson, fv. forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar. GUNNAR FELIXSON RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.