Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 61 nýir peningar ýttu út gömlum peningum aðalsætta hér, þar sem hertoginn hafði verið efstur á auðmannalistanum um árabil. Her- toginn hefur bæði erft gamlan titil og ótrúlegar landareignir, m.a. í miðborg London. Það er sagt að hann eigi MayFair hverfið meira og minna. Sænska mjólkurfernufjölskyldan Rausing hefur lengi trónað á listanum, nú í 4. og 8. sætinu. Bræðurnir Hans og Gad Rausing fundu upp pappaumbúðir fyrir vökva í fyrirtækinu Tetra Pak, nú Tetra Laval eftir samruna við Alfa Laval. Hans flutti til Englands fyrir 25 árum til að mótmæla ofursköttun heimalandsins. Gad er látinn en Kirsten og Jörn eru börn hans. Philip Green Philip Green er kunnugt nafn á Íslandi fyrir samflot við Baug. Hann er klárlega verslunarkóngur Breta, þar sem auðæfi hans byggjast á verslunarrekstri og fasteignum. Hann býr í Mónakó, en notar einkaþotu sína, sem kona hans Christina gaf honum, til að sækja vinnu í London. Hún stendur dyggilega við hlið hans og er auðugasta konan á listanum. Richard Branson Richard Branson, nú með riddaratitilinn „Sir“, heldur áfram að dafna á Virgin-veldinu, sem spannar flugfélög, lestarfyrirtæki og verslanir. Einu sinni voru grískir skipakóngar fastur liður í auðmannasamfélaginu í London. Spiro Latsis á ættir að rekja til skipareksturs, en er sjálfur í flugrekstri. Fyrsta greinin í auðkýfingablaðinu fjallar um gjafir til góðgerðamála, sem er stórmál hérlendis. Hér hafa verið til auðkýf- ingar í aldaraðir og auðlegð þeirra yfirleitt erfðagóss. Það hefur því verið inngróið í margar auðmannafjölskyldur að auðurinn leggi fólki þær skyldur á herðar að láta eitthvað gott af sér leiða. Í umræðum um auðsöfnun er oft bent á að þeir sem alist upp í auðugum fjölskyldum drekki þessa afstöðu með móðurmjólkinni, meðan hinir nýríku hugsi bara um sig. Elton John Gjafalistinn sýnir þó að ýmsir, sem hafa skapað sér sinn auð sjálfir, hafa tekið upp gjafmildi gömlu auðmannanna. Listinn er ekki settur upp eftir því hvað menn gefa mikið, heldur hve gjafirnar nema stórum hluta eignanna. Hér er Sir Elton John efstur á blaði, A U Ð M E N N Í B R E T L A N D I AUÐJÖFRAR BRETLANDS Björgólfur Thor Björgólfsson er í 125. sæti lista Sunday Times. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru í 458. sæti listans. Jón Ásgeir Jóhannesson er í 751 sæti. Elísabet Englandsdrottning er í 180. sæti listans, vel á eftir Björgólfi Thor. Hertoginn af Westminster er í 3. sæti. Hann er kunnur landeigandi og á „hálfa London“ eins og einhver orðaði það. Ringo Starr er í 366. sæti listans. Samanlagðar eignir eftirlifandi Bítlanna tveggja og fjölskyldu Harrisons nema 1.091 milljarði punda, meðan Rollingarnir fjórir eru metnir á 490 milljónir – sem er þá væntanlega úrskurður í áratuga deilumáli Bítla- og Rollingaáhangenda að Bítlarnir hafi verið betri!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.