Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 FÓLK E kki er ýkja langt síðan forráðamenn fyrirtækja fóru að huga kerfisbundið að ímynd fyrirtækja og vörumerkja. Halla Guðrún Mixa, framkvæmda- stjóri Mixa hönnunar og auglýsinga, gengur svo langt að segja að ef ekki er tekið á ímynd af alvöru, sé stór hluti markaðssetningar látinn ráðast af tilviljunum. Fyrirtækið Mixa hönnun og auglýsingar var stofnað árið 2001. Mixa býður sérhæfða ráðgjöf um ímynd, bæði fyrirtækja- og vöru- merkjaímynd ásamt „Company profile“ greiningu. „Við erum eina stofan á Íslandi sem hefur þetta sem aðalmarkmið. Grein- ingin er ýmist skrifuð á íslensku eða ensku, því sum fyrirtækin sem við vinnum fyrir eru alþjóðleg,“ segir Halla Guðrún. „Vinnan við Company profile greiningu felst í því að greina fyrirtæki á markaði þannig að útkoman nýtist þeim á hagnýtan og markvissan hátt í markaðsstarfi.“ Áður fannst Höllu Guðrúnu að mikið bæri á að hlutirnir væru gerðir á síðustu stundu. „Nú reyna forráðamenn fyrirtækja að gera áætl- anir lengra fram í tímann og hugsunin er heildstæðari.“ „Hönnun umbúða og auglýsinga á ekki aðeins að snúast um hvort varan líti vel út, heldur að hún „tali“ við kaupendur. Ímynd snýst mikið um tilfinningalega tengingu, fólk fer að treysta vörunni, byggir upp tryggð við hana. Auk þess er mikilvægt að varan standi undir þeim væntingum sem gerðar eru til hennar. Við reynum að byggja upp fyrir fyrirtækin, hvort sem um er að ræða fyrirtækjaímynd („Corporate Identity“) eða vörumerkjaímynd („Branding“). Auglýsingar þurfa að vera markvissar og í tengslum við heildarímynd fyrirtækisins. Kannanir sýna að góð ímynd er oftast sett í samhengi við traust, sem er undirstaða þess að fólk byggi upp samband við ákveðið fyrirtæki. Ímynd ein og sér mun ekki auka viðskiptavild, en þegar hún er í samhengi við aðra þætti, svo sem góða þjónustu og góða vöru, eykur hún viðskiptavildina.“ „Íslensk fyrirtæki mættu vera óhræddari við að vera öðruvísi, skera sig úr, því það er rík tilhneiging að miða eigið útlit við útlit keppinautanna. Ekki má heldur gleyma mikil- vægi þess að virkja starfsfólk fyrirtækisins. Það er tilgangslaust að marka sér stefnu ef starfsfólkið fylgir henni ekki eftir. Við tökum oft fólk á námskeið ef óskað er eftir því.“ Halla Guðrún hefur ekki mikinn tíma til að sinna áhugamálum en hefur þó ákaflega gaman af ferðalögum. „Segja má að aðal áhugamál mitt séu ferðalög því það er svo áhugavert að kynnast öðrum menningar- hópum, fólki með ólíkar skoðanir og lífsvið- horf. Hef meðal annars komið til Indónesíu, Tælands, Fiji eyja, Nýja Sjálands, Singapúr og fór til Máritíus um síðustu jól. Þar eru átta menningarhópar af mörgum trúarbrögðum og þar lifa allir í sátt og samlyndi,“ segir Halla Guðrún. hjá Mixa hönnun og auglýsingum Halla Guðrún Mixa Halla Guðrún Mixa. TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Halla Guðrún Mixa rekur uppruna sinn til Austurríkis og Íslands. Bjó fjögur fyrstu ár ævinnar í Kanada, næstu þrjú árin á Íslandi, síðan í Austurríki til 18 ára aldurs og fór þaðan í nám í hönnun í Ástralíu þaðan sem hún útskrifaðist með BA-gráðu. Halla Guðrún flutti aftur til Íslands 1995, vann nokkur ár í sínu fagi, m.a. hjá auglýsingastofunni Góðu fólki McCann, og stofnaði eigin auglýsingastofu árið 2001. „Góð ímynd er oftast sett í samhengi við traust, sem er undirstaða þess að fólk byggi upp samband við ákveðið fyrirtæki.“ FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.