Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 FÓLK H alldór Harðarson v a k t i á d ö g - unum athygli á Ímark-hátíðinni fyrir fyrirlestur sinn um áherslur í markaðsstarfi Icelandair á Norðurl- öndum. „Inntakið í fyrir- lestri mínum var hvernig við gerum markaðsplön og af hverju við gerum þau eins og raun ber vitni,“ segir Halldór. Hann kveðst í fyrirlestri sínum hafa lagt áherslu á láta ekki tilfinningu ráða ferðinni heldur þekkingu og sex skref í markaðs- planinu sem leggja grunn að því: Þátttöku, greiningu, markmið, áætlanir, fjárhags- áætlun og eftirfylgni. „Eftirfylgnin er mikilvægust og felst m.a. í því að safna upplýsingum um niðurstöður sem og árangur af starfi okkar í eins- konar upplýsinga- banka. Ég tel slík vinnu brögð vera mikilvæg því að við erum með tak- markað fjármagn og viljum því geta fylgst náið og markvisst með hvernig því er varið og að við séum að ná til réttu mark- hópanna. Yfirgrips- miklar skoðanakann- anir og markaðsrann- sóknir eru einnig lykilatriði til að geta þekkt viðskiptavininn og markaðinn út og inn. Á þennan hátt tel ég okkur geta byggt upp grunn fyrir vinnu okkar í framtíðinni.“ Árangurinn af þessu starfi kveður Halldór vera ótvíræðan. „Það hefur t.d. verið 70% söluaukning á netinu á milli áranna 2003 og 2004 og í ár stefnir í enn frekari söluaukningu.“ Halldór tekur þó fram að hlutverk söluskrifstofa Icelandair samhliða netsölunni sé mikilvægt þar sem annars konar viðskiptavinir beina sínum við- skiptum þangað. „Það felst mikil jafn- vægislist í því að byggja upp netsöluna án þess að það komi niður á öðrum söluaðilum,“ segir hann. Halldór er Vesturbæingur og KR- ingur. Hann hefur starfað hjá Icelandair síðan árið 1997 er hann flutti til London og hóf störf hjá markaðs-og söluskrifstofu fyrirtækisins þar. Að þremur árum liðnum var hann svo fluttur til starfa í Kaupmanna- höfn þar sem hann tók þátt í sameiningu söluskrifstofa Icelandair á Norðurlöndum og uppbyggingu markaðs- og internet- deildar sem nú hefur einnig yfirumsjón með internet-vefjum söluskrifstofa Icelandair í allri Evrópu. Halldór hefur því búið í Kaup- mannahöfn sl. fimm ár og segir fjölskyld- unni líða afar vel þar sem hún hefur komið sér fyrir í miðborginni. Hann segir starfið taka mikinn tíma en vera jafnframt meðal sinna helstu áhugamála. „Það má eiginlega segja að vinnan sé lífstíll því hún krefst mikilla ferðalaga og mikils tíma. Það liggur við að maður þrái öryggi hversdagsins sem aðrir kvarta undan með fiski og kartöflum á mánudags- kvöldum,“ segir Halldór og hlær. Þegar tími gefst til á hann sér þó mörg önnur hugðarefni og þar eru samvistir með fjöl- skyldunni efst á lista auk góðrar tónlistar, eldamennsku og útivistar. Halldór hefur tekið þátt í hjólreiða- og hlaupamaraþoni og er þessa dagana að undirbúa sig fyrir maraþonkeppni í New York í nóvember. Nafn: Halldór Harðarson Fæðingardagur: 28. ágúst 1973 Maki: Kristín Johansen Foreldrar: Hörður Halldórsson og Þórgunnur Skúladóttir Menntun: Stúdent frá MR og viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands. Börn: Nína, 15 mánaða Áhugamál: Tónlist, íþróttir, elda- mennska og útivera. TEXTI: HRAFNHILDUR SMÁRADÓTTIR MYND: ÓLAFUR RAFNAR ÓLAFSSON Halldór Harðarson, markaðsstjóri Icelandair á Norðurlöndum. Skrefin sex sem leggja grunn að markaðsplaninu: Þátttaka, greining, markmið, áætlanir, fjárhagsáætlun og eftirfylgni. markaðsstjóri Icelandair á Norðurlöndum Halldór Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.