Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 89
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 89 FÓLK Þ að hefur verið mjög ánægjulegt að vera þátttakandi í að gefa Aðalstræti 16 nýtt líf með þessu glæsilega nýja hóteli,“ segir Ómar Sigurðsson, hótel- stjóri á Hótel Reykjavík Centrum sem opnað var 1. apríl síðastliðinn. Þá er hann að vitna í orð Þorsteins Bergssonar hjá Minjavernd um að ekki hafi aðeins verið haft að leiðarljósi að bjarga húsinu, heldur að gefa því nýtt líf. „Gamla húsið, Aðalstræti 16, er hjartað í hótelinu en elsti hluti hússins var byggður árið 1764. Hótelið er í öllum þremur byggingunum og tengibyggingu og útlit hótelsins sótt til Reykjavíkur upp úr aldamótum 1900. Við byggingu hótelsins komu í ljós rústir skála frá landnámsöld og árið 2006 verður opnuð glæsileg sýningaraðstaða þar.“ Að sögn Ómars hafa verið mjög góðar viðtökur við húsinu. „Hótelið er alveg niðri í miðbæ, en samt í nokkuð hljóðlátu horni. Hingað koma örugglega margir vegna stað- setningarinnar og einnig vegna hlýleikans sem fylgir þessum gamla byggingarstíl, svo ekki sé talað um þá glæsilegu aðstöðu sem hótelið hefur upp á að bjóða. Veitingastaðurinn Fjalakötturinn og kaffibarinn Uppsalir eru jafnt opnir fyrir gesti sem gangandi.“ Sigurður Ómar Sigurðsson er fæddur í Bandaríkjunum og ólst þar upp fyrstu fimm ár ævi sinnar. Þá flutti fjölskylda hans hin- gað til lands og bjó í Reykjavík. „Stuttu eftir stúdentspróf ákváðum við eiginkona mín að flytjast til Norður-Kaliforníu með dóttur okkar þar sem ég stundaði framhaldsnám í tölvunarfræðum. Eftir námið vann ég hjá IBM á Íslandi í nokkur ár, og fluttist svo aftur til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Anaheim Hills í Suður-Kaliforníu, vegna vinnu minnar hjá Kögun við gerð íslensks loftvarnaker- fis fyrir herinn á Keflavíkurflugvelli. Börnin voru þá orðin fjögur. Okkur líkaði vel að búa í Kaliforníu, ferðuðumst mikið og lentum þar í mörgum skemmtilegum ævintýrum. Þar má þó helst nefna að Marinó og Hlynur, tví- burarnir okkar, voru valdir til að leika í kvikmynd frá kvikmyndaveri Steven Spielbergs um Fred Flint- stone. Léku þeir „Bamm Bamm“, son Barneys, besta vinar Fred Flintstones.“ Ómar og fjölskylda fluttu aftur 1995 til Íslands og hann hélt áfram störfum hjá Kögun. „Haustið 2000 settist ég aftur á skólabekk, fór í MBA-nám í HÍ, viðskiptafræði fyrir stjórnendur, lauk því árið 2002 og starfaði áfram hjá Kögun allt til síðustu áramóta.“ Ómar og Ágústa hafa verið með rekstur í gegnum árum. „Síðan árið 2001 höfum við rekið verslunina ISIS í Smáralind og frá 2004 líka í Kringlunni.“ Ómar hefur mjög gaman af allri útivist, á breyttan jeppa sem er mikið notaður í fjalla- ferðir árið um kring. „Ég hef einnig gaman af gönguferðum, allri veiði, bæði stanga- og skotveiði, og nánast allri útivist ef því er að skipta,“ segir Ómar. TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON hótelstjóri á Hótel Reykjavík Centrum Sigurður Ómar Sigurðsson Sigurður Ómar Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Reykjavík Centrum. „Hótelið er í öllum þremur byggingunum og tengibyggingu og útlit þess sótt til Reykjavíkur upp úr aldamótum 1900.“ Nafn: Sigurður Ómar Sigurðsson. Fæddur: Í Anderson, Indiana í Bandaríkjunum. Maki: Kvæntur Ágústu Hreinsdóttur. Börn: Sandra Ósk, Íris Ann, Marinó og Hlynur. Nám: Stúdent frá MS. Masterspróf í tölvunar- fræði frá Kaliforníu. MBA-nám í viðskiptafræði fyrir stjórnendur frá HÍ 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.