Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 S T J Ó R N U N FÍ upp á flug til Færeyja í samvinnu við Atlantic Airways. Frá Akureyri er reglulegt áætlunarflug til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar með Twin Ottervélum, sem einnig sinna sjúkraflugi á Norður- og Austurlandi. Auk þessa er félagið með þrjár vélar af Metro- gerð. Árni segir þó lík- legt að þær hverfi úr flota félagsins innan fárra missera og önnur tegund komi í þeirra stað, en undirstrikar þó að engar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. Flogið til færri staða Ákvörðunarstaðir í innanlandsflugi Flug- leiða og síðar FÍ voru mun fleiri fyrr á árum en nú er. Nefna má Patreksfjörð, Þingeyri, Sauðárkrók, Húsavík og Neskaupstað. Í upp- skurðinum á rekstri FÍ árið 2001 var flugi til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði hætt og þess í stað mörkuð sú stefna að einbeita sér að flugi á fjölförnustu og ábata- sömustu staðina, það er til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða. Þetta hefur reynst affarasælt og far- þegum á þessum leiðum hefur fjölgað undanfarin ár. Flestir eru farþegar á leiðinni milli Reykja- víkur og Akureyrar, voru 162 þúsund í fyrra og fjölgaði um 6,5% milli ára. Egilsstaðafarþegar voru 104 þúsund á sl. ári og fjölgaði um ríf- lega fjórðung frá árinu á undan, sem einkum helgast af miklum fram- kvæmdum þar eystra um þessar mundir. Ísaf- jarðarfarþegar voru 43 þúsund, 11% fleiri en 2003. Millilending borgarstjóra Árni segir að alveg frá 1970 hafi farþegum í innanlandsflugi verið að fjölga jafnt og þétt, að jafnaði um 3% á ári. Þetta hafi gerst þrátt fyrir bættar vegasamgöngur og æ meiri bíla- eign almennings. „Ég sé ekki fyrir mér neitt bakslag í þessu. Líklegt er að í ár, þegar framkvæmdir á Austurlandi eru í hámarki, nái farþega- fjöldi þangað 120 til 130 þúsundum. Síðan muni markaðurinn aftur ná jafnvægi í um 100 þúsund farþegum eftir tvö ár eða svo,“ segir Árni og leggur áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir innanlandsflugið. Óvíst sé að FÍ lifi það af, ef flugvöllurinn víki eins og borgaryfirvöld hafa boðað síðustu árin. Því sé ánægjulegt þegar borgarstjóri boðar nú „millilendingu“ í málinu, það er völlurinn verði áfram en að honum þrengt þannig að land í Vatnsmýri nýtist betur. Góð afkoma „Afkoma okkar síðustu árin hefur verið ágæt og fjölgun farþega er í samræmi við uppsveiflu í efnahagslífinu. Þegar kringum- stæður eru slíkar sjást þess alltaf mjög fljótt merki í fluginu,“ segir Árni. Hagnaður af rekstri Flugfélags Íslands í fyrra varð 368 millj. kr. fyrir skatta og veltan var 3,3 mill- jarðar kr. Árið á undan var velta tæpir þrír milljarðar og hagnaður fyrir skatta 227 mill- jónir króna. „Það er stefnt á áframhaldandi vöxt og engum ofsögum sagt að fyrirtækið sé á góðu flugi,“ segir Árni Gunnarsson. Líklegt er að í ár, þegar framkvæmdir á Austurlandi eru í hámarki, nái farþega- fjöldi þangað 120 til 130 þúsundum. ÁRIÐ 2004 Velta: 3,3 milljarðar kr. Hagnaður f. skatta: 368 milljónir kr. ÁRIÐ 2003 Velta: Tæpir 3,0 milljarðar kr. Hagnaður f. skatta: 227 milljónir kr. FARÞEGAFJÖLDI 2004 Reykjavík-Akureyri: 162 þúsund. Reykjavík-Egilsstaðir: 104 þúsund. Reykjavík-Ísafjörður: 43 þúsund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.