Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N þau að sterkt hagkerfi héldi áfram að styðja við markaðinn og að fjárfestar myndu halda áfram að fjárfesta í hlutabréfum á næst- unni. Kaupþing banki sagði þó að ef til lækkunar kæmi, gæti hún gerst hratt og því varaði bank- inn eindregið við skuldsettum kaupum á hlutabréfum. 8. apríl Almar tekur við af Sigurði Almar Guðmundsson, hagfræð- ingur og fyrrum forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, er á leið til bankans aftur og tekur við af Sigurði B. Stefánssyni sem framkvæmda- stjóri Eignastýringar bankans. Almar lýkur MBA námi frá London Business School í júní nk. Sigurður B. Stefánsson verður sjóðstjóri í nýjum sjóði, Reykjavik Global Hedge Fund, sem hleypt verður af stokkunum í maí. Sjóðurinn mun ávaxta eignir sínar að hluta innanlands og að hluta erlendis, einkum í Bandaríkjunum. Sigurður B. mun gegna stöðu framkvæmdastjóra Eignastýringar til 1. septem- ber. Sigurður hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 1986 er hann réðst sem framkvæmdastjóri til VÍB hf. við stofnun þess. 11. apríl Kaupa fimm nýjar Boeing 737-800 flug- vélar til viðbótar Það er ekkert lát á kaupum FL Group á nýjum Boeing þotum. Þennan dag samþykkti stjórn félagsins að undirrita nýjan samn- ing við Boeing verksmiðjurnar um kaup á 5 Boeing 737-800 flugvélum til viðbótar við þær 10 sem félagið samdi um um í febrúar. Heildarverðmæti þess- ara flugvéla er um 20 milljarðar króna. Vélarnar verða afhentar á árinu 2007. 12. apríl Eignin vex Í lok febrúar síðastliðnum nam hrein eign íslenskra lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris 1.008 mill- jörðum, samkvæmt tölum úr efna- hagsyfirliti Seðlabanka Íslands. Hrein eign lífeyrissjóðanna hefur aukist um 152 milljarða kr. á síð- ustu tólf mánuðum eða um 18%. 13. apríl Jón Ásgeir ætlar sér Somerfield Það fer ekki á milli mála að Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar sér yfirtöku á breska félaginu Somerfield. Baugur lenti í keppni um fyrirtækið við aðra fjárfesta, en gekk skyndilega til liðs við keppinauta sína, írönsku bræðurna, Robert og Vicent Tchenguiz, og Barclays Capital um yfirtökuna. Hafa þeir gert sameiginlegt tilboð í Somerfield sem á verslanakeðjurnar Kwik Save og Somerfield. Haft var eftir Jóni Ásgeiri í Morgunblaðinu að væntingarnar eftir þetta nýja tilboð hinna þriggja tilboðsgjafa væru einfaldar: „Við ætlum okkur bara að klára þetta.“ 13. apríl Björgólfur með tilboð í Póllandi Björgólfur Thor Björgólfsson hefur í samstarfi við pólskt símafyrirtæki lagt fram tilboð í fjórða GSM-símaleyfið í Póllandi og einnig í svonefnt UMTS-leyfi, sem er þriðju kynslóðar flutnings- kerfi. Það var fyrirtækið Netia Mobile sem sendi inn tilboðið en það fyrirtæki er undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar í gegnum félag í hans eigu, Novator One L.P., og pólska símafyrirtækisins Netia S.A., sem er stærsta fastlínusímafyrirtæki í Póllandi. Pólsk fjarskiptayfirvöld tilkynna hinn 9. maí nk. hvaða tilboði verður tekið. 14. apríl Straumur selur 37,9% hlut sinn í TM Þennan dag var tilkynnt að Straumur fjárfestingabanki hefði selt allan eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni, sam- tals 37,9% hlut, og var salan í samræmi við ályktun fjármála- eftirlitsins fyrr í vetur. Straumur var stærsti einstaki hluthafinn í TM. Viðskiptin fóru fram á genginu 22,8 og eru kaup- endur Sund sem keypti 20%, Sigurður B. Stefánsson. Hannes Smárason, starfandi stjórnarformaður FL Group. Hann lætur ekki deigan síga í flugvélakaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.