Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 30

Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N þau að sterkt hagkerfi héldi áfram að styðja við markaðinn og að fjárfestar myndu halda áfram að fjárfesta í hlutabréfum á næst- unni. Kaupþing banki sagði þó að ef til lækkunar kæmi, gæti hún gerst hratt og því varaði bank- inn eindregið við skuldsettum kaupum á hlutabréfum. 8. apríl Almar tekur við af Sigurði Almar Guðmundsson, hagfræð- ingur og fyrrum forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, er á leið til bankans aftur og tekur við af Sigurði B. Stefánssyni sem framkvæmda- stjóri Eignastýringar bankans. Almar lýkur MBA námi frá London Business School í júní nk. Sigurður B. Stefánsson verður sjóðstjóri í nýjum sjóði, Reykjavik Global Hedge Fund, sem hleypt verður af stokkunum í maí. Sjóðurinn mun ávaxta eignir sínar að hluta innanlands og að hluta erlendis, einkum í Bandaríkjunum. Sigurður B. mun gegna stöðu framkvæmdastjóra Eignastýringar til 1. septem- ber. Sigurður hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 1986 er hann réðst sem framkvæmdastjóri til VÍB hf. við stofnun þess. 11. apríl Kaupa fimm nýjar Boeing 737-800 flug- vélar til viðbótar Það er ekkert lát á kaupum FL Group á nýjum Boeing þotum. Þennan dag samþykkti stjórn félagsins að undirrita nýjan samn- ing við Boeing verksmiðjurnar um kaup á 5 Boeing 737-800 flugvélum til viðbótar við þær 10 sem félagið samdi um um í febrúar. Heildarverðmæti þess- ara flugvéla er um 20 milljarðar króna. Vélarnar verða afhentar á árinu 2007. 12. apríl Eignin vex Í lok febrúar síðastliðnum nam hrein eign íslenskra lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris 1.008 mill- jörðum, samkvæmt tölum úr efna- hagsyfirliti Seðlabanka Íslands. Hrein eign lífeyrissjóðanna hefur aukist um 152 milljarða kr. á síð- ustu tólf mánuðum eða um 18%. 13. apríl Jón Ásgeir ætlar sér Somerfield Það fer ekki á milli mála að Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar sér yfirtöku á breska félaginu Somerfield. Baugur lenti í keppni um fyrirtækið við aðra fjárfesta, en gekk skyndilega til liðs við keppinauta sína, írönsku bræðurna, Robert og Vicent Tchenguiz, og Barclays Capital um yfirtökuna. Hafa þeir gert sameiginlegt tilboð í Somerfield sem á verslanakeðjurnar Kwik Save og Somerfield. Haft var eftir Jóni Ásgeiri í Morgunblaðinu að væntingarnar eftir þetta nýja tilboð hinna þriggja tilboðsgjafa væru einfaldar: „Við ætlum okkur bara að klára þetta.“ 13. apríl Björgólfur með tilboð í Póllandi Björgólfur Thor Björgólfsson hefur í samstarfi við pólskt símafyrirtæki lagt fram tilboð í fjórða GSM-símaleyfið í Póllandi og einnig í svonefnt UMTS-leyfi, sem er þriðju kynslóðar flutnings- kerfi. Það var fyrirtækið Netia Mobile sem sendi inn tilboðið en það fyrirtæki er undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar í gegnum félag í hans eigu, Novator One L.P., og pólska símafyrirtækisins Netia S.A., sem er stærsta fastlínusímafyrirtæki í Póllandi. Pólsk fjarskiptayfirvöld tilkynna hinn 9. maí nk. hvaða tilboði verður tekið. 14. apríl Straumur selur 37,9% hlut sinn í TM Þennan dag var tilkynnt að Straumur fjárfestingabanki hefði selt allan eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni, sam- tals 37,9% hlut, og var salan í samræmi við ályktun fjármála- eftirlitsins fyrr í vetur. Straumur var stærsti einstaki hluthafinn í TM. Viðskiptin fóru fram á genginu 22,8 og eru kaup- endur Sund sem keypti 20%, Sigurður B. Stefánsson. Hannes Smárason, starfandi stjórnarformaður FL Group. Hann lætur ekki deigan síga í flugvélakaupum. Jón Ásgeir Jóhannesson.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.