Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 F O R S T J Ó R I H B - G R A N D A Í kjölfar sameiningar HB-Granda hf. við Tanga hf. á Vopnafirði og Svan RE-45 ehf. ákvað stjórn HB-Granda að gera breytingar á yfirstjórn fyrir- tækisins. Með breytingunum er lögð enn frek- ari áhersla á markaðsmál fyrirtækisins og fylgt eftir þeirri stefnu sem mörkuð var á árinu 2004 með stofnun sérstakrar markaðsdeildar. HB-Grandi er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með 11,5% hlut í heildar- kvótanum í þorskígildistonnum talið, en „þakið“ er samkvæmt lögum 12%. Eggert Benedikt Guðmunds- son, sem var markaðsstjóri fyrir- tækisins, hefur tekið við starfi forstjóra. Sturlaugur Sturlaugsson, áður forstjóri, og Kristján Þ. Davíðsson, sem var aðstoðarforstjóri, hafa látið af störfum. Svavar Svavarsson, sem var framleiðslustjóri, er nú markaðsstjóri, Vilhjálmur Vil- hjálmsson, áður framkvæmdastjóri Tanga, er yfir- maður uppsjávarsviðs og Torfi Þorsteinsson, áður yfirmaður uppsjávarsviðs, er yfirmaður landvinnslu bolfisks. Stofnað hefur verið nýtt svið viðskipta- þróunar, sem mun ná yfir starfsemi fyrirtækisins í fiskeldi og yfir ný rannsókna- og þróunarverkefni. Eggert Benedikt Guðmundsson er Dipl.-Ing. í raf- magnsverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýska- landi og MBA frá IESE viðskiptaháskólanum í Barc- elona á Spáni. Eggert starfaði sem verkfræðingur hjá Íslenska járnblendifélaginu árin 1990 til 1995. Að námi í IESE loknu vorið 1997 hóf Eggert störf hjá Philips Electronics í Belgíu, en flutti sumarið 2000 til Philips í San José, Kaliforníu. Hjá Philips vann Eggert við vörustjórnun, markaðsstjórnun og viðskiptaþróun. Frá Kaliforníu flutti hann til Íslands í júní 2004 og hóf þá störf sem markaðsstjóri HB-Granda. Það hefur vakið athygli þeirra sem næst Eggerti standa að hann skyldi fara til starfa hjá sjávarút- vegsfyrirtæki, frekar átti vinahópurinn, og ekki síður vinnufélagar erlendis, von á því að hann mundi hasla sér völl í hátækniiðnaðinum. Auk þess fannst þeim sjávarútvegur norður við Íshaf frekar aftarlega á mer- inni í samanburði við tölvurnar. Eflaust verður hann undir tölu- verðri pressu og smásjá næstu misserin, ekki síst í ljósi þess að sumir telja að HB-Grandi hafi ekki verið að skila þeirri afkomu sem menn væntu. Eggert segir að rafmagns- verkfræðin nýtist honum vel við stjórnunarstörf hjá HB-Granda enda komi tæknin stöðugt meira við sögu allra þátta, fyrirtækið orðið mjög tæknivætt og sjálf- virkni mikil. Hátækni sé mikil við vinnslu á framleiðslu- vörum fyrirtækisins. Stöðugt fleiri verkfræðingar eru að taka við stjórnunarstörfum í íslenskum iðnaðar- fyrirtækjum, það sé kannski besti mælikvarðinn, en margir þeirra hafa einnig tekið próf eða kúrs í hag- fræði. - Vissrar óánægju og vantrúar hefur gætt meðal almennings á stöðum eins og Akranesi og Vopna- firði á að sameiningin færði þeim áfram atvinnu. Kvóti og skip mundu með tímanum færast á Reykja- víkursvæðið. Hefur þú orðið var við þennan „ótta“ almennings? „Nei, frekar að ég hafi fengið mjög góðar mót- tökur, bæði frá mínum nánustu samstarfsmönnum Það kom öllum á óvart að Eggert B. Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Philips í San José, Kaliforníu, færi beint í „slorið“ heima á Íslandi“. Hann er forstjóri HB-Granda, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis á Íslandi. FRÁ PHILIPS TIL HB-GRANDA Það er kostur að ég tengist ekki einum armi frekar en öðrum í sameiningarferlinu. Ég er ráðinn beint til HB- Granda og ég nýt þeirra forréttinda að vita nógu lítið! Ég kem því „ferskur“ inn með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.