Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 F O R S T J Ó R I I C E P H A R M A Eftir heimkomu frá Noregi fór ég aftur að vinna hjá Lyfjaverslun Íslands og þá sá um markaðssetn- ingu á erlendu lyfjunum. Um svipað leyti keypti Lyfjaverslun Íslands Ísfarm og tók ég þar við sem framkvæmdastjóri Ísfarm og hafði þann starfa allt til sameiningarinnar síðastliðið haust þegar Icepharma var stofnað.“ -Var aldrei neinn efi í þínum huga að taka við framkvæmdastjórastarfinu hjá Icepharma? „Nei, aldrei eitt augnablik. Þetta var bara mjög spennandi verkefni en auðvitað viss ögrun að fá að takast á við þetta verkefni. Það er mjög leiðinlegt að vera í einhverju starfi þar sem maður situr bara og hallar sér aftur, og gerir aldrei neitt skapandi, er í hálfgerðri færibandavinnu! Maður verður að mæta einhverri áskorun í vinnunni. Á þeim tíma sem ég var hjá Ísfarm jókst starfsemi fyrirtækisins gríðarlega, eða úr um 80 milljónum króna veltu í rúmlega 800 milljón króna veltu, þ.e. lið- lega tífaldaðist. Þessi árangur hafði örugglega sitt að segja að mér var treyst til þess að stjórna Icepharma. Það er mjög spennandi að finna að maður er þátttak- andi í því að skapa ný tækifæri hjá því fyrirtæki sem maður starfar hjá. Icepharma er að flytja inn og markaðssetja lyf sem og heilsu- og neytendavörur. Í heilsuvörum má nefna ýmis náttúrulyf, vítamínlínur og neytendavörur eins og hárvörur, tannkrem, ýmis krem og bætiefni fyrir húð, hár og allan kroppinn, sem fara bæði til apóteka og stórmarkaða um allt land. Ég á von á að þessi hluti aukist því áhugi almennings á betri heilsu fer vaxandi. Markaðssetning lyfja er hins vegar mjög frábrugðin sölu á almennum neytendavörum því skrá þarf öll lyf sem fara á markað. Þetta er vaxandi vinna sem ætla má að hafi liðlega fimmfaldast á síðustu fimm árum, en þá hóf Lyfjastofnun að vinna í samræmi við Evr- ópureglugerðir. Íslenskur fylgiseðill þarf að fylgja hverri pakkningu lyfs, merkja þarf allar pakkningar með íslenskum varúðartexta og markaðsleyfisnúmerum. Gæðakerfi slíkrar starfsemi þarf að uppfylla ýtrustu öryggis- kröfur þar sem öryggi sjúklinga situr í fyrirrúmi.“ Umboðsaðilar fimmtungs lyfjamarkaðarins „Við erum umboðsaðilar fyrir um 20% af íslenska markaðnum og erum í samkeppni hérlendis við önnur umboðsfyrirtæki eins og Vistor og Austur- bakka, sem og Actavis, GSK, og aðra sem eru með eigin skrifstofur. Áætluð velta á árinu er 2,5 milljarðar króna og er stefnt á frekari vöxt í nánustu framtíð. Lyfjasviðið er langstærst allra sviða með 10 umboðs- deildir fyrir mannalyf og eina með dýralyf. Um 90% af veltu fyrirtækisins er af sölu lyfja. Fyrirtækin sem sameinuðust undir hatt Icepharma voru í sama húsnæði, með sömu viðskiptavini, sama dreifingaraðila og sams konar tölvukerfi. Þær verð- lækkanir sem orðið hafa á lyfjum að undanförnu, sameiningar apóteka, ásamt aukningu á samhliða innflutningi á lyfjum, þrýstu á enn frekari hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna. Þau fyrirtæki sem við erum með umboð fyrir hafa að hluta tekið verðlækkanirnar á sig en hluti þeirra fellur á okkur. Auk þess er mikil hagræðing fólgin í einu stærra félagi í stað minni eininga áður. Með sameiningunni næst betri fókus og meiri samhæfing í reksturinn, auk þess sem félagið er sterkara og sýnilegra á markaðnum. Gerður hefur verið samningur við Lyfja- dreifingu um dreifingu á öllum vörum fyrirtækisins. Icepharma beitir sér því alfarið að sölu- og markaðs- setningu og skráningu lyfja fyrir menn og dýr, ásamt heilsu- og neytendavörum.“ -Var ekki hætta á að umboð töpuðust þar sem fyrirtækin, sem sameinuðust, voru áður í sam- keppni? „Auðvitað veltum við því heilmikið fyrir okkur, en tókum síðan ákvörðun um að láta á það reyna. Við útskýrðum vel fyrir erlendu viðskiptavinunum hvað stæði til og hvernig málum yrði háttað, t.d. að hver markaðsdeild hefði sitt starfsfólk, tölvukerfið væri læst og algjör trúnaður yrði viðhafður í hvívetna. Þessu var sýndur skilningur og reyndar var þetta minna mál en ég hafði gert mér í hugarlund að yrði.“ Engin fákeppni Guðrún Ýr segir mikinn misskilning hafa verið í þjóð- félaginu varðandi samkeppni á lyfjamarkaði og sífellt sé verið að tala um fákeppni. Þetta sé alrangt því um 130 lyfjafyrirtæki eigi skráð lyf á íslenska markaðnum og eigi þau í mikilli samkeppni þó þau séu sum hver hjá sama umboðsfyrirtæki. Íslenski lyfjamarkaðurinn sé örmarkaður og væru mörg þessara fyrirtækja ekki á markaði hér ef þau hefðu ekki möguleika á að starfa innan umboðsfyrirtækjanna. Kerfið eins og það sé í dag hlúi að íslensku heilbrigðiskerfi, því að annars ættu sjúklingar oft ekki kost á öllum lyfjum. „Það er mikið að gerast innan lyfja- og læknisfræði og markaðurinn vaxandi, hvort heldur litið sé til lyfja eða heilsu- og neytendavara. Það eru alltaf að koma ný og betri lyf á markaðinn og alltaf verið að fara inn á ný svið í læknisfræðinni og finna lyf við sjúk- dómum sem ekki var til meðferð við áður. Mér sýnist því spennandi tímar framundan og ýmis tækifæri til vaxtar,“ segir Guðrún Ýr. „Það er samkeppni á lyfjamarkaði þótt sífellt sé verið að tala um fákeppni. Það eru t.d. um 130 lyfjafyrirtæki, sem eiga skráð lyf á íslenska markaðnum, og þau eiga í mikilli samkeppni þó þau séu sum hver hjá sama umboðsfyrirtæki.“ „Icepharma er umboðsaðili fyrir um 20% af íslenska lyfjamarkaðnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.