Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 83
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 83 Joaquim Phoenix og Reese Witherspoon í hlutverkum hjónanna Johnny Cash og June Carter. unum sem verja Jerúsalem fyrir her sem virðist ósigrandi, jafn- framt því sem hann reynir að finna frið með sjálfum sér. Kingdom of Heaven skartar fleiri stjörnum. Meðleikarar Blooms eru Liam Neeson, Jeremy Irons, Brendan Gleeson, Edward Norton, Jon Finch og David Thewlis. Rómantíkin fær sinn skerf, og ung frönsk/sænsk leik- kona með enskt nafn, Eva Green, leikur drottninguna sem járn- smiðurinn elskar. Hún á aðeins tvær kvikmyndir að baki, báðar franskar. Scott sá hana í kvik- mynd Bernardo Bertolucci, The Dreamers og hreifst af henni. Hefur þegar valdið deilum Kvikmyndir Ridleys Scott eru yfirleitt umtalaðar og Kingdom of Heaven ætlar ekki að verða neinn eftirbátur í þeim efnum. Hefur hún þegar valdið deilum. New York Times fékk handritið í hendur fimm fræðimönnum sem voru hver sinnar trúar. Kaþólikk- inn var ánægður með handritið, en sá sem var múslimi sagði það vera svívirðu. Þá hefur rithöfund- urinn James Reston jr. farið í mál við framleiðendur myndarinnar og segir að efnið sé stolið úr bók sem hann skrifaði fyrir þremur árum. Scott blæs á allar athuga- semdir og segir að Reston hafi engan einkarétt á að skrifa um krossferðirnar og vafasamt sé að fara í mál þó einn kaflinn í bók- inni heiti Kingdom of Heaven „Ég er kvikmyndagerðarmaður, ekki sagnfræðingur. Ég reyni að segja sannleikann að einhverju leyti og þar sem Monahan er blaða- maður þá gerði hann sitt besta í halda staðreyndum réttum um krossferðirnar. Við vorum að sjálfsögðu ekki á staðnum og ekki getum við rætt við neinn sem var þar. Við reyndum því að vera sanngjarnir gagnvart sjónar- miðum kristinna og múslima og réðum þrjá múslima í stór hlut- verk. Þeir voru sáttir við hlut músalima í myndinni.“ Þessa dagana er Ridley Scott að leikstýra einum hluta kvik- myndarinnar All the Invisible Children. Mynd þessi eru í sjö hlutum og fjalla þeir allir um börn í heimi fullorðinna. Meðal annarra leikstjóra sem taka þátt í gerð myndarinnar má nefna Emir Kusturica, Spike Lee og John Woo. Þá er hann að undir- búa sína næstu kvikmynd, sem mun heita A Good Year. Í henni segir frá breskum bankamanni sem erfir vínekru í Kaliforníu. Þegar þangað kemur hittir hann fyrir konu sem segist eiga vínekruna. Ekki er enn búið að ráða í hlutverkin. Kingdom of Heaven verður frumsýnd í Bandar ík junum 6. maí. Tveimur dögum áður er áætlað að frum- sýna hana hér á landi. KVIKMYNDIR Dáðir og látnir söngvara hafa verið vinsælt viðfangsefni í Hollywood síðustu misserin. Skemmst er að minnast sigur- göngu Ray, sem byggð er á ævi Ray Charles. Þá gerði Kevin Spacey lítið síðri kvik- mynd um Bobby Darin, sem heitir Beyond the Sea, og leikur Spacey Darin ásamt því að leikstýra myndinni. Nú er komið að konungi kántrísöng- vanna, Johnny Cash. Í nóv- ember næstkomandi verður frumsýnd, Walk the Line, sem byggð er á ævi Cash. Það er Joaquim Phoenix sem leikur manninn í svörtu. Konu hans June Carter leikur Reese With- erspoon. Phoenix fór í læri hjá hinum þekkta tónlistar- manni T-Bone Burner í marga mánuði til að læra á gítar og syngja. Walk the Line fjallar ekki um alla ævi Cash, heldur er kvikmyndavélinni beint að fyrstu árum hans í tónlistinni, hvernig hann vann sig upp úr dópi og glæpum í að verða einn dáðasti tónlistarmaður Bandaríkjanna. Leikstjóri er James Mangold, sem síðast gerði hina ágætu sakamála- mynd Identity. Næst er það Johnny Cash Eins og allir hinir fjölmörgu aðdáendur spennumynda- flokksins 24 hafa tekið eftir þá er dóttir Jack Bauers horfin úr nýjustu þáttaröðinni, en hún var í þremur fyrstu seríunum í stóru hlutverki. Elisha Cutbert, sem lék hana, þarf þó ekki að örvænta þar sem hún hefur öðlast miklar vinsældir út á 24 og stóð sig vel í The Girl next Door, sem var fyrsta kvikmyndin sem hún lék aðalhlutverkið í. Í maí hefjast tökur á The Itty Bitty Titty Committee, sem hún mun leika aðalhlutverkið í. Þar leikur hún háskólastúlku sem finnur sitt hlutverk í lífinu eftir að hafa gengið í róttækan kvennaklúbb. Mótleikarar hennar eru Martin Donovan, Camilla Bell og Edie Falco. Hvað varð um dóttur Bauers? Elisha Cutbert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.