Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 49 K annanir hafa leitt í ljós að vinnutími fólks í ýmsum skrif- stofu- og stjórnunarstörfum hefur verið að lengjast síðustu árin. Þetta tengist að nokkru leyti því að fartölva og sími, sem vinnuveitandi leggur til, er orðinn hluti af kjörum margra stétta. En er vinnutími fólks í ábyrgðarstörfum að nálgast óhóf og er sú fagra framtíðarsýn, sem margir sáu fyrir sér með aukinni samþætt- ingu einkalífs og vinnu, beinlínis farin að snúast upp í andhverfu sína? Hefur byltingin étið börnin sín? Allir þekkja að á nánast furðulegustu tímum sólarhrings berst tölvupóstur ellegar við sitjum sjálf við lyklaborðið á kvöldin eða fram á nótt við að afgreiða ýmis erindi, svo sem svara pósti, greiða reikninga, skoða fréttir dagsins og fleira. Sá sem þetta skrifar sendi nýlega á föstudegi tölvupóst til stjórnanda í fjármálastofnun í Reykja- vík og fékk svar síðdegis á laugardegi. Yfirmaður í stóru fjarskipta- fyrirtæki, sem ég sendi póst að morgni dags, svaraði síðla kvölds. Blaðamaður á Frjálsri verslun var fyrir fáum árum að ganga frá viðamikilli umfjöllun og vann alla nóttina. Sendi póst klukkan fimm að morgni til framkvæmdastjóra stórs fyrirtækis í Reykjavík. Og viti menn, svar barst tveimur mínútum síðar. Halda má lengi áfram með dæmisögur á þessum nótum. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR Álag á stjórnendur eykst „Álag á stjórnendur hefur verið að aukast mikið síðustu ár og heima- vinna hefur sömuleiðis vaxið mikið með tilliti nýrrar tækni. Kannski er fólk að fá hlutina í bakið. Það eru hreint ekki allir sem líta á það sem góðan kost að fá síma og tölvutengingu frá vinnuveitanda heim til sín,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. „Okkur berast reyndar ekki margar kvartanir vegna þessa, sem getur verið vegna þess að heimavinna er í flestum til- fellum illa skilgreind eða skrásett í vinnusamningi. Fyrir vikið verður sönnunarfærsla erfið, auk þess sem margir, sem hafa aðstöðu til fjarvinnslu á vegum vinnuveitanda, eru á föstum launum fyrir alla vinnu.“ VR fylgist reglulega með þróun vinnutíma og samsetningu hans. Í könnunum, sem gerðar hafa verið síðustu ár, birtast athyglisverðar staðreyndir. Vaxandi hópur félagsmanna fær ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu, heldur aðeins svokölluð pakkalaun þar sem tekið er mið af verkefnum og árangri fremur en vinnustundafjölda. Þetta gilti um 27% þátttakenda í könnun félagsins árið 1999 en 34% á sl. ári. Alls 47% VR-félaga fengu í fyrra alla yfirvinnu sína greidda en 55% fyrir fimm árum. Þróunin er augljós. Fjórðungur vinnur heima Í könnun VR á síðasta ári kom fram að 20% aðspurðra voru með GSM-síma á vegum vinnuveitanda og 17% fengu símakostnað endur- greiddan. Um 10% höfðu tölvutengingu heima sem vinnuveitandi greiddi og 7% með tölvu sem sá hinn sami lagði til. Þessi tækni opnar möguleikann á hvers konar fjarvinnu og kannanir VR leiða í ljós að tæpur fjórðungur fél- agsmanna rækti störf sín að einhverju leyti þannig og sat við tölvuna heima vegna vinnunnar í tíu stundir eða meira í hverri einustu viku. Mest var fjar- vinnan meðal stjórnenda og sérfræðinga, alls sinntu 42% þeirra störfum sínum að einhverju leyti þannig. „Mín tilfinning er að fólki finnist ekki sami vegs- auki og áður að vera með tölvu á vegum vinnuveit- anda. Þessu fylgja nefni- lega líka talsverðir ókostir sem ekki var spáð mikið í áður,“ segir Gunnar Páll sem bætir við að miklu vinnuálagi fylgi hætta á kulnun í starfi. Í Y F I R V I N N U V E G N A N E T S I N S Gunnar Páll Pálsson, formaður VR. í vinnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.