Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 KVIKMYNDIR R idley Scott hefur oftar en einu sinni sannað að hann á auðvelt með að poppa upp gamlar formúlur, gera gott úr þeim og koma þeim aftur í tísku. Hans fyrsti sigur á hvíta tjaldinu var Alien, þar sem hann endurvakti skrímslamyndirnar, síðan kom Blade Runner, þar sem hann útfærði geimfantasíur teiknimyndablaðanna með þeim árangri að á næstu árum voru allar slíkar myndir miðaðar við Blade Runner. Hann sneri sér síðan næst að vinkonunum í Thelma and Louis, sem hafði ómæld áhrif á fjölda kvikmynda, hann endurvakti epísku biblíu- myndirnar með Gladiator og sneri sér því næst að stríðsmynd sem var ekkert annað en stríð, Black Hawk Down. Í nýjustu kvikmynd seinni, Kingdom of Heaven, leitar hann enn í gamlar formúlur og staðnæmist við krossferðirnar á tólftu öld. Það vantar sem sé ekki fjölbreytnina hjá þessum mikilhæfa leikstjóra, sem hefur verið aðlaður. Þegar Scott var eitt sinn spurður hvort hann væri listamaður sem væri sífellt að breyta, svaraði hann: „List er eins og hákarl. Maður verður að halda áfram að synda, annars drukknar maður.“ Kingdom of Heaven er 130 milljón dollara kvikmynd. Og eins og við er að búast slakar Scott ekkert á klónni, myndin er hlaðin stórfenglegum bardaga- atriðum sem örugglega eiga eftir að vekja athygli. Scott gerir mynd- ina eftir handriti William Mona- hans, sem hlýtur að vera einhver heitasti handritshöfundurinn í Hollywood í dag, þrátt fyrir að engin kvikmynd, sem hann hefur skrifað handrit að, hafi enn verið sýnd. Tvær aðrar stórmyndir eftir handriti Monahans eru í farvatn- inu, The Departed, leikstýrt af Martin Scorsese með Leonardo Di Caprio í aðalhlutverki, og Jur- assic Park IV. Járnsmiður og krossfari Kingdom of Heaven gerist í Jerúsalem árið 1187, eftir aðra krossferðin og rétt áður en sú þriðja hefst. Byggir myndin á sögulegum staðreyndum og atburðum. Frjálslega er þó farið með staðreyndir og sagan krydduð rómantík og hetjudáð. Scott segir mynd sína vera um persónur, ólíka menningar- heima, landamæri og trú: „Það sem heillaði mig mest er ridd- arinn, sem svo sannarlega var kúreki síns tíma. Krossfarinn var trúaður, réttlátur upp að vissumarki og hugrakkur.“ Aðalhlutverkið leikur Orlando Bloom, sem eftir frammistöðu sína í Hringa-dróttinssögu kvik- myndunum þremur er orðin Hollywoodstjarna af stærri gerð- inni. Leikur hann venjulegan mann, járnsmið, sem leitar ævin- týranna í krossferðunum. Hann er aðkomumaður í undarlegu landi, þjónar dæmdum kóngi og verður ástfanginn af drottningu. Þar sem hann er hæfileikamikill bardagamaður er hann gerður að riddara. Hann er einn af riddur- KINGDOM OF HEAVEN FRUMSÝND Í MAÍ: Orlando Bloom leikur hetjuna Balian frá Ibelain. Með Balian á vit ævintýranna í Jerúsalem fer frændi hans Godfrey frá Ibelain (Liam Neeson). Þeir frændur eru hér í upphafi ferðalags síns. Himnaríki Scotts TEXTI: HILMAR KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.