Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 63 12. Charlene og Michael de Carvalho 2.270 milljarðar: Michael er bankamaður en Charlene dóttir Freddy heitins Heinekens. Hún á ¼ af Heineken, en hefur þó undirtökin. 16. John Fredriksen 1.887 milljarðar: Sextugur norskur skipakóngur, hefur auðgast á áhættu- sömum olíuflutningum og sagðist lengi stunda viðskipti fyrir aðra. Hefur búið í London síðan 2001. 25. Richard Desmond 1.300 milljarðar: 53 ára blaðajöfur, þykir þó ekki eins fínn pappír og aðrir blaðakóngar, því hann auðgaðist á klámritum áður en hann keypti Expressblöðin. 32. Aga Khan 1.250 milljarðar: 68 ára trúarleiðtogi meðal síta sem gjalda honum skatt. Fasteignir og 600 veðhlaupahestar standa undir því að koma fyrrum konum hans í tölu auðkýfinga. 33 Sir David og Frederick Barclay 1.200 milljarðar: Barclays-tvíburarnir eru sjötugir, eiga Telegraph og versl- unarfyrirtæki sem hafa gengið upp og ofan. Hafa stundum verið í slagtogi með Philip Green. 50. Sir Paul McCartney 800 milljónir: 63 ára bítilinn þarf ekki að kynna, en hluti af auði hans er arfur eftir Lindu konu hans. 65. Andrew Lloyd-Webber 700 milljónir: Þessi 57 ára tónlistarmaður nýtti afrakstur 14 söngleikja til að kaupa leikhús og listaverk, en hugleiðir að selja leikhús- reksturinn sem metinn er á 500 milljónir punda. 69. Tom Hunter 678 milljónir: 43 ára Skoti, hefur auðgast á íþróttavörum og fjárfestingum og er viðvarandi meðfjárfestir Baugs. Hann hefur stofnað góðagerðasjóð með 100 milljónum. 74. Mark Getty og fjölskylda 620 milljónir: Mark er 44 ára, hefur notað gamlan olíuauð til að stofna Getty Images ljósmyndafyrirtækið sem er metið á 2,2 milljarða punda, en á enn í olíugeiranum. 84. Sir Evelyn Rotschild 562 milljónir: 73 ára, afkomandi Rotschild sem komst á fjármálakortið með því að fjármagna Napóleónsstríðin og Rotschildarnir eru enn í bankageiranum. 89. Jörgen Philip Sörensen 546 milljónnir: 66 ára Dani, auðgaðist á danska Falck og hefur fært út kvíarnar í öryggisgeiranum hér. 96. JK Rowling 500 milljónir: Harry Potter peningarnir munu velta inn um ókomin ár, en hún hugleiðir að gefa út Potteralfræðibók og láta afrakst- urinn renna í góðagerðasjóð. 104. Stelios Haji-Ioannou og fjölskylda 480 milljónir: 38 ára eigandi Easy-fyrirtækjanna, t.d. Easy Jet, er af auð- ugri grískri fjölskyldu sem hafði enga trú á lággjaldaflug- félaginu sem kom Easy-ævintýrinu af stað. 116. Mohamed al-Fayed 457 milljónir: 72 ára Egypti, býr í Mónakó, rekur Fulham og Harrods, á miklar landareignir og notar hvert tækifæri til að úthúða konungsfjölskyldunni. 125. Björgólfur Thor Björgólfsson 400 milljónir: 38 ára, stundar fjárfestingar í lyfjaiðnaði og víðar. 180. Elísabet Englandsdrotting 270 milljónir: 78 ára. Þó fjölskyldan liggi undir stöðugri gagnrýni eru fjármál hennar og eignir í góðu lagi. 203. Heseltine lávarður 241 milljón: 72 ára, þekktari sem ráðherra Thatcher og sá sem hún kenndi fall sitt. Auðæfi hans koma úr forlagsgeiranum. 208. Madonna og Guy Ritchie 235 milljónir: 46 og 36 ára – hún er eldri og hefur aflað teknanna. Ekki dauð úr öllum æðum, því í fyrra kom næstum milljón að hlusta á hana á tónleikaferð. 216. Camilla Hagen 225 milljónir: 23 ára og yngst á listanum, dóttir Stein Eriks sem er annar ríkasti Norðmaðurinn og hefur auðgast á fjárfestinga- fyrirtæki sínu, Canica, sem Camilla á 30% í. 263. Sir Elton John 185 milljónir: 58 ára, hefur bætt við sig 10 milljónum frá í fyrra þrátt fyrir gjafmildina. Þar munaði um söngtörn í Las Vegas í fyrra. Næst er tónlist við nýjan söngleik. 263. Sting 185 milljónir: 53 ára og enn einn söluhæsti tónlistarmaður heims, á sjö glæsiheimili víða um heim. 273. Mick Jagger 180 milljónir: 61 árs og enn að, fjárfestingar um árabil skila auk þess sínu. 281. Tom Jones 175 milljónir: 64 ára, frá Wales eins og margir söngfuglar hér, og slær hvergi af í tónleikahaldi og plötuútgáfu. 285. Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas 170 milljónir: Leikarahjón, 35 og 60 ára, hann er gömul stjarna og hún ný, auk þess sem auglýsingatekjur hennar eru verulegar. 288. Keith Richards 165 milljónir: 61 árs Rollingurinn tók það rólega í fyrra eins og félagar hans, en eignir og annað Rollingatengt malar stöðugt gull. A U Ð M E N N Í B R E T L A N D I Richard Branson, eigandi Virgin, er í 7. sæti. Ath. milljarðar punda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.