Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 FARSÍMAR Þ róunin hefur orðið mjög hröð í farsímatækninni og sjálfsagt hefur enginn sem hélt á stóru hlunkunum í upphafi farsímabylgjunnar gert sér grein fyrir þeim miklu breytingum sem urðu á farsímum á stuttum tíma. Kristinn Jón Arnarson, ritstjóri Tölvuheims, hefur fylgst með þróun farsímans og fræðir okkur um far- símabyltinguna: „Farsíminn er ekki lengur eingöngu sími. Að vísu eru þeir sem einfaldastir eru fyrst og fremst símtæki og mörgum nægja slíkir símar og kæra sig ekki um fjölbreyttari tæki. Slíkir símar eru tiltölulega ódýrir í dag. Þegar komið er svo í hærri verðflokk þá er notandinn kominn með myndavél, tónlistarspilara, leiktæki og jafnvel lófatölvu. Það var aðeins í byrjun sem ekki var auðvelt að ímynda sér þróunina, en hún var hröð og fyrir þremur árum eða um það bil var gert ráð fyrir mun hraðari framförum en hafa orðið í dag. Ég sat þá fundi þar sem spáð var að þriðja kynslóðin yrði komin í gagnið innan tveggja ára. Það hefur ekki gerst enn sem komið er hér á landi og í litlum mæli erlendis.“ Samskipti og afþreying Er farsíminn orðið afþreyingartæki samhliða því sem hann er samskiptatæki: „Það tel ég vera. Allavega hefur þróunin verið í þá áttina. Ef við tökum myndavélina í símanum þá voru gæðin ekki mikil í fyrstu en þau eru alltaf að aukast. Í dag eru símarnir farnir að nálgast ódýrustu gerðir af stafrænum myndavélum í gæðum og þar með er hægt að losna við að taka með sér myndavél í fríið, síminn nægir fyrir fjölskyldualbúmið. Á næstunni munum við einnig sjá aukið geymslupláss í símanum fyrir tónlist og í framtíðinni ætti síminn að geta komið í staðinn fyrir iPod spilara sem nú ryðja sér til rúms. Nú þegar eru komnir símar sem hafa talsvert geymslupláss fyrir tónlist og það á aðeins eftir að aukast. Ekki má gleyma tölvuleikjunum sem eru í öllum farsímum. Þeir eru að verða flottari og flottari með stærra geymslurými og aukið minni. Það er talað um að fyrir lok þessa árs verði komnir símar á markaðinn sem eru svipaðir að gæðum hvað varðar tölvuleiki og fyrstu Playstation vélarnar.“ Hverjir skyldu svo nota þessa síma sem hafa mikinn aukabúnað: TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON FARSÍMAEIGENDUR ER NÝJUNGAGJARNIR: Kristinn Jón Arnarson: Símar hækka ekki í verði þó þeir verði sífellt full- komnari. Kristinn Jón Arnarson, ritstjóri Tölvuheims, segir að tæplega þriðjungur farsímaeigenda skipti um síma einu sinni á ári. Þriðjungur skiptir um síma einu sinni á ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.