Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN 24 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 Framtíðin veltur á þér „Framtíðin veltur á mörgu en fyrst og fremst á þér. Þetta var boð- skapurinn sem ég fékk beint í æð fyrir svona 18 árum þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í stjórnun. Þá vann ég hjá þeim Páli Stefánssyni, Sveini R. Eyjólfssyni og Herði Einarssyni á DV. Svona eftir á að hyggja skil ég ekki í þeim félögum að hafa treyst mér fyrir því sem mér var falið, gjörsamlega blautri á bak við eyrun. Þeir sáu eitthvað í mér sem mér sjálfri var hulið en síðan þá hef ég reynt að tileinka mér þennan hugsunarhátt, sem ég nefndi, í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta viðhorf þýðir að maður gerir ekki óraunhæfar væntingar til annarra. Getur ekki kennt öðrum um ófarir sínar eða væntir þess að hlutirnir falli manni sjálfkrafa í skaut. Því verður maður síður fyrir vonbrigðum ef hlutirnir fara ekki eins og vænst hefur verið. Maður kann betur að meta allt það góða sem á fjörur manns rekur í lífinu.“ Rétti tíminn kemur með ákvörðun „Agi, virðing og gæði var vegnesti mitt úr foreldrahúsum. Agaðu sjálfan þig til að gera ávallt meiri kröfur til þín sjálfs en til annarra. Slíkt leyfir þér að gera miklar kröfur sem aðrir munu virða. Berðu virðingu fyrir öðru fólki, tíma þess og skoðunum. Þannig byggir þú upp virðingu fyrir því sem þú þarft að biðja um. Passaðu að allt sem þú gerir sé þess eðlis að þú hafir ávallt reynt að gera þitt besta, það verður til þess að þér verður treyst. Bíddu þar til svarið kemur til þín, er annað atriði sem ég hef haft að leiðarljósi. Ég hef átt það til að vilja ljúka hlutum af til að geta snúið mér að næsta verkefni. Hef þess vegna stundum viljað taka ákvörðun aðeins til að geta lokið einhverju máli og byrjað á næsta verkefni. Eiginkona mín, Sólveig Magnúsdóttir, sem er læknir, sagði eitt sinn við mig: „Ekki reyna að taka rétta ákvörðun, þú veist hvað er rétt þegar rétti tíminn kemur til að taka ákvörðunina.“ Hún sagði mér að samtöl hennar við sjúklinga sem stæðu frammi fyrir vandamálum sem virtust óyfir- stíganleg hefðu kennt henni að til er lausn á öllu, þó hún sé ekki alltaf augljós við fyrstu sýn.“ SVAFA GRÖNFELDT BOGI PÁLSSON Bogi Pálsson, stjórnarfor- maður Flögu Group. Svafa Grönfeldt, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Actavis Group. „Agi, virðing og gæði var veganesti mitt úr foreldrahúsum.“ „Kann betur að meta allt það góða sem á fjörur manns rekur í lífinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.