Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 G O S D R Y K K J A M A R K A Ð U R I N N TEXTI: GEIR A. GUÐSTEINSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON SKIPTA UM FORSTJÓRA Forstjóraskipti hafa orðið hjá erkifjendunum Vífilfelli og Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Andri Þór Guðmundsson tók um áramótin við af Jóni Diðrik Jónssyni sem forstjóri Ölgerðarinnar og Árni Stefánsson tók í byrjun mars við forstjórastarfinu af Þorsteini M. Jónssyni, sem verið hafði forstjóri Vífilfells sl. 9 ár, en hann er aðaleig- andi fyrirtækisins og starfandi stjórnarformaður þess. Mikil harka er núna í sölu á sykurlausum gosdrykkjum þar sem Ölgerðin er í stór- sókn með Pepsi Max. ANDRI ÞÓR GUÐMUNDSSON nýr forstjóri Ölgerðarinnar „Við erum minni aðilinn og hvorki getum né viljum vera í þessari samkeppni við Vífilfell með ósanngjörnum hætti. Það er ljóst að sterkasta vörumerki Vífilfells, Coca Cola, dregur vagninn fyrir þá og minni merkin eins og Fanta og Sprite njóta góðs af. Þessi áhrif sér maður þó fara minnkandi eftir því sem Pepsi og Pepsi Max styrkja stöðu sína,“ segir Andri Þór Guðmundsson, nýr forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Þess má geta að Ölgerðin kom best út í mælingu Íslensku ánægjuvogarinnar nýverið, fjórða árið í röð, og hafði mikla yfirburði í flokki framleiðslufyrirtækja. „Sem dæmi fengu allar vörur Vífilfells undantekningalaust hillupláss hlið við hlið áður en okkar vörur komu fyrir augu neyt- andans. Eðlilegra er að hilluplássi sé úthlutað eftir veltu og við erum að sjá breytingar í þessu, sem er mjög mikilvægt fyrir okkur. Viðskiptavinurinn tekur ákvörðun á fyrstu sekúndunum þegar hann gengur fram hjá þessum vöruflokki. Söluhæstu vörurnar eiga að vera fremstar í flæði. T.d. á Pepsi Max að vera á undan sykurlausu Coke og Appelsín á undan Fanta. Pepsi Max er mest seldi sykurlausi kóladrykkurinn og því eðlilegt að honum sé stillt upp á undan Diet Coke og fái meira hillupláss. Þetta er ein af orrustunum sem við heyjum á hverjum degi og okkur er að takast að breyta þessu í fjölda verslana.“ -Maður heyrir stundum afgreiðslufólk segja að það sé „bara“ til Pepsi. Er ekki erfitt að breyta þessari ímynd almenn- ings á kóladrykkjum? ERKIFJENDUR Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.