Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 79
FARSÍMAR F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 79 H já okkur á farsímasviði er fengist við allt sem viðke- mur farsímanum og berum við ábyrgð á uppbyggingu, endurnýjun, rekstri og viðhaldi búnaðar til að selja og veita farsímaþjónustu. Farsímasvið hefur einnig umsjón með og ber ábyrgð á markaðssetningu, sölu og þróun vöru og virðisaukandi vara. Í samstarfi með öðrum sviðum Símans myndum við öfluga liðsheild sem hefur það að markmiði sínu að uppfylla þarfir viðskiptavina okkar,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, framkvæmdastjóri farsíma- sviðs Símans. Vöxtur á farsímasviðinu hefur verið mikill og á eftir að aukast enn meir, að sögn Sævars. „Möguleikarnir sem tengjast farsímanum eru alltaf að verða fjölbreyttari og það er okkar að sjá til þess að Síminn sé fremstur á þessu sviði. Bjartsýnin er mikil á þessum markaði, sem hleypir kappi í okkur sem vinnum að þessum málum. Stutt er síðan ég var á 3GSM farsímaráðstefnunni í Cannes í Frakklandi þar sem sýndar voru allar helstu nýjungar sem bor- nar verða á borð fyrir neytendur á næstu mánuðum og þar var margt sem á eftir að gleðja þá farsíma- eigendur sem vilja fá meiri virkni og einfaldleika í notkun á þjónustu í farsímanum.“ Meira en farsími Sævar er búinn að starfa í níu ár hjá Símanum, en er tiltölulega nýtekinn við starfi framkvæmdastjóra farsímasviðs, hafði áður starfað sem forstöðumaður ýmissa deilda Símans. Hann segir sölu á farsímum vera mjög góða: „Þróunin er ör og símafyrirtækin dugleg að koma nýjum símum á markaðinn. Það sem helst er að gerast á þessu ári er að geymslurými mun aukast mjög í farsímum og mun það m.a. koma fram í tónlist. Sem dæmi mun Sony-Erics- son taka eitt þekktasta vörumerki frá Sony, Walkman, og gera tónlistarspilun á hágæðum mögulega í farsíma. Þá hefur Motorola kynnt að unnið sé að samstarfi við Apple sem ætti að gleðja unnendur iPod.“ Þrátt fyrir allan fjölbreytileikann er farsíminn þó enn mest notaður sem sími: „Farsíminn verður þó mest notaður til þess að tala í hann. Þeim fer þó fjölgandi sem eru farnir að nota hina ýmsu möguleika sem farsíminn býður upp á. Má geta þess að fyrst þegar mynda vélarnar fóru að koma í símann þá var það mest sér til gamans gert að taka myndir og senda öðrum enda gæðin ekki mikil. Nú eru gæðin að jafnast á við það sem við þekkjum í stafrænum myndavélum. Þetta verður til þess að hægt er að nota símann til myndatöku við hin ýmsu tækifæri.“ Aukin framleiðni starfsmanna Sævar nefnir nýjungar sem koma að fyrirtækjum. „Þróunin er sú að farsíminn er að verða nokkurs konar framlenging á skrifstofunni. Með farsíma getur starfsmaður verið staddur hvar sem er og haft aðgang að tölvupósti sínum, dagbókinni og fleiru sem tengist skrifstofunni án þess að þurfa að fara á einhvern vissan stað til að tengja sig. Ef við horfum lengra fram í tímann þá verða símarnir með hugbúnaðarlausnir sem starfsmenn fyrirtækja eru vanir að nota þegar þeir eru á skrifstofunni. Þessi þróun mun vafalaust auka framleiðni starfsmanna og ætlar Síminn að leiða viðskiptavini sína inn í framtíðina m.a. með því að aðstoða fyrirtæki við að lækka heildarkostnað sinn.“ Sævar segir að ekki sé nóg að selja öfluga far- síma, það þurfi að veita þeim þjónustu líka: „Við hjá Símanum stöndum fyrir gæði og þjónustu. Okkar mörkun er að Síminn auðgi lífið. Við erum stöðugt að þróa nýja og betri þjónustu sem uppfyllir þarfir okkar viðskiptavina.“ Sævar Freyr Þráinsson, framkvæmdastjóri farsímasviðs Símans: Það sem helst er að gerast á þessu ári er að geymslurými mun aukast mjög í far- símum og mun það m.a. koma fram í tónlist. Síminn er bæði sölu- og þjónustuaðili á farsíma- markaðinum og þar er farsímasvið með öfluga starfsemi sem Sævar Freyr Þráinsson er fram- kvæmdastjóri fyrir. Framlenging á skrifstofunni Sævar Freyr Þráinsson: Markmiðið er að uppfylla þarfir viðskiptavinanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.