Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 FARSÍMAR T æknivörur eru 100% í eigu Símans og hefur verið það síðustu fjögur árin. Þrátt fyrir að vera í eigu Sím- ans, eru Tæknivörur reknar eins og sjálfstætt einkafyrirtæki og hér vinna 11 manns,“ segir Ásgeir Sverrisson, fram- kvæmdastjóri hjá Tæknivörum. „Reksturinn hjá Tæknivörum hefur gengið rosalega vel. Fyrir þremur árum síðan hafði Sony Ericsson 8% markaðshlutdeild. Í fyrra var, út frá mínum sölutölum, markaðshlutdeildin 50,4%. Árin 1998-99 var Nokia með um 73% markaðshlutdeild og var langt á undan öðrum en það hefur breyst. Ég sé fyrir mér að við getum alveg haldið góðri markaðshlutdeild miðað við það sem Sony er að gera á markaðinum og Motorola farsímarnir eru að sækja í sig veðrið.“ Ásgeir gat þess að hraðinn á öllum nýjungum sé þannig að maður verði að hafa sig allan við til að fylgjast með. „Ef ég bæri saman Sony og Motorola myndi ég segja: „Ef Sony hefði útlit Motorola, þá myndi hann seljast enn betur.“ Þó mætti segja að Sony sé í heildina litið framsæknara fyrirtæki en Motorola. Sony leggur meira upp úr tækninýjungum en Motorola meira upp úr útliti.“ Í fararbroddi með nýjungar „Sony hefur verið í fararbroddi með fjölmargar nýjungar, þeir eru til dæmis að koma í júlí með síma með innbyggðum ipod eða Walkman. Þar verður tónlistin þráðlaus milli síma og tækis enda stefnir í að allt verði þráðlaust í kringum okkur. Ég gæti farið heim með nýja símann frá Sony Ericsson með ipod tækninni og tekið hann með mér í samkvæmi. Í honum er ég með 20-30 diska. Með- ferðis hefði ég lítinn kapal, styngi honum í samband við græjurnar í samkvæminu og bætti við úrvalið á staðnum. Ég gæti einnig stungið kapli úr símanum yfir í sjónvarpið og horft þar á allar myndirnar sem ég tók á símann.“ Ásgeir getur þess að Sony sé greinilega að miða sína markaðs- sókn að miklu leyti við yngri kynslóðina. „Hér á árum áður var Sony fyrsta farsímafyrirtækið til að koma með myndavél í síma en nú eru allir framleiðendur komnir með þá tækni. Myndavélarnar eru að verða vandaðri, um þessar mundir eru að koma tveggja milljón megapixla myndsímar á markaðinn.“ Hraðinn skiptir máli „Ef horft er til framtíðar, þá held ég að farsíminn sé smám saman að breytast í tölvu eða verða staðgengill hennar. Við verðum bæði með Word og Excel í símanum og gætum einnig verið með full- komið dagatal. Í staðinn fyrir að vera í tölvunni þinni, verðum við í símanum, svörum þar öllum pósti. Í dag get ég fengið um tveggja gígabæta minni í farsímann en eftir á að giska fimm ár verða þau orðin tíu. Hraðinn í öllum tjáskiptum skiptir máli, en ýmsar leiðir eru til að koma hraðahindrunum frá. Í framtíðinni verður hægt að setja símann í tengibox í sambandi við lyklaborð og einnig verður hægt að tengja símann við tölvuskjá, því skjárinn á símanum er náttúrulega ekki nægilega stór í ákveðin verkefni. Á farsímamarkaði ríkir mjög hörð samkeppni. Ég fagna henni, líður sannast sagna best í mikilli samkeppni. Samkeppni er hvati til framfara og meðal okkar hörðustu samkeppnisaðila eru Nokia og Samsung,“ segir Ásgeir. TÆKNIVÖRUR EHF.: Farsíminn smám saman að breytast í tölvu Sony leggur meira upp úr tækninýjungum en Motorola meira upp úr útliti. Ásgeir Sverrisson, framkvæmdastjóri Tæknivara ehf., segir að Sony miði greinilega markaðssókn sína að miklu leyti við yngri kynslóðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.