Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 71
FARSÍMAR F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 71 „Tæknin höfðar meira til unga fólksins. Það eru þó margir eldri sem nýta sér möguleika nýju símanna en á annan hátt en þeir yngri, eru meira með farsímann sem lófatölvu heldur en að nota leiki og myndavél. Unga fólkið fylgist með tískunni og það eru sterkir tísku- straumar í farsímum þannig að það þarf að skipta oft um síma ef fylgjast á með tískunni og fylgja tækninni eftir. Það fylgir svo böggull skammrifi hvað varðar þessa flottu og fullkomnu síma, þeir eru viðkvæmari fyrir hnjaski. Ef þú missir tvo síma í gólfið, annar er venjulegur farsími, hinn er með öllum tækninýjungum þá er meiri líkindi að sá tæknivæddi verði fyrir skemmdum.“ Þriðja kynslóðin Hvernig skyldi svo vera komið fyrir þriðju kynslóðinni? „Í dag er minni notk un á Netinu í farsímum en búist hafði verið við fyrir nokkrum mánuðum. Það stafar sjálfsagt að mestu leyti af því að þjónustan er ekki næg. Það er ekki um margt að velja sé farið á Netið í farsímanum í dag. Þriðja kynslóð farsíma á að leysa þetta vandamál. Þegar þjónustan eykst og gagnaflutningur verður hraðari hlýtur notkunin að aukast. Það er samt alls ekki ljóst hvenær þriðja kynslóðin kemst í notkun hér á landi. Stutt er síðan lög voru sett sem snerta þessi mál og fyrirtækin eru ekki að sýna fararsnið á milli kynslóða í farsímum. Það er dýrt að koma þriðju kynslóðinni í gagnið og fyrirtækin eru ekki tilbúin enn sem komið er að leggja í þann kostnað.“ Það fer ekki fram hjá neinum að mjög margir flagga nýjum og fullkomnum farsímum, skipting hlýtur því að vera ör: „Sá sem notar farsímann sem síma og sendir sms-skilaboð þarf ekki oft að skipta um síma, en þeir sem vilja alltaf vera með nýjustu tæknina og fylgja tískustraumum eftir skipta oftar um síma en þeir þurfa. Talið er að 30% þeirra sem eiga farsíma skipti um síma einu sinni á ári og 70% innan þriggja ára. Eins og gefur að skilja er þetta heilmikil sala þar sem rannsóknir sýna að 95% Íslendinga á aldrinum 16_75 ára eiga farsíma. Þau fyrirtæki sem framleiða síma eru með hraða endurnýjun hjá sér og skipta út vörulínunni nánast árlega. Og satt best að segja er mikil breyting á þeim símum sem komu nýir á markaðinn í fyrra og þeim sem eru að koma á markaðinn nú.“ Sambærileg notkun og aðrar velferðarþjóðir Nýir farsímar eru yfirleitt mjög léttir, það leiðir hugann að því hvort farsímar séu komnir í þá þyngd sem þeir geta lægst verið: „Það er lítill möguleiki á að létta þá meira. Hægt er þó að ímynda sér að litlir símar komi á markaðinn sem aðeins eru gerðir fyrir heyrnartól. Sem dæmi má nefna einn Nokia símann sem er sérstaklega gerður til að vera í kvenveski og lítur út eins og hylki utan um varalit.“ Eru einhver líkindi á að símafyrir- tækin hætti að framleiða farsíma sem eru aðeins símar: „Ódýrasti parturinn er síminn sjálfur og ég held það væri mjög vitlaus stefna að hætta með slíka fram- leiðslu, því alltaf verða til notendur sem kæra sig ekki um alla aukamöguleikana. Hvað varðar verð á símum þá hefur það sýnt sig að dýrari símarnir hækka ekki í verði þó þeir verði fullkomnari.“ Íslendingar voru fljótir að aðlagast farsímanum og um tíma var sagt að við ættum heimsmet í notkun farsíma, en það hefur breyst: „Sjálfsagt hefur það verið orðum aukið. Ég held að notkun okkar sé sambærileg við aðrar þjóðir sem staddar eru á sama velferðarstigi og við.“ Eins og sjá má þá erum við langt í frá komnir á endastöðina með farsímann og að lokum er Kristinn spurður hvað hann sjái fyrir sér í nánustu framtíð: „Farsíminn er þegar farinn að sameina síma, spilara og myndavélar í eitt tæki og sjálfsagt verður lögð áhersla á að fullkomna þessa sameiningu. Síðan eru það lófatölv- urnar sem eru að verða fullkomnari og eru komnar með farsíma möguleika. Þær eiga að einhverju leyti eftir að koma í staðinn fyrir fartölvurnar og ég hef heyrt um starfsmenn hjá stórum fyrirtækjum sem eru komnir með slíkar tölvur í stað fartölvu. Þannig má segja að á endanum geti fólk verið komið með farsíma, lófatölvu, fartölvu, myndavél, tónlistarspilara og leikjatölvu í eina og sama tækinu. Þessi samruni mun síðan leiða af sér harða samkeppni milli símaframleiðenda og tölvufram- leiðenda.“ Þriðjungur skiptir um síma einu sinni á ári Unga fólkið fylgist með tískunni og það eru sterkir tískustraumar í farsímum þannig að það þarf að skipta oft um síma ef fylgjast á með tískunni og fylgja tækninni eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.