Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N H Á G Æ Ð A V Ö R U R Á G Ó Ð U V E R Ð I S A G A B O U T I Q U E Sími 4250 345 L E I F S S T Ö Ð w w w . s a g a b o u t i q u e . i s Útgáfufélagið Heimur, sem m.a. gefur út Frjálsa verslun, hefur útnefnt Guðrún G. Bergmann á Hellnum á Snæfellsnesi Ferðafrömuð ársins 2004. María Guðmundsdóttir, rit- stjóri ferðaútgáfu Heims, var formaður nefndarinnar, en auk hennar sátu í nefndinni þau Svanhildur Konráðsdóttir, sviðs- stjóri menningar- og ferðamála Reykjavíkurborgar og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar frumkvæði, metnað og árangur á sviði umhverfismála í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi „…sem og mikilsvert framlag til betra starfsumhverfis í atvinnugreininni á landsvísu,“ eins og nefndin komst að orði. Guðrún hefur ásamt Guðlaugi Bergmann, eiginmanni sínum, sem lést um síðustu jól, staðið fyrir uppbyggingu á ferðaþjón- ustu á Hellnum á Snæfellsnesi. Það var 1995 sem Guðlaugur og Guðrún fluttust að Brekkubæ á Hellnum á Snæfellsnesi, en áður höfðu þau unnið að umhverfis- málum um nokkurt skeið. Árið 1994 kynntust þau Ástralanum Bill Mollison, sem hafði sett upp vistvæn samfélög um allan heim, og við þau kynni varð til hug- mynd að Snæfellsássamfélaginu. Ferðamenn koma aftur og aftur Rekstur ferðaþjónustu og nám- skeiðahald að Hellnum hófst 1997. Fyrstu áfangar starf- seminnar voru að sinna ferða- mönnum sem sóttust í orku Snæfellsjökuls. Jafnframt var efnt til námskeiða um sjálfs- hjálp, heilbrigt mataræði og fleira slíkt. Guðrún segir að fljótt hafi orðið ljóst að ekki yrði hægt að byggja starfsemina upp, nema gistiaðstaða væri einnig til staðar. Því var Gistiheimilið Brekkubær sett á laggirnar árið 2000. Eftir tíu herbergja viðbyggingu á síðasta ári var nafninu breytt í Hótel Hellnar þar sem í dag eru tuttugu 2ja manna herbergi með baði, auk þess sem gestir geta fengið kvöldverð á staðnum. „Ferðaþjónusta á Snæfellsnesi hefur þróast hratt og æ fleiri leggja hingað leið sína. Þjóðgarðurinn dregur fólk að, auk þess sem gerð hefur verið bragarbót á vegunum hingað vestur. Meiri áhugi fólks á ferðum á Snæfellsjökli, hvala- skoðunarferðir og uppgötvun á hinni stórkostlegu náttúru hér um slóðir: allt hefur þetta leitt til þess að innlendir sem erlendir ferðamenn koma hingað aftur og aftur,“ segir Guðrún. Umhverfismál án öfga Af sannfæringarkrafti kynntu Guðrún og Guðlaugur sýn sína í umhverfismálum fyrir sveitar- stjórnum á Snæfellsnesi. „Við lögðum mikla vinnu í þetta verkefni, því okkur þótti mikil- vægt að vel tækist til. Bæði var þetta tilraunaverkefni, sem hefði ekkert orðið úr ef Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefði ekki stutt það og eins þótti okkur mikilvægt að vel tækist til þar sem þetta var í heima- byggð okkar. Við Gulli hvöttum á sínum tíma einnig til þess að Ferðaþjónusta bænda tæki upp umhverfisstefnu og legði sig fram um að ryðja brautina á því sviði á landsbyggðinni. Bentum á að þetta gæfi Ferðaþjónustu bænda mikið forskot. Í því eins og öðru skilaði árangurinn sér ekki strax en nú - þremur árum síðar - er Ferðaþjónusta bænda að uppskera árangur vinnu sinnar. Þeir hlutu í mars The Scandinavian Travel Award.“ Guðrún segir að umræðu um umhverfismál og sjálfbæra þróun hér á landi sé oft ruglað saman við aðgerðir öfgasamtaka í umhverfismálum. Þessi viðhorf séu blessunarlega á undan- haldi. Fólk sé smám saman að skilja að það geti skipað sér í hóp umhverfissinna án þess að vera með kröfuspjöld á lofti. „Að mínu mati hafa þeir náð bestum árangri í umhverfismálum sem gera eitthvað mælanlegt. Árangur í þessum málum snýst um að hver og einn leggi eitt- hvað af mörkum.“ Útgáfufélagið Heimur hefur útnefnt Guðrúnu G. Bergmann á Hellnum á Snæfellsnesi „Ferðafrömuð ársins 2004“. Ferðafrömuður ársins Guðrún Bergmann á Hellnum á Snæfellsnesi. Ferðafrömuður ársins, að mati dómnefndar útgáfufélagsins Heims. TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON 1. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.