Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N 19. apríl Trúlofun slitið – hringarnir upp aftur Þegar það var tilkynnt þennan dag að Atorka hefði keypt 63,5% eignarhlut í Austurbakka af þeim Árna Þór Árnasyni, forstjóra Austurbakka, og Valdimar Olsen framkvæmdastjóra rifjaðist upp fyrir mönnum þegar trúlofun Austurbakka og Thorarensen Lyfja var slitið í ársbyrjun 2001. Frjáls verslun birti þá ítarlega fréttaskýringu undir heitinu „Trúlofun slitið“. Upp úr slitn- aði á lokspretti sameiningar. Á meðal dótturfélaga sem Atorka Group á er Icepharma (Sameinað fyrirtæki Thorarensen Lyfja, Heilsuverslunar Íslands og Ísfarm). Þótt boðað sé að Austurbakki verði rekinn sem sjálfstætt dótturfélag finnst mörgum sem „hringarnir hafi verið settir upp aftur“ með kaupum Atorku á hlut Árna Þórs og Valdimars. Þeir félagar fengu 509 milljónir króna fyrir eign- arhluti sína. Atorka mun bjóða öðrum hluthöfum í Austurbakka að kaupa hlutabréf þeirra í félag- inu á sama gengi. 21. apríl Halldór á 2,33% í Skinney-Þinganesi Það var vel til fundið hjá þing- mönnum Framsóknarflokksins að taka saman og birta opinberlega upplýsingar um eignir sínar og hlutabréfaeign, ásamt upplýs- ingum um önnur launuð störf og aðild að hagsmunasamtökum. Þetta gegnsæi upplýsinga kemur þingmönnum flokksins best. Það er óskandi að þetta verði að reglu í þinginu. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, sendi forseta Alþingis jafnframt bréf þar sem óskað var eftir því við forsætisnefnd að sem fyrst verði settar reglur um opinbera upplýsingagjöf um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra upplýsti í kjölfarið að hann ætti 2,33% hlut í útgerðarfyrir- tækinu Skinney-Þinganesi hf. og að hluturinn væri arfur eftir for- eldra hans og væri 15,1 milljón króna að nafnvirði. Trúlofun slitið í ársbyrjun 2001. Núna hafa „hringarnir verið settir upp aftur“. 20. apríl Ískalt á milli Straums og stjórnar Íslandsbanka Ein af stóru viðskiptafréttum þessa mánaðar eru kaup Þáttar, þ.e. Werners-barna, þeirra Karls, Ingunnar og Steingríms, á 67% hlut í Sjóvá af Íslandsbanka. Forráðamenn Straums fjárfest- ingabanka eru afar ósáttir við söluna og ætla að kanna réttar- stöðu sína. Straumur er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka, en Karl og systkini hans eru næst- stærst og í oddastöðu í stjórn Íslandsbanka. Þétting greiddi 17,5 milljarða kr. fyrir 67% eign- arhlutinn í Sjóvá og stóðu samn- ingaviðræður yfir í nokkrar vikur þar sem m.a. Morgan Stanley kom að verðmatinu á Sjóvá. Heildarvirði Sjóvár í kaupunum er 26,2 milljarðar. Íslandsbanki eignaðist Sjóvá fyrir átján mán- uðum og innleysir um 3,4 mill- jarða söluhagnað af sölunni til Þéttingar. Karl og systkini eiga tæp 14% í Íslandsbanka, þau eru eigendur Lyfja og heilsu og auk þess er þau í hópi stærstu hluthafa í Actavis í gegnum félag sitt Milestone. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Þórður Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Straums, líti svo á að óeðlilegri aðferð hafi verið beitt við söluna á Sjóvá. Hún feli í sér mismunun gagn- vart hluthöfum. Þórður segist hafa lýst yfir áhuga Straums á að fá að bjóða í eignarhlutinn við stjórn bankans en stjórnin hafi ekki tekið tillit til þess. Einar Sveinsson, stjórnarfor- maður Íslandsbanka, sagði að afar faglega og eðlilega hefði verið staðið að málum og það væri fráleit hugsun að Straumur sem hluthafi í Íslandsbanka ætti þar með rétt á að krefjast við- ræðna við bankann um kaup á tilteknum eignum hans. Yfirleitt er sala á eignum félaga til stórra hluthafa þeirra talin frekar krítísk og vandmeð- farin. Þess má geta að aðeins viku áður en tilkynnt var um söluna á Sjóvá tilkynnti Straumur um söluna á hlut sínum í TM þannig að velta má því fyrir sér hvort ekki hafi verið erfitt fyrir Straum að koma með formlegt tilboð í hlutinn í Sjóvá til stjórnar Íslandsbanka. Þess má geta að Burðarás og Landsbankinn eru stórir hluthafar í Straumi, auk þess sem Straumur sjálfur er keppinautur Íslandsbanka í fjárfestingum. Allt er þetta því frekar snúið. Með sölunni á Sjóvá dylst samt engum að það „andar verulega köldu“ á milli Straums, stærsta hluthafans í Íslandsbanka, og stjórnar Íslandsbanka. Bræðurnir Steingímur og Karl Wernerssynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.