Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 31 D A G B Ó K I N Fjárfestingarfélag sparisjóðanna sem keypti 12,9% og Höfðaborg sem keypti 5%. 15. apríl Ókeypis símtöl með Skype-forriti Hugbúnaðarfyrirtækið Skype greindi frá því þennan dag að hátt í 100 milljónir Netnotenda hafi sótt sér samnefnt forrit fyrir- tækisins, sem gerir notendum kleift að hringja sín í milli, hvar sem þeir eru staddir í heiminum, án þess að borga fyrir það krónu. 15. apríl Gunnlaugur bætir við sig í Kögun Gunnlaugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, og stjórnar- mennirnir í Kögun, þeir Vilhjálmur Þorsteinsson og Arnar Karlsson, hafa bætt við sig eignarhlut í Kögun. Þeir keyptu þennan dag 6,22% í Kögun í nafni óstofnaðs eignarhaldsfélags af Kaupþingi banka. Kaupþing á 15,9% í Kögun eftir viðskiptin sem fram fóru á genginu 60 og nam kaup- verð hlutarins um 720 milljónum króna. 18. apríl Ísland kemur ekki vel út í Billy-vísitölunni Þetta var skemmtileg frétt og minnir auðvitað á Big Mac vísi- töluna. Hvít Billy-bókahilla frá Ikea er dýrust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, samkvæmt svokallaðri „Billy-vísitölu“ sem Aftenposten birtir, en þar er borið saman verð á þessu húsgagni í nokkrum löndum. Er Ísland reyndar næst-efst á listanum, og er Billy aðeins dýrari í Ísrael en á Íslandi. 19. apríl „Heimamenn stjórni eftir yfirtökur“ Ólafur Ólafsson, starfandi stjórn- arformaður Samskipa, ræddi á ársfundi Útflutningsráðs um stjórnun í kjölfar samruna eða yfirtöku. Sagði hann að samruni fyrirtækja snerist fyrst og fremst um fólk, menningu, stefnu og stjórnun. Hann sagði ennfremur að íslensk fyrirtæki hefðu nú lært að oft geti verið erfitt fyrir íslenska stjórnendur að fóta sig við ókunnar aðstæður. Því hefði það færst í vöxt að heimamönnum væri falin stjórn þeirra fyrirtækja sem tekin eru yfir. Eitt af stóru málunum í þessum mánuði er hið nýja hlutafélag, Almenningur ehf., sem ætlar að bjóða í Símann. Agnes Bragadóttir blaðamaður er í forsvari fyrir félagið en rætur þess liggja í viðhorfspistli sem Agnes skrifaði í Morgunblaðið 11. apríl. Þar hvatti hún almenning á Íslandi til að stofna félag og gera tilboð í Símann. Agnes fór mikinn í greininni og ræddi um „þjóðarrán“ við einka- væðingu opinberra fyrirtækja á Íslandi til þessa. Viðbrögðin við grein Agnesar voru sterk. Orri Vigfússon athafnamaður var einn fjöl- margra sem hafði strax samband við hana eftir greinina og úr varð að þau Orri ásamt fleirum stofnuðu hið nýja félag, Almennning ehf. Agnes fór um leið í leyfi frá blaða- mennsku á Morgunblaðinu til að geta sinnt stofnun félagsins og undirbúið tilboðið í Símann. Um 8 til 10 þúsund manns höfðu undir lok apríl skráð sig fyrir kaupum á hlutum í Símanum í gegnum Almenning, bæði með tölvupósti og í gegnum síma. Hins vegar er algerlega óvíst hvort Almenningur Agnesar nái að eignast bréf í Símanum. Keppnin við aðra fjárfesta er hörð. Talið er að allt á þriðja tug fjárfesta, skyldir sem óskyldir, sýni því áhuga að senda inn tilboð. Í söluskilmálum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu kemur fram að enginn einn fjárfestir megi eiga meira en 45% í Símanum og að skrá þurfi Símann á aðallista Kauphallar Íslands fyrir árslok 2007 og að ekki minna en 30% heildarhluta- fjárins verði þá búið að bjóða út á almennum markaði. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti þrír eignast Símann í fyrstu umferð, þ.e. ef tveir verða með samtals 90% og einn með 10%. Stóra spurningin er auðvitað verðið á Símanum – fjárfestar eru varla tilbúnir til að kaupa hann á hvaða verði sem er. Þannig sagði framkvæmdastjóri Evrópusamtaka hluthafa, dr. Jean-Pierre Paelinck, í viðtali við Morgunblaðið fagna frumkvæði almennings á Íslandi varðandi kaup á Símanum og hvetti hann fólk til að kaupa hlut ef verðið væri sanngjarnt. Málið er bara: Hvað er sanngjarnt verð? Agnes Bragadóttir. 12. apríl Almenningur Agnesar Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar. Ólafur Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.