Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 ÚR EINU Í ANNAÐ Kaupmannahöfn er uppáhalds- borg Svövu Liv Edgarsdóttur, framkvæmdastjóra Kornax. Hún nefnir að borgin sé gömul en að sama skapi sé þar margt nýtt og nútímalegt að finna. Í því sam- bandi nefnir hún að Danir séu framarlega í hönnun. ,,Þegar ég er í Kaupmannahöfn fer ég alltaf í Nýhöfn og fæ mér smørrebrød og á Strikið sem mér finnst vera ein skemmtilegasta verslunargatan í þeim borgum sem ég hef komið til. Í Oxford Street í London er t.d. of mikil mengun og hávaði að mínu mati en það er rólegra andrúmsloft á Strikinu – enda umferð ekki leyfð. Þá er nauðsynlegt að koma við á slóðum Fjölnismanna á Hvids Vinstue, sem er í kjallara við Kongens Nytorv, og fá sér eina kollu. Ekki er verra að ná sæti undir myndinni af Jónasi Hallgrímssyni. Það eru margir góðir veitinga- staðir í Kaupmannahöfn. Um daginn borðaði ég á stað sem heitir Konrad og hef ég varla borðað betri mat. Um miðnætti breytist staðurinn skyndilega í fjörugan næturklúbb.“ Þegar Svava er beðin um að lýsa Kaupmannahöfn í nokkrum orðum segir hún: ,,Þar er hár standard á þjón- ustu og mat og viðmót Dana er gott, þeir eru opnir og skemmti- legir. Þarna ríkir svolítið frjáls- ræði.“ Uppáhaldsborgin: KÓNGSINS KÖBEN ,,Þegar ég er í Kaupmannahöfn fer ég alltaf í Nýhöfn og fæ mér smørrebrød.“ ,,Vegna starfsins er fataval mitt oft frekar sígilt,“ segir Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss. ,,Ég geng þó ekki í gráum jakkafötum eins og karlarnir heldur nýt þess að vera kona og geta valið úr miklu meira úrvali. Stundum vel ég viljandi sterka liti eins og rautt til að greina mig frá körlunum sem eru enn í miklum meirihluta í minni atvinnugrein.“ ,,Vegna starfsins er fataval mitt oft frekar sígilt.“ Stíll framkvæmdastjórans: FATNAÐUR SKAPAR ÁKVEÐNA ÍMYND Sigríður segir að hún gangi mikið í jökkum en er gjarnan í bolum og blússum í sterkum litum eins og gulum og rauðum – eins og þegar hefur komið fram. ,,Ég vel t.d. flottar stakar buxur og stígvél við jakkana. Fatnaður er hluti af ímynd og ég tel nauðsynlegt að vera í fötum sem hæfa starfi mínu sem framkvæmdastjóri Ax. Ég er andlit fyrirtækisins út á við og með fatnaði og framkomu skapa ég ákveðna ímynd bæði af fyrirtækinu og mér sem stjórnanda þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.