Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 85 Það var slegið á létta strengi í Frjálsri verslun fyrir aldarfjórðungi. Þá var að finna brandara – af hinum ýmsu gerðum – í tölublöðunum. Hér er einn góður: Vinnuþjarkurinn hafði unnið fyrir sama fyrirtækið í áratug. Aldrei komið of seint, aldrei verið fjar- verandi, aldrei kvartað. En morgun einn kom hann inn á skrifstofuna plástraður, blár og bólg- inn, fötin rifin og tætt, handleggurinn í gipsi. ,,Hvers vegna kemur þú svona seint?“ spurði skrifstofustjórinn. ,,Ég varð fyrir strætó, þegar ég var að fara hérna yfir götuna og dróst með honum fjóra, fimm metra,“ stundi aumingjans starfsmaðurinn. Frjáls verslun fyrir 25 árum Líkamsrækt: ERFIÐARA AÐ KOMA MANNI ÚR JAFNVÆGI Inga Lára Hauksdóttir, fjár- mála- og starfsmannastjóri Anza, stundar líkamsrækt í World Class þrisvar sinnum í viku. Tvisvar sinnum í viku mætir hún klukkan hálfátta og hún mætir í hádeginu einu sinni í viku. ,,Ég hef stundað líkamsrækt með hléum í um tuttugu ár. Upphaflega byrjaði ég í líkams- rækt til að halda mér í formi og vegna úthalds og þreks. Ég finn mun á mér þegar ég er ekki að æfa. Ég afkasta meiru þegar ég er í æfingu, úthaldið er meira auk þess sem ég verð jákvæðari. Það verður allt miklu einfaldara. Það er erfiðara að koma manni úr jafnvægi. Þetta gefur mér jafnaðargeð. Það er ennþá mikil- vægara að stunda líkamsrækt eftir því sem maður eldist.“ Inga Lára stundaði MBA-nám við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist í fyrravor. Þá sat líkamsræktin á hakanum en hún var þá í fullri vinnu og með fjölskyldu. ,,Þá fór ég oft í um hálftíma göngutúra eftir vinnu og áður en ég byrjaði að læra auk þess sem ég fór í göngutúra á morgnana um helgar.“ ,,Ég hef stundað líkamsrækt með hléum í um tuttugu ár.“ Í versluninni Gegnum glerið er til mikið úrval af húsgögnum, ljósum og gjafavörum. Þar er gaman að kíkja á frábæra hönnun – hvort sem um er að ræða smáhluti eða húsgögn. Tom Dixon, sem er sjálf- menntaður hönnuður, hann- aði þennan stól, S-Chair, árið 1991 og er hann fram- leiddur hjá ítalska fyrirtækinu Cappellini. Í Gegnum glerið fengust þær upplýsingar að stólinn sé hægt að fá úr stráum, reyr, kálfskinni, leðri eða áklæði. Stóllinn er þægi- legur, sessan er breið og góður stuðningur er við mjó- bakið. Stóllinn nýtur sín frá öllum sjónarhornum. Þetta er í rauninni skúlptúr til að tylla sér á. Hönnun: SKÚLPTÚR TIL AÐ TYLLA SÉR Á Tom Dixon hannaði stólinn, S-Chair, sem er framleiddur hjá Cappellini. ,,Ætlarðu að segja mér,“ hélt skrifstofustjórinn áfram, ,,að þetta hafi tekið hálfan annan klukku- tíma?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.