Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 335. Olivia og Dhani Harrison 140 milljónir: 57 ára ekkja bítilsins George og 26 ára sonur þeirra, hafa enn miklar tekjur af Bítlunum en eiga einnig fasteignir víða. 349. Eric Clapton 130 milljónir: Þegar drottningin hitti Clapton spurði hún hann hvort hann hefði spilað lengi, hann svaraði af hógværð: „Já, líklega í 45 ár“. Það hafa verið gjöful ár og hann er enn að. 366. Ringo Starr 125 milljónir: 64 ára, hóf að leika með Bítlunum þegar Pete Best hætti og hefur síðan verið réttur maður á réttum stað. Öflugur í góðgerðamálum. 410. Tony Yerolemou og fjölskylda 115 milljónir: 62 ára Kýpverji sem flutti til Bretlands 1960, fór að búa til mat eins og heima, seldi svo Bakkavör fjölskyldufyrirtækið árið 2000 og vinnur þar enn. 458. Barry og Robin Gibb 100 milljónir: Bee Gees bræðurnir, 58 og 55 ára, lifa enn góðu lífi á fornri frægð og áttu svo metsöluplötu 2004. Maurice, þriðji bróðirinn, dó 2003. 458. Ágúst og Lýður Guðmundssynir 100 milljónir: 40 og 37 ára, á fullu að byggja upp matvælaiðnaðarveldi hér eins og nýleg kaup á Geest fyrir 485 milljónir sýna. 458. Spencer lávarður 100 milljónir: Fertugur landeigandi, bróðir Díönu heitinnar prinsessu. Við útför Díönu sagði hann: „Hún þurfti enga titla til að töfra fólk“ – ekki oft sem konungsfjölskyldan er viðstödd opin- berar ávítur í sinn garð. 458. Ozzy og Sharon Osbourne 100 milljónir: 56 ára söngvarinn varð víðfrægur en 52 ára eiginkona hans er komin á fleygiferð í fjölmiðlunum og dregur því í búið. 519. Sir Ridley og Tony Scott 95 milljónir: Kvikmyndaleikstjórar og bræður, 67 ára og 60, hafa báðir framleitt metsölumyndir, Gladiator og Top Gun og eiga fyrirtæki í bransanum. 543. Sam og Alisa Moussaieff 91 milljónir: 81 árs og 75 ára hjón sem eiga og reka samnefnt skart- gripafyriræki, en eiga einnig verðmætar fasteignir. 583. Robbie Williams 85 milljónir: Williams er 31 árs, kynslóðinni yngri en skallapoppararnir og mun vísast halda áfram lengi enn. 600. Sir Sean Connery 82 milljónir: Skoski leikarinn, er 74 ára og fyrrum mjólkurpóstur, í hugum eldri kynslóðarinnar hinn eini sanni James Bond og enn launahár og fjárfestir í fasteignum. 607. Rod Stewart 80 milljónir: Söngvarinn sextugi aflar enn fjár og ljóska og þarf að ganga frá enn einum skilnaðinum áður en hann giftist þeirri næstu. Skilnaðarmálið mun reyna á gildi kaupmála. 607. Charlie Watts 80 milljónir: 63 ára trommuleikari Rollinganna er orðinn ögn ellilegur en er enn á fullu. 654. David og Victoria Beckham 75 milljónir: 29 og þrítug, fótboltinn á stærsta þátt í eignunum. Auglýs- ingatekjur hans eru drjúgar og hugsanlega kallar Hollívúdd í hann. 654. Sir Terence Conran og fjölskylda 75 milljónir: Ikea á Habitat en Sir Terence einbeitir sér að veitinga- húsarekstri, nú síðast með Floridita, kúbönskum stað í Soho. 654. Simon Fuller 75 milljónir: 44 ára, hann á hugmyndina að „Idol“ sem m.a. Íslendingar hafa gert að sinni og þannig aukið auð Fullers, sem komst í álnir við að stýra Kryddpíunum. 654. Sir Anthony Hopkins 75 milljónir: Leikarinn er 67 ára og enn á fullu að leika, auk þess sem gamlar myndir hans, t.d. um mannætuna Hannibal, eru stöðug gróðalind. 740. Jackie Collins 66 milljónir: Það þarf tékkhefti með aukalínum þegar bókaforlögin borga Collins, 67 ára, sjö stafa upphæðir fyrir skáldsögur sínar. 751. Jón Ásgeir Jóhannesson 65 milljónir: Þekkt merki eins og Oasis, Karen Millen, Whistles, Hamleys og Iceland hafa gert Jón Ásgeir þekktasta íslenska umsvifa- manninn hér. 796. Rowan Atkinson 60 milljónir: Hinn fimmtugi Mr. Bean er ekki aðeins leikari, heldur hefur hann fjárfest í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu og fast- eignum. 874. Linda Kristín Bennett 55 milljónir: Hálfíslenska skódrottningin er enn á fullu að byggja upp skó- og tískufyrirtæki sitt. Upplýsingar að baki listans: Listinn er settur saman af tiltækum upplýsingum víða að. Hér eru engar skattaupplýsingar opinberar, svo listinn er byggður á get- gátum út frá því sem er vitað um eignarhald og matið frekar haft lágt en hátt. Þeir sem komast á aðallistann eiga 50 milljónir punda eða meira í handraðanum. A U Ð M E N N Í B R E T L A N D I Eric Clapton hljómlistarmaður er í 349. sæti listans. JK Rowling höfundur Harry Potter bókanna er í 96. sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.