Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 hefur gefið 22,6 milljónir punda til eyðni- og læknisrannsókna, barnaverndar og tónlistar, eða 12,2% af eignum sínum. Sá 3. á listanum er skoski auðjöfurinn Tom Hunter, sem m.a. stundar fjárfestingar með Baugi. Hunter gaf 68,6 milljónir punda til menntamála, mannúðarmála og barnaverndar, eða 7,4% eigna sinna. Eric Clapton er í 8. sæti, hefur gefið 3 milljónir, eða 2,3%, til læknisrannsókna, lista og barnaverndar. Kannski ein- hverjir Íslendingar birtist á þessum lista á næstum árum… Tónlistargeirinn Sá auðugasti í tón- listargeiranum er reyndar ekki tónlistarmaður heldur útgefandinn Clive Calder, sem er ættaður frá Suður-Afríku, gaf út sína fyrstu plötu 17 ára og náði Britney Spears og Backstreet Boys inn á Zomba- merkið sitt á síðasta áratug. Hann seldi það og lifir á eignum, metnum á 1,3 milljarð punda, sem skila honum í 25. sæti allsherjarlistans. Næstur er Sir Paul McCartney og söngleikjakóngurinn Andrew Lloyd-Webber á eftir honum. Í 4. sæti tónlistarauðkýfingalistans eru hjónin Madonna og kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie, Sir Elton í 7. sæti. Samanlagðar eignir eftirlifandi Bítlanna tveggja og fjölskyldu Harrisons nema 1.091 milljarði punda, meðan Rollingarnir fjórir eru metnir á 490 milljónir – sem er þá væntanlega úrskurður í áratuga deilumáli Bítla- og Rollingaáhangenda að Bítlarnir hafi verið betri! Úr knattspyrnunni eru það helst liðseigendur eins og Abramo- vich, í 1. sæti, sem komast á blað. Í 11. sæti þessa geira er Moham- med al-Fayed eigandi Fulham og Harrods. David Beckham er þarna í 33. sæti, en 10 milljónir af hans 75 milljónum eru raktar til eiginkonu hans og fyrrum Kryddpíu, Victoriu. Eftir að ofurhreyfingar í fjármálaheiminum hjöðnuðu í lok síðasta áratugar hefur farið minna fyrir nýjum eignamönnum í bankageiranum. Það er þó enn nokkuð gulltryggt að vinna hjá Gold- man Sachs, sem er það fyrirtæki sem á flesta á listanum, tíu manns. Efstur er hinn 39 ára Michael Sherwood, sem var Philip Green innanhandar í að reyna að kaupa Marks&Spencer. Þó Green tækist það ekki fékk Sherwood örugglega sitt. Hlutur hans í bankanum er metinn á 100 milljónir punda, bónusinn hans í fyrra ku hafa numið 30 milljónum punda og eignir hans nema 150 milljónum. 1001 karlmaður og 81 kona Á listanum eru 1001 karlmaður og 81 kona, svo tekjumunur kynjanna skilar sér hér eins og annars staðar. Helsta leið kvenna inn á listann er að taka þátt í eignamyndun og rekstri með eiginmönnunum eða fæðast dætur auðmanna. Fáar eru jafn kræfar og Linda Kristín Bennett, sem hefur byggt upp skó- og tískuverslanakeðjuna LK Bennett. Eignir hennar eru metnar á 55 milljónir punda, hún er ný á listanum og allt bendir til að hún muni verða þar áfram. Hún vann í tískugeiranum, sá að það vantaði glæsiskó á hógværu verði og kom sér fyrir á þeim markaði með góðum árangri. Hún hefur nýlega bætt við fötum og hefur nú áhuga á að ein- beita sér að tískuhönnun. Leið kvenna inn á listann er að skilja Önnur leið kvenna inn á listann er að skilja. Skilnaðarmál auðmanna á undanförnum árum sýna að skilnaðir eru orðnir harla vænleg útgerð fyrir konurnar, því dómstólar hér hafa orðið æ viljugri til helmingaskipta. Ef hjónabandið hefur staðið lengi, hlusta dómarar ekki á neitt kvak um að eigin- maðurinn hafi unnið sér inn aleigu hjónanna upp á eigin spýtur heldur er nú almennt litið svo á að eiginkonan hafi skilað sínu þó hún hafi „bara“ haldið heimilinu gangandi. Gleðigosinn Aga Khan, sem er 68 ára, hefur komið einni fyrrverandi á eignalistann eftir 25 ára hjónaband og gæti komið annarri þar á næstunni, því það stefnir í skilnað hans og eiginkonunnar, Inaara Khan, þýskrar fyrrum poppsöngkonu og móður eins sonar hans. Ef einhver heldur að kaupmáli sé gulltrygg leið til að komast hjá eignamissi við skilnað þá er það svo að breskir dómstólar hafa umvörpum kastað þeim fyrir róða undanfarið. Það er því eigin- lega engin leið að komast hjá veglegum hlut til fátækari aðilans í auðkýfingahjónaböndum – nema auðvitað að láta vera að ganga í hjónaband, en óvígð sambúð getur orðið hjónabandsígildi með tíma- num svo það er fokið í flest skjól. Á „Kvennalistanum“ eru 100 konur, en 81 af þeim efstu eru á allsherjarlistanum, þar á meðal hinn víðfrægi stofnandi Body-Shop, Anita Roddick, í 519. sæti. Hippalega búðin, sem hún stofnaði í Brighton 1976, hefur þanist út í alheimskeðju og eignir hennar og Gordons, manns hennar, eru metnar á 95 milljónir punda. Body Shop hefur ekki vegnað vel undanfarin ár, enda margar keðjur sem róa á sömu mið með náttúrulegar snyrtivörur, en salan hefur aukist undanfarið. Auk Body Shop stunda hjónin hótelrekstur. Joanna K. Rowling skrifaði sig inn á auðmannalistann með Harry Potter bókunum. Eftir að hafa selt 270 milljónir (!) Potterbóka á 62 tungumálum, auk kvikmynda- og framleiðsluréttar á Pottervörum eru eignir hennar metnar á 500 milljónir punda, sem skila henni í 96. sæti. Tvær óútkomnar Potterbækur tryggja Rowling sæti á list- anum um ókomin ár. Það vakti athygli í fyrra þegar Rowling skaust upp fyrir drottninguna, sem er núna í 180. sæti með 270 milljónir. Það er þó aðeins einkaeign drottningar, því að auki ræður hún yfir milljarðaeignum krúnunnar. Þó Bretland sé auðugt land má glögglega sjá að milljarðaauðæfi hérlendis eru ekki upprunnin í túnfætinum, heldur koma annars staðar að. Innborg London er ríkasta svæði Evrópu og 23% af hagkerfi borgarinnar er fé sem erlend fyrirtæki og beinar erlendar fjárfestingar bera í bú. Þetta er ein helsta skýringin á að hér fjölgar milljarðamæringum jafnt og þétt. A U Ð M E N N Í B R E T L A N D I TÍU RÍKUSTU MENN BRETLANDS (Milljarðar punda) 1. Lakshmi Mittal 14.800 2. Roman Abramovich 7.500 3. Hertoginn af Westminster 5.600 4. Hans Rausing og fjölskylda 4.950 5. Philip og Christina Green 4.850 6. Oleg Deripaska 4.375 7. Sir Richard Branson 3.000 8. Kirsten og Jörn Rausing 2.575 9. David og Simon Reuben 2.500 10. Spiro Latsis og fjölskylda 2.400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.