Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N GSM Heimasími Internet 0 KR. HEIM Nú hringja allir heim úr GSM án þess að greiða mínútugjöld í allt að 60 mínútur á dag. 0 KR. Í VIN Í ÚTLÖNDUM Hvert GSM númer fær 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Mánaðargjald fyrir GSM áskrift er 600 kr. Gildir fyrir Frelsisnotendur með 500 kr. Frelsisáskrift. 0 KR. INNANLANDS 500 mínútur í aðra heimasíma eru innifaldar í mánaðargjaldi. Flestir tala minna en í 500 mínútur á mánuði á milli heimasíma og greiða því ekkert mínútugjald. 0 KR. Í VIN Í ÚTLÖNDUM Hver Heimasími fær 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Mánaðargjald fyrir Heimasíma er 1.340 kr. MEIRI HRAÐI, FRJÁLST NIÐURHAL OG VERÐÞAK Þú átt þess kost að fá 6Mb/s ADSL og ótakmarkað niðurhal á 4.990 kr. á mánuði eða 4Mb/s ADSL og 1GB niðurhal fyrir 3.990 kr. á mánuði. ADSL hraði miðast við þjónustusvæði Og Vodafone. Heimili sem eru með allt hjá Og Vodafone, GSM áskrift, Heimasíma og Internet, geta skráð sig í Og1. Komdu í verslun Og Vodafone, hringdu í 1414 eða smelltu þér á www.ogvodafone.is fyrir nánari upplýsingar og skráningu í Og1. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 81 36 04 /2 00 5 Og1 hentar líka starfsfólki fyrirtækja í viðskiptum hjá Og Vodafone. Starfsfólk nýtur ávinnings af þeirri þjónustu sem það greiðir sjálft. 20. apríl Útflutningsverðlaun forseta Íslands Kaupþing banki hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands að þessu sinni. Þeir Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður bankans og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri veittu verðlaununum viðtöku á Bessastöðum fyrir hönd bank- ans. Valur Valsson, formaður úthlutunarnefndarinnar, sagði í m.a. í ræðu sinni að fyrir- tækið færi fremst í öflugri útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og hefði vakið athygli fyrir fram- sækinn og arðbæran rekstur. „Djörfung og dugur einkennir fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur,“ sagði Valur. 21. apríl Byltingin í stjórn SPH Stjórnarbyltingin í Sparisjóði Hafnarfjarðar kom flatt upp á flesta í viðskiptalífinu. Nýr meirihluti, undir forystu Páls Pálssonar framkvæmdastjóra í Firði, hlaut 23 atkvæði og sigr- aði með einu atkvæði í kjöri um stjórn. Þess má geta að fráfar- andi formaður stjórnar, Matthías Á. Mathiesen, hafði verið for- maður frá 1. ágúst 1958. Hann gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Ný stjórn hefur þegar látið til sín taka og skipt um menn í brúnni. Sparisjóðsstjórinn, Björn Ingi Sveinsson, sem var ráðinn í októ- ber í fyrra, en var áður borgarverk- fræðingur í Reykjavík, er hættur og sömuleiðis aðstoðar- sparisjóðs- stjórinn til margra ára, Ingimar Haraldsson. Ný stjórn hefur ráðið Magnús Ægi Magnússon sem sparisjóðsstjóra og hefur hann þegar tekið við starfinu. 25. apríl Jón von Tetzchner fetar í spor Bransons Íslendingurinn, Jón S. von Tetzchner, forstjóri norska hug- búnaðarfyrirtækisins Opera, og Frjáls verslun hefur margoft fjallað um, virðist vera að feta í fótspor Richard Bransons, forstjóra Virgin í Bretlandi, með því auglýsa fyrirtæki sitt á nýstárlegan hátt. Hann til- kynnti að hann myndi synda til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi ef 1 milljón manns yrðu búnir að hlaða niður nýjan Opera netvafra á fyrstu fjórum sólar- hringunum frá því hann kom út. Það var einmitt það sem gerðist og þurfti Jón því „að standa við loforð sitt“ og skella sér í sjóinn og hefja sund. Hann hefur fengið mikla auglýsingu út á þetta upp- átæki í Noregi. „Ég hefði sett á hann kút og utanborðsmótor í hvelli ef ég hefði fengið að ráða,“ sagði móðir Jóns, Elsa K. Jónsdóttir. Jón ólst upp á Seltjarnarnesi, en amma hans var Selma Kaldalóns. 27. apríl „Bankarnir í stakk búnir“ „Vaxandi ójafnvægis hefur gætt í þjóðarbúskapnum undanfarið ár og birtist það í örum vexti eftir- spurnar, aukinni verðbólgu, háu eignaverði og vaxandi viðskipta- halla sem nær hámarki í ár. Þessar aðstæður auka líkur á að reyni á fjármálakerfið þegar fram líða stundir,“ sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri þegar hann kynnti niðurstöður úr fyrsta hefti Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Hann sagði helstu áhyggjurnar vera erlendar skuldir þjóðarinnar en taldi íslensk fjármálafyrirtæki vel í stakk búin til að mæta hugsan- legum andbyr. Jón von Tetzchner. Björn Ingi Sveinsson. Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson tóku við útflutnings- verðlaununum. 28. apríl Ásdís Halla forstjóri Byko Þetta er fréttin sem flaug út um allan bæ á svipstundu. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðbæ til síðustu fimm ára, ráðinn forstjóri Byko. Hún mun taka við starfinu í endaðan maí af Jóni Helga Guðmundssyni. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, mun taka við starfi bæjarstjóra í Garðabæ af Ásdísi. Ásdís Halla Bragadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.