Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON 1.apríl Forstjórar svartsýnir frá árinu 2003 Forstjórar stærstu fyrirtækja landsins telja að aðstæður í efn- ahagslífinu muni versna á næstu 6-12 mánuðum, skv. könnun IMG Gallup, en mikill meiri- hluti þeirra telur að aðstæður í atvinnulífinu núna séu góðar. Væntingar um framtíðina hafa farið sífellt lækkandi hjá for- stjórunum frá september 2003 á meðan mat á núverandi stöðu hefur haldist tiltölulega óbreytt. Forstjórarnir hafa því í nokk- urn tíma búist við versnandi aðstæðum en þær ekki komið fram. Mesta svartsýnin er í sjávar útvegi og ferðaþjónustu þar sem hátt raungengi fer illa með reksturinn. 1. apríl Öflugur apríl hjá Sigurði Einarssyni Þennan dag var sagt frá því að stjórn breska bankans Singer & Friedlander í Bretlandi hefði stað- fest að hafnar væru viðræður við Kaupþing banka sem gætu leitt til þess að Kaupþing banki legði fram tilboð í allt hlutafé Singer & Friedlander. Kaupþing banki á um 19,5% í Singer & Friedlander og Burðarás á rúm 9% hlut. Þetta reyndist öflugur mánuður hjá Sigurði Einarssyni, starfandi stjórnarformanni Kaupþings banka því 28. apríl var tilkynnt um árangur viðræðnanna; að tilboð hefði verið lagt fram sem stjórn Singer & Friedlander hvetti hluthafa til að taka. Sigurður Einarsson. 28. apríl Tilboð Kaupþings í Singer & Friedlander 65 milljarðar króna Kaupþing banki tilkynnir þennan dag að hann hafi lagt fram yfir- tökutilboð í breska bankann Singer & Friedlander og að stjórn breska bankans mæli með því við hluthafa að tilboðinu verði tekið. Tilboðið hljóðar upp 316 pens á hlut sem svarar til um það bil 547 milljóna punda fyrir allt hlutaféð eða 64,6 milljarða króna. Hluthafar á hlutaskrá 29. apríl munu jafnframt halda rétti sínum til arðgreiðslu vegna ársins 2004 sem nemur 4,25 pensum á hlut í Singer & Friedlander. Kaupþing banki á fyrir 19,5% hlutafjár í Singer & Friedlander og Burðarás á um 9,4%. Gangi kaupin eftir verður Bretland stærsta mark- aðssvæði Kaupþings banka ásamt Danmörku og Íslandi. Singer & Friedlander var stofn- aður árið 1907 og sérhæfir sig í almennri bankastarfsemi, fjár- mögnunarleigu og eignastýringu. 1.apríl Gunnlaugur ritstjóri Viðskiptablaðsins Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að Gunnlaugur Árnason, blaðamaður Reuters- fréttasamsteypunnar í London, hefði verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins. Ástæðan 1.apríl Óskar ræður „nýja vendi“ til TM Þær vöktu verulegt umtal mannabreytingarnar hjá Tryggingamiðstöðinni í tengslum við nýtt skipurit sem Óskar Magnússon, nýr forstjóri félagsins, hefur lagt fram. Í því felst að þrír nýir framkvæmda- stjórar hefja störf, þeir Björn Víglundsson, Ágúst H. Leósson og Pétur Pétursson. Jafnframt var tilkynnt að þrír á meðal æðstu stjórnenda félagsins myndu hætta, en þeir eru með samtals yfir 100 ára starfsaldur hjá félaginu. Þetta eru þau Ágúst Ögmundsson aðstoðar- forstjóri, Guðmundur Pétursson deildarstjóri og Ástrós Guðmundsdóttir deildarstjóri. Morgunblaðið sagðist hafa heimildir fyrir því að óánægja væri á meðal starfsmanna með þessar breytingar en haft var eftir Óskari Magnússyni forstjóra að þetta væri gert í „fullri sátt“ við þá sem hætta og að við þá hefðu verið gerðir starfslokasamningar. Björn Víglundsson var áður hjá P. Samúelssyni, Ágúst H. Leósson var fjármálastjóri Actavis og Pétur var með Óskari hjá Og Vodafone. Þess má geta að Gunnar Felixson, forstjóri TM frá árinu 1991, lét af störfum um miðjan mars þegar Óskar tók við en hann var ráðinn til félags- ins sl. haust. Óskar Magnússon, forstjóri TM. Singer & Friedlander bankinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.