Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.03.2005, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 Hjalti G. Hjaltason, ráðgjafi hjá IMG-Gallup . Sjálfsagt – eða hlunnindi Hilmar G. Hjaltason er ráðgjafi IMG-Gallup og hefur einkum sinnt ráðningum fólks í sérfræði- og stjórnunarstörf. Hann segir að í dag geri fólk, sem komi í viðtöl vegna slíkra starfa, undantekningalítið kröfu um farsíma og tölvu frá væntanlegum vinnveitanda. „Umsækj- andanum finnst þetta sjálfsagt, en fyrirtækin líta fremur á þetta sem hlunnindi. Starfsmenn í efri lögum fyrirtækja eru þó undantekninga- lítið með síma á vegum vinnuveitanda, en að fá tölvu er ekki alveg jafn algengt.“ Í mörgum tilvikum er, að mati Hilmars, hagur bæði vinnuveitanda og starfsmanni til bóta að honum sé lögð til tölva. Menn í stjórn- unarstöðum séu ósjaldan fastir tímunum saman á fundum og þegar venjulegum dagvinnutíma sleppi eigi þeir eftir að svara pósti dagsins og sinna ýmsum erindum öðrum. Ef málin geta ekki beðið næsta dags sé þægilegt að komast heim á skikkanlegum tíma og ljúka svo verkum dagsins þegar börnin eru komin í ró og heimilisskyldum hefur verið sinnt. „Auðvitað skapar þetta hættu á því að vinnan yfirkeyri allt, en þarna verður fólk einfaldlega að finna sín eigin takmörk milli vinnu og einkalífs. Enginn vinnuveitandi ætlast til þess að starfsmenn vinni allan sólarhringinn, þó kröfurnar geti vissulega verið miklar,“ segir Hilmar. Giftist vinnunni Með prófum, innsæi og mannþekkingu kappkosta ráðgjafar að finna rétta einstaklinginn sem fyrirtæki leitar að í ákveðin störf. Við þessar kringumstæður þarf að taka tillit til mjög margra þátta, svo sem menntunar, skaphafnar og hæfileika umsækjenda en einnig fyrir- tækisins sem í hlut á. Hverjar eru kröfur þess og innri menning? Eiga fyrirtækið og starfsmaðurinn samleið? „Stundum leita til okkar fyrirtæki, til dæmis í fjárfestingageir- anum, sem þurfa starfsfólk sem er reiðubúið til þess að giftast vinnunni. Vera alltaf á vaktinni og tilbúið til þess að leggja sig allt fram og láta sumarfríið jafnvel víkja þegar mikilvæg verkefni koma upp. Slíkir starfsmenn er sjálfsagt að fái fartölvu,“ segir Hilmar G. Hjaltason. Hilmar G. Hjaltason, ráðgjafi hjá IMG-Gallup. „Til okkar leita fyrirtæki sem þurfa starfsfólk sem er reiðubúið til þess að giftast vinnunni.“ „Enginn vinnuveitandi ætlast til þess að starfsmenn vinni allan sólarhringinn, þó að kröfurnar geti vissulega verið miklar.“ Blaðamaður á Frjálsri verslun var fyrir fáum árum að ganga frá viðamikilli umfjöllun og vann alla nóttina. Sendi póst klukkan fimm að morgni til framkvæmdastjóra stórs fyrirtækis í Reykjavík. Svar barst tveimur mínútum síðar. Í Y F I R V I N N U V E G N A N E T S I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.