Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 36

Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N H Á G Æ Ð A V Ö R U R Á G Ó Ð U V E R Ð I S A G A B O U T I Q U E Sími 4250 345 L E I F S S T Ö Ð w w w . s a g a b o u t i q u e . i s Útgáfufélagið Heimur, sem m.a. gefur út Frjálsa verslun, hefur útnefnt Guðrún G. Bergmann á Hellnum á Snæfellsnesi Ferðafrömuð ársins 2004. María Guðmundsdóttir, rit- stjóri ferðaútgáfu Heims, var formaður nefndarinnar, en auk hennar sátu í nefndinni þau Svanhildur Konráðsdóttir, sviðs- stjóri menningar- og ferðamála Reykjavíkurborgar og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar frumkvæði, metnað og árangur á sviði umhverfismála í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi „…sem og mikilsvert framlag til betra starfsumhverfis í atvinnugreininni á landsvísu,“ eins og nefndin komst að orði. Guðrún hefur ásamt Guðlaugi Bergmann, eiginmanni sínum, sem lést um síðustu jól, staðið fyrir uppbyggingu á ferðaþjón- ustu á Hellnum á Snæfellsnesi. Það var 1995 sem Guðlaugur og Guðrún fluttust að Brekkubæ á Hellnum á Snæfellsnesi, en áður höfðu þau unnið að umhverfis- málum um nokkurt skeið. Árið 1994 kynntust þau Ástralanum Bill Mollison, sem hafði sett upp vistvæn samfélög um allan heim, og við þau kynni varð til hug- mynd að Snæfellsássamfélaginu. Ferðamenn koma aftur og aftur Rekstur ferðaþjónustu og nám- skeiðahald að Hellnum hófst 1997. Fyrstu áfangar starf- seminnar voru að sinna ferða- mönnum sem sóttust í orku Snæfellsjökuls. Jafnframt var efnt til námskeiða um sjálfs- hjálp, heilbrigt mataræði og fleira slíkt. Guðrún segir að fljótt hafi orðið ljóst að ekki yrði hægt að byggja starfsemina upp, nema gistiaðstaða væri einnig til staðar. Því var Gistiheimilið Brekkubær sett á laggirnar árið 2000. Eftir tíu herbergja viðbyggingu á síðasta ári var nafninu breytt í Hótel Hellnar þar sem í dag eru tuttugu 2ja manna herbergi með baði, auk þess sem gestir geta fengið kvöldverð á staðnum. „Ferðaþjónusta á Snæfellsnesi hefur þróast hratt og æ fleiri leggja hingað leið sína. Þjóðgarðurinn dregur fólk að, auk þess sem gerð hefur verið bragarbót á vegunum hingað vestur. Meiri áhugi fólks á ferðum á Snæfellsjökli, hvala- skoðunarferðir og uppgötvun á hinni stórkostlegu náttúru hér um slóðir: allt hefur þetta leitt til þess að innlendir sem erlendir ferðamenn koma hingað aftur og aftur,“ segir Guðrún. Umhverfismál án öfga Af sannfæringarkrafti kynntu Guðrún og Guðlaugur sýn sína í umhverfismálum fyrir sveitar- stjórnum á Snæfellsnesi. „Við lögðum mikla vinnu í þetta verkefni, því okkur þótti mikil- vægt að vel tækist til. Bæði var þetta tilraunaverkefni, sem hefði ekkert orðið úr ef Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefði ekki stutt það og eins þótti okkur mikilvægt að vel tækist til þar sem þetta var í heima- byggð okkar. Við Gulli hvöttum á sínum tíma einnig til þess að Ferðaþjónusta bænda tæki upp umhverfisstefnu og legði sig fram um að ryðja brautina á því sviði á landsbyggðinni. Bentum á að þetta gæfi Ferðaþjónustu bænda mikið forskot. Í því eins og öðru skilaði árangurinn sér ekki strax en nú - þremur árum síðar - er Ferðaþjónusta bænda að uppskera árangur vinnu sinnar. Þeir hlutu í mars The Scandinavian Travel Award.“ Guðrún segir að umræðu um umhverfismál og sjálfbæra þróun hér á landi sé oft ruglað saman við aðgerðir öfgasamtaka í umhverfismálum. Þessi viðhorf séu blessunarlega á undan- haldi. Fólk sé smám saman að skilja að það geti skipað sér í hóp umhverfissinna án þess að vera með kröfuspjöld á lofti. „Að mínu mati hafa þeir náð bestum árangri í umhverfismálum sem gera eitthvað mælanlegt. Árangur í þessum málum snýst um að hver og einn leggi eitt- hvað af mörkum.“ Útgáfufélagið Heimur hefur útnefnt Guðrúnu G. Bergmann á Hellnum á Snæfellsnesi „Ferðafrömuð ársins 2004“. Ferðafrömuður ársins Guðrún Bergmann á Hellnum á Snæfellsnesi. Ferðafrömuður ársins, að mati dómnefndar útgáfufélagsins Heims. TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON 1. apríl

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.