Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 20
18 PÉLAGSBRÉP erfi- og brúðkaupsljóð .fyrir efnið fólk og tigið, liann lofar tignur- menn sér til lífsviðurværis. Og staða hans í þjóðfélaginu er nú nánast sú sama og loddarans, sjón- bverfingamannsins og liirðfíflsins. f kvæðxmi síniun hyllti hann ríka og háttsetta menn, liann tileink- aði háum og voldugum hermm verk sín og vænti þess, að þeir blíðkuðust og borguðu honum fyrir þau: Höfundurinn vaim ekki fyrir sér með því að skrifa bæk- ur, lieldur með því að skrifa til- einkanir í þær. Skáldið tók sem sagt greiðslu fyrir list sína — þar með liafði hann lotið lág't, þess vegna var lit- ið svo niður á liann í lénsskipu- laginu. Jafnvel furstar gátu leyft sér að iðka skáldlistina, en auð- vitað aðeins sem dægradvöl, tóm- stundastörf. Þá var það sérvizka, sem einungis jók ljómaim um per- sónu furstans. Að yrkja var sýsla, sem mátti ekki bera neinn keim af atvinnu, hún mátti ekki veita neinar tekjur. Lénsherrarnir lifðu og lifðu vel á vimiu annarra, á erfiði og striti ánauðarbænda sinna. Eitt var það, sem æra þeirra fyrirbauð þeim: að vinna sjálfir fyrir sér. Reyndar voru það að- eins tvenns konar sýslur, sem furstar og tignir menn gátu stund- að: stríð og veiðar. Hið eina, sem heiður þeirra og göfugt ætterni leyfði þeim, var að drepa, að drepa fólk eða dýr. Ef einhver ættgöfugur maður hefði reynt að afla sér lifibrauðs með bók- menntastörfum, liefði hann auð- vitað verið lokaður inni sem geð- veikur. Að þessu leyti eru ^kkar tímar mun hleypidómalausari: Jafnvel fólk af konunglegum ætt- um getur nú fengið að skrifa bæk- ur og taka við ritlaunum fyrir án þess að þurfa af þeim sökum að sleppa -tilkalli til krúnmmar. Þó hefur það gerzt áður fyrr, að voldugir menn liafi viðurkennt fullveldi andans og verið mestu stuðningsmenn og velunnarar skálda og skáldskapar. Konungar og liertogar hafa kallað listamenn til liirða sinna — sérstaklega höf- um við dæmi þess frá ítalíu á endurreisnartímabilinu — og sem skjólstæðingar liinna liáttsettu hafa listamennirnir getað lifað á- hyggjulausu lífi, meðan þeir helg- uðu sig alla köllun sinni. í þjóðfélagi þeirra tíma átu skáldin náðarbrauð. Sá sem aðeins skapaði andleg verðmæti, var al- mennt ekki álitinn nýtur borgari, sem eins og aðrir borgarar áttu rétt á öruggu lífsviðurværi vegna vinnu sinnar. Þeir áttu nefnilega engan rétt í lögum á vinnu sinni. Eftir uppgötvun prentlistarinnar var liægt að margfalda verk þeirra og dreifa þeim, en þeir höfðu litla ánægju af því. Það voru aðnr, prentararnir, sem hirtu ágóðann. Verk skáldsins var almanna eign, sem allir máttu nota að vild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.