Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 33

Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 33
PÉLAGSBRÉP 31 meira en lítið hrifinn af henni. Það skildist á honum að hann teldi hana sjálfsagða til birtingar í næsta liefti tímaritsins, þó það væri að vísu fundurinn, sem formlega skæri úr um það. Hins vegar hafði það aldrei komið fyrir að skoðanir Krestanoffs væru vefengdar að ráði í félaginu, liann var heili þess og lijarta og stýrði inálgagni þess, Nýrri kynslóð, sem kom út fjórum sinnum á ári og bergmálaði heimsbylt- inguna og listina fyrir fólkið. En umfangsmesta verkefni næsta fundar var að gagnrýna nýja, ó- prentaða skáldsögu, „Fiskurinn ræður“, eftir Pétur Carpenter, eða tré- smiðinn, eins og liann var venjulega nefndur innan félagsins, vegna þess liaim hafði valið sér þetta útlenda rithöfundamafn eftir þeirri atvinnu sem liann stundaði áður en hann ferðaðist til Stóðgarða hinna þýzku og gerðist skáld. Carpenter liafði gefið út eina skáldsögu, „Allt eða ekkert“, en það var áður en liann forframaðist í útlöndum og áður en liann gekk í flokkinn. Hann liafði skrifað liana við hefilbekkinn sinn á kvöldin eftir vinnu og síðan gefið liana út sjálfur. Fá eintök höfðu selzt af henni og lítið sem ekkert verið skrifað um hana, en þó liafði höfundurinn frétt að ein borgaradóttirin úti á landi liefði vatnað músum undir lestrinum og lék félögum lians grunur á að undir niðri teldi liann sér það mjög til tekna, þó hann talaði annars í fyrirlitn- mgartón um þennan veikgeðja aðdáanda sinn og þá úreltu bókmennta- stefnu, sem „Allt eða ekkert“ tillieyrði. Carpenter leigði lierbergi í félagi við ljóðskáldið Stanza og geymdi nokkurn liluta af upplagi bók- arinnar undir rúminu sínu, en nú var talið mjög á það gengið, því Stanza liafði lengi liaft það fy rir sið að leysa gesti þeirra félaga út með gjöf til minningar um koinuna: einu eintaki af „Allt eða ekkert“, enda sat trésmiðurinn löngum á bókasafni að ritstörfum og varð á með- an að láta félaga Stanza það eftir að fara með húsbóndavald í heima- húsum. Sagan „Fiskurinn ræður“ var nú fullgerð og höfundurinn hafði lagt í þann kostnað að láta vélrita liana í þremur eintökum og hefta hvert eintak iim í stinna kápu, svo að vélrituð handritin litu út eins snotrar bækur. Pétur Carpenter gat ekki dulið stolt sitt þegar hann afhenti væntanlegum gagnrýnöndum sitt eintakið hverjum. Þeir áttu nefnilega að verða þrír og skila hver sínu áliti í stuttri ræðu á fund- muni lijá félaga Stephanovich. Ivan ætlaði sjálfur að verða einn gagn- rynandinn, annar gagnrýnandi var skipaður smásagnaliöfundurinn Igor hasuinkin, og að lokum tók Krestanoff sjálfur að sér að lesa „Fiskur- mn ræður“ og kveða upp yfir honum dóm sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.