Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 54

Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 54
52 FELAGSBREF atriði að vera málsvarar frjálsra samskipta milli manna og hug- mynda. En við munum setja okkur mjög vel á minni nöfn þeirra, sem hafa hafið hina blygðunarlausu herför gegn Pasternak og vildu ekki lát sér nægja að reka hann úr rithöfundabandalaginu^ heldur kröfðust þeir einnig, að honum yrði vísað úr landi. Við bíðum næstu funda við þessa innantómu froðusnakka, og við bíð- um rólegir. Við höfum nægan tíma. Einn' eða annar mun sækja aftur eitthvert alþjóðamót, í París eða Feneyjum, í Rómaborg eða Ziirich. Hann skal vita það nú þegar, að við munum við fyrsta tækifæri trufla dagskrána og fá Pasternakmálið til um- ræðu. Hann skal nú þegar búa sig undir það að standa reiknings- skil á svívirðu sinni. Ekkert tímabil í sögu heimsbókmenntanna hefur til þessa framleitt svo vesælt sjónarspil sem þing hinna 800 sovétrithöfunda, er þeir með viðbjóðslegum ópum og fúkyrð- um fordæmdu skáldsögu eins starfsbræðra sinna — þar að auki skáldsögu, sem þeir höfðu alls ekki lesið. — Ekki einu sinni hinn skuggalegi spænski rannsóknarréttur þekkti slík firn heimsku og lýðskrums. Þvingunarsamræmingin, sem ríkir á hverju sviði opinbers lífs í Sovétríkjunum, gerir það algerlega óhugsandi, að allt þetta hafi gerzt án greinilegrar fyrirskipunar æðstu yfirvalda, að rithöfund- arnir hafi gert þessar brjálæðislegu samþykktir sínar án sam- þykkis Sovétleiðtoganna. Ég held, að fréttirnar um áhrif hneyksl- isins í Rússlandi sjálfu og erlendis hafi komið Krústjoff óþægilega á óvart. Það var ekki fyrr en hann sá, að Sjadanoffistar menn- ingarmála hans höfðu hlaupið á sig, að hann lét undan síga með því að veita Pasternak færi á tilslökun. * Bréf Pasternaks til Krústjoffs kann að vísu að hafa valdið von- brigðum meðal margra vina og aðdáenda skáldsins. En hver vildi, hver mætti dæma Pasternak? Bréf hans til Krústjoffs verður að bera saman við önnur rituð og munnleg ummæli hans frá dög- unum næst á undan, menn verða að gera sér í hugarlund það andrúmsloft aftöku án dóms og laga, sem hvíldi eins og fai’g á Pasternak. Samt finnst mér einhver óþægilegur keimur af bréfinu. Þó að það sé svona stutt, stendur þar skrifuð eigi sjaldnar en fimm sinnum sú fullvissun, að hann hafi ritað það af frjálsum vilja, án þess að honum hafi verið hótað ofbeldisaðgerðum, án afskipta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.