Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 54

Félagsbréf - 01.05.1959, Síða 54
52 FELAGSBREF atriði að vera málsvarar frjálsra samskipta milli manna og hug- mynda. En við munum setja okkur mjög vel á minni nöfn þeirra, sem hafa hafið hina blygðunarlausu herför gegn Pasternak og vildu ekki lát sér nægja að reka hann úr rithöfundabandalaginu^ heldur kröfðust þeir einnig, að honum yrði vísað úr landi. Við bíðum næstu funda við þessa innantómu froðusnakka, og við bíð- um rólegir. Við höfum nægan tíma. Einn' eða annar mun sækja aftur eitthvert alþjóðamót, í París eða Feneyjum, í Rómaborg eða Ziirich. Hann skal vita það nú þegar, að við munum við fyrsta tækifæri trufla dagskrána og fá Pasternakmálið til um- ræðu. Hann skal nú þegar búa sig undir það að standa reiknings- skil á svívirðu sinni. Ekkert tímabil í sögu heimsbókmenntanna hefur til þessa framleitt svo vesælt sjónarspil sem þing hinna 800 sovétrithöfunda, er þeir með viðbjóðslegum ópum og fúkyrð- um fordæmdu skáldsögu eins starfsbræðra sinna — þar að auki skáldsögu, sem þeir höfðu alls ekki lesið. — Ekki einu sinni hinn skuggalegi spænski rannsóknarréttur þekkti slík firn heimsku og lýðskrums. Þvingunarsamræmingin, sem ríkir á hverju sviði opinbers lífs í Sovétríkjunum, gerir það algerlega óhugsandi, að allt þetta hafi gerzt án greinilegrar fyrirskipunar æðstu yfirvalda, að rithöfund- arnir hafi gert þessar brjálæðislegu samþykktir sínar án sam- þykkis Sovétleiðtoganna. Ég held, að fréttirnar um áhrif hneyksl- isins í Rússlandi sjálfu og erlendis hafi komið Krústjoff óþægilega á óvart. Það var ekki fyrr en hann sá, að Sjadanoffistar menn- ingarmála hans höfðu hlaupið á sig, að hann lét undan síga með því að veita Pasternak færi á tilslökun. * Bréf Pasternaks til Krústjoffs kann að vísu að hafa valdið von- brigðum meðal margra vina og aðdáenda skáldsins. En hver vildi, hver mætti dæma Pasternak? Bréf hans til Krústjoffs verður að bera saman við önnur rituð og munnleg ummæli hans frá dög- unum næst á undan, menn verða að gera sér í hugarlund það andrúmsloft aftöku án dóms og laga, sem hvíldi eins og fai’g á Pasternak. Samt finnst mér einhver óþægilegur keimur af bréfinu. Þó að það sé svona stutt, stendur þar skrifuð eigi sjaldnar en fimm sinnum sú fullvissun, að hann hafi ritað það af frjálsum vilja, án þess að honum hafi verið hótað ofbeldisaðgerðum, án afskipta

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.