Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 65

Félagsbréf - 01.05.1959, Blaðsíða 65
FÉLAGSBRÉF 6» konuiijia. Hún verður aö fara og dýrð- lingur liennar, almáttugur guð“ (212). Vísan: „Og nú fór sól að nálgast æg- ínn,/ og nú var gott að hvíla sig,/ og vakna upp úngur einhvern daginn/ með eilífð glaða krínguin sig“, sem kölluð hefir verið „síðasla vísa“ Þ.E., liefir oft verið skilin svo, að Þorsteini hafi á síð- ustu stundu snúizt hugur um annað líf. Um þcttu segir B.B.: „En hið rétta er að vísurnar eru brot úr eftirmælum um ^jörn Jónsson, liefðu átt að heita það — og túlkar liin fyrri viðhorf hans, spíritistans, andspænis gröf og dauða“ (225 nm.). Menn verða því, hvort sem þeim þyk- lr betur eða verr, að sætta sig við af- dráttarlausar skoðanir Þ.E. á trúmálum °g mannfélagsmálum allt til æviloka kans. Það skiptir ckki máli í þessu sam- kandi, að skáldið var góðvinur margra agætismanna í íslenzkri prestastétt, því ad hann var þannig gerður, að hann gat karizt gegn málstaðnum, án þess að hata "'cnnina, sem þjónuðu honum. Barátta hans gegn mannasetningum kirkjunnar '°ru jafnharðsnúnar, þótt hann dáði Jrsúm Krist heilum Iiuga. Enda segir hann í svargrein til Haralds Níelssonar, Sem hafði sakað hann um „hatur gegn ^risti sjálfum": „Ég hygg það sé fjarri l'ví að þið trúið því sjálfir að ég eða margir aðrir trúleysingjar hati Krist, að 'ncr finust þvert á móti að þið sperrizt við með svo miklum ákafa að innprenta Pjóðinni að við hötum Krist einmitt af v> að þift' finnið að sárheittustu skeyt- ln’ Se,n ykkur cru send úr vantrúar- flokknum, eru meira eða minna beinn arfur hans eftir Jesúm frá Nazaret, sem kirkjan hefur kastað burt eða troðið undir fótum“. Bjarni Benediktsson liefir með bók sinni skýrt stefnu Þ.E. í trúmálum og samfélagsmálum svo greinilega, að mikil brjóstheilindi þarf til, eftir þann lestur, að fara að eigna Þorsteini einhverjar hálfvelgjuskoðanir. Enda talaði Þ.E. svo greinilega sjálfur, að fá cða engin þjóð- skáld vor liafa vcrið jafn hrennandi í andanum eftir því að bera sannleikan- um vitni — þrá sannleikann og ekkert nema sannleikann. Þótt B.B. geri trúar- og stjórnmála- skoðunum Þorsteins gleggst og mest skil, tekur liann líf hans og list á öðr- um sviðum til meðferðar líka. Og þótt hann ræði um annan skáldskap lians, svo og manninn sjálfan, með hlýrri sain- úð og skilningi, mé þar vafalaust víðar fylla í eyður og skoða nánar. Það bíður efalaust löngu ævisögunnar, sem Bjarni gerir sér vonir um að rita. Og ýinislegt í skýringum lians og skilningi á skáld- skap Þorsteins kann að orka tvímælis. En bókin hefir inikla og ótvíræða kosti. Hún er létt og skemmtilega skrifuð, en þó fræðilega og með ást og virðingu fyrir viðfangsefninu og manninum, sem um er fjallað. Höfundurinn liefir áreið- anlega gert sér far um að skýra sem réttast og sannast frá öllu, sem skáldið varðar. Og því hyggjum vér, að Þor- steinn Erlingsson liefði sjálfur kunnað bezt. Ragnar Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.